Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 13
ÞORGERÐURRAGNARSDÓTTIR OG SESSELJA GIDMUNDSDÓTTIR ^Út vilek: Köiuiim á högum íslenskra hjnknmarfræðinga sem hna erlendis Þessi könnun var gerð til að afla grunnupplýsinga um hagi íslenskra hjúkrunarfrœð- inga í útlöndum sem komið geta Félagi íslenskra hjúkrunarfrœðinga að gagni við skipulag starfs síns. Spurningalisti var sendur til þeirra 158 íslensku hjúkrunarfrœðinga sem voru með heimilisfang erlendis samkvœmt félagaskrá Félags íslenskra lijúkrunarfrœðinga í árs- byrjun 1996. Listunum svöruðu 118, 115 konur og 3 karlar. Aldursdreifing var á bilinu 26 - 78 ár og meðalaldur 41 ár. Helmingur hjúkrunarfrœðinganna flutti til útlanda eftir 1990. Þeir sem voru giftir eða í sambúð höfðuflestir haldið út í heim vegna náms eða starfs maka síns J'rekar en á eigin forsendum. Meirihlutinn reyndist starfa við hjúkrun eða stunda nám í lijúkrun í búsetulandinu. Algengara var að þeir sem bjuggu á Norðurlöndum vœru í starji, en þeir sem voru í námi voru frekar í Bandaríkjunum. A Norðurlöndunum voruflestir ífagfélagi búsetulandsins en í Bandaríkjunum aðeins um þriðjungur. Islenskir hjúkrunarfrœðingar í útlöndum reyndust halda tryggð við Félag íslenskra hjúkrunarfrœð- inga vegna áhuga á að fylgjast með faglegri og félagslegri umrœðu á Islandi. Tillögur þeirra um bœtta þjónustu félagsins við þá lutu aðallega að auknu upplýsingastreymi. Niðurstöður könnunar- innar gefa mikilvœga innsýn í liagi íslenskra hjúkrunarfrœðinga seni búa erlendis, ástœður bú- ferlaflutninga þeirra og liugmyndir um hvernig félagið geti bœtt þjónustu sína við þennan lióp. I félagsriti hjúkrunarfræðinga, sem hóf göngu sína árið 1925, getur fyrstu áratugina oft að líta frásagnir sem þessa: „A VEGUM F.Í.H.[svo] hafa eftirfarandi hjúkrunarnemar fyrir skömmu farið utan til fram- haldsnáms í dönskum og norskum spítölum...14 („Ym- islegt“, 1926). Lengi framan af þurftu íslenskar stúlk- ur, sem vildu leggja fyrir sig hjúkrun, að sækja menntun sína til útlanda. Tveggja ára undirbúnings- nám í hjúkrun hófst ekki á Islandi fyrr en árið 1919, rúmum 20 árum eftir að fyrsta fuUlærða hjúkrunar- konan hóf hér störf við Holdsveikraspítalann í Laug- arnesi, og eftir sem áður varð að ljúka náminu í út- lönduin (María Pétursdóttir, 1969; Erla Dóris Ilall- dórsdóttir, 1996). Sú hefð hefur haldist allar götur síðan að íslenskir hjúkrunarfræðingar sæktu til út- landa til náms og starfa. 1 upphaíi íslenskrar hjúkrunarsögu voru j>að und- antekningarlaust ógiftar ungar konur sem liigðu land undir fót og öfluðu sér hjúkrunarmenntunar í öðrum löndum. Um annað var ekki að ræða Jiar sem enginn hjúkrunarskóli var í landinu. Margar giftu sig að námi loknu og lögðu þá hjúkrunarstörfin á hilluna til að einbeita sér að umönnun eiginmanns og harna. Nú er öldin önnur og staða kvenna hefur hreyst. Núthna- konum eru flestir vegir færir sé viljinn fyrir hendi. Árið 1960 voru um 19% giftra kvenna úti á vinnu- markaðnum en hlutfallið var orðið meira en 40% ár- ið 1970. Á níunda áratugnum var hlutfallið farið að nálgast 80% en skilgreiningar Hagstofunnar, sem jjar eru lagðar til grundvallar, eru rýmri og ekki fyllilega samhærilegar við fyrri tölur. (Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon, 1997). Flestir íslenskir hjúkrunarfræðingar nú á tímum stunda nám og starf þó Jjeir séu giftir og hafi fyrir börnum að sjá. Hjúkr- unarnám hefur einnig tekið miklum stakkaskiptum. Síðan 1930 hefur verið hægt að ljúka hjúkrunarnámi hér á landi (María Pétursdóttir, 1969), fyrst í Hjúkr- unarskóla Islands en síðari árin í tveimur háskólum landsins þar sein ]>ví lýkur með B.S. gráðu. Samt sem áður hafa hugarfar og hugmyndir um hefðhundin karla- og kvennahlutverk ekki lneyst jafnhratt og félagslegar aðstæður okkar. Hjúkrun hefur frá fyrstu tíð verið kvennastarf og saga hjúkrunar er Jjví nátengd stöðu kvenna í þjóðfélaginu hverju sinni. Viðteknar hugmyndir um hlutverk kynjanna eru enn við lýði (Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, 1996). Kvittur um að Islendingar neyðist til að ílýja land vegna erfiðra lífskjara kviknar alltaf öðru hverju. Haustið 1995 fylltu frásagnir af landflótta Islending- um síður dagblaðanna. Hjá Félagi íslenskra hjúkrun- arfræðinga var töluvert um fyrirspurnir um atvinnu- möguleika og kjör hjúkrunarfræðinga, t.d. á Norður- TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL.73.ÁRG. 1997 205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.