Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 35
hjálp. I umsögn dómnefndar um ritgerðina var ég verðlaunuð fyrir einlægni í frásögninni og að ég hafði sýnt skjólstæðingnum virðingu og vinnubrögð mín verið fagleg. Eg velti því síðan fyrir mér hvað meðvirkni er. Meðvirk um- önnun er örvuð af röngum til- finningum um samviskusemi og því að taka ábyrgðina af öðrum sem eiga réttinn á að bera hana sjálfir. Petta á upptök sín í ótta frekar en ást. Reynsla mín var lærdómsrík, ég þurfti að viðurkenna fyrir sjálfri mér að ég yrði að hætta að sinna skjól- stæðingnum og leita mér hjálpar. Eg hef lært að það skiptir miklu máli að vera meðvitaður um sjálfan sig, þekkja styrk sinn, veikleika og viðurkenna eigin þarfir. Horfast í augu við að erf- iðleikar í einkalífi geti bitnað á vinnunni og öfugt. Með því að þekkja sjálfan sig er minni hætta á kulnun. Við verðum að hlúa að okkur sjálfum og vera góð við okkur sjálf. Pað er eðlilegt að við getum þurft aðstoð vegna erfið- leika sem við upplifum í starfi. Svissneski Rauði krossinn starfar eftir þeirri sannfæringu að hlúa þurfi að starfsfólki sem vinnur hjálparstörf til að það geti starfað áfram, þroskast og miðlað öðrum. Mjög gott dæmi um þetta er súrefnisgríman í flugvélinni. Þú þarft fyrst að setja súrefnis- grímuna á þig til að geta sinnt öðrum. Þess vegna er það Rauði krossinn sem veitir peningaverð- laun sem hvatningu og stuðning við þennan þátt í hjálparstörfum. Ritgerðarsamkeppnin er kennd við Michael Ralint (1896- 1970), ungverskan geðlækni og sálgreini sem starfaði í Englandi. Hann setti fram þær kenningar að við gætum notað okkur sjálf meira þegar við hjálpum fólki. Það er að greina hvað gerist í okkur þegar skjólstæðingur hefur mikil áhrif á okkur tifinninga- lega. Til þess þurfum við að þekkja okkur sjálf. Það gæti flýtt fyrir greiningu og bata hjá þeim sem við önnumst. Balint -Y'i-t^eY’ðAY'keppnín Baliut-ritgerðasamkeppnin hefur verið haldin árlega síðan 1991 til minningar um Michael Ralint sem var frumkvöðull í samskipta- miðaðri umönnun. Verðlaunin eru veitt af svissneska Rauða krossinum og Foundation for Psychosomatic and Social Medicine í Ascona í Sviss. Upphæðin, sem um ræðir, er 8000 svissneskir frankar eða tæplega 400.000 kr. Þátttaka miðast við fagfólk í heilsugæslu, s.s. hjúkrunarfræðinga, ljós- mæður, iðju- og sjúkraþjálfara en ekki lækna og sálfræðinga. Ritgerðirnar mega í mesta Iagi vera 20 síður (30 línur á síðu og 60 stafir í línu) og verða þær metnar út frá eftirtöldum forsendum: 1. Kynning þar sem gerð er grein fyrir persónulegri reynslu í starfi af sambandi við sjúkling/skjólstæðing, þróun þess sambands og því starfsumhverfi sem það á sér stað í. 2. Greining og hugleiðingar: Höfundur greinir aðstæðurnar með tilliti til eigin hegðunar og hegðunar sjúklingsins/skjólstæðingsins. Leiða þarf hugann að bældum tilfinningum, ímyndun og skilningi á aðstæðum. 3. Alyktanir og þróun: Höfundur útskýrir hvað hann lærði af reynslunni og hvernig það hefur nýst í daglegu starfi síðan. Skilafrestur er tH 28. febrúar 1998. Þrjú eintök af hverri i'itgerð á þýsku, frönsku, ítölsku eða ensku þarf að sendi til: Tlie Swiss Red Cross Department of Vocational Education Pro Balint Werkstrasse 18 CH-3048 Wabern Switzerland Opidallan sólar- hrinqinn 7 daqa vikunnar Æ\ HÁALEITIS APÓTEK Háaleitisbraut 68 • Sími 581 2101 f IAPÓTEK tSSuNnuApcvítkf: ISUÐURNESJA Verslunarm. Sunnuhlíð 12 Hringbraut 99, 230 Keflavík Akureyri Alm. sími 421 6565, fax 421 6567 Sími: 463 0484 Fax: 463 0485 Opið mánud.-föstud. 9-19. Opið alla virka daga kl. 9-19 Laugard. 10-13. og laugardaga kl. 11-15 Alm. fríd. 10-12 TÍMARIT HIÚKRUNARFRÆÐINGA 4.TBL.73.ÁRG. 1997 227
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.