Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Side 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Side 16
Mynd 2. Núverandi viðfangsefni íslenskra hjúkrunarfræðinga eftir löndum Fjöldi ■ Hjúkrunarstörf ■ Nám □ Heimavinnandi BAnnað/tvö viðfangsefni eða fleiri ■1 ■ ■ Bandaríkin Noröurlönd Önnur Evrópulönd Búsetuland það. í Bandaríkjunum þarf að taka próf til að fá hjúkrunarleyfi og hafði helmingur þeirra hjúkrunar- fræðinga, sem þar hjó, gert ]>að og fengið hjúkrunar- leyfi. Nokkrir sem bjuggu í Svíþjóð sögðust hafa þurft að taka próf áður en þeir fengu hjúkrunarleyfi en ílestir fengu menntun sína metna án nokkurra erfiðleika strax. Aðeins 7 höfðu sótt um hjúkrunar- leyfi á meginlandi Evrópu og allir fengið ]>að að lokum eftir mikla fyrirhöfn. Mun færri höfðu sótt um að fá grunnmenntun sína metna til að geta stundað framhaldsnám í aðseturslandinu. Flestir þeirra fengu allt metið strax, sumir fengu námið metið að hluta til og aðeins einn fékk ekkert metið. Astæður ])ess að misvel gekk að fá námið metið voru helst þær að íslenska menntunin var lítt þekkt í löndunum. Hjúkrunarfræðingarnir voru beðnir um að skil- greina stöðu sína í hefðbundnum stjórnunarstiga. Allir gátu svarað spurningunni l)urtséð frá ]>ví hvort þeir störfuðu við hjúkrun eða ekki (sjá töflu 2). Af þeim sém liöfðu lokið sér- eða framhaldsmenntun voru marktækt fleiri sem skilgreindu sig ofar í stjórn- kerfinu en sem almennan starfsmann (p < 0,05). Tafla 2. SkiljJreiningar íslenskra hjúkrunarirædinga lnísettra erlendis á hlutverki sínu í hefúbundnum stjómunarstiga Staða í stjórnunarstiga - Mikilvægasta hlutverk Undirmaður með litla ábyrgð og takmarkað sjálfræði í starfi i Almennur starfsmaður með tiiluverða ábyrgð, sjálfræði og/eða mannaforráð í starfi (t.d. almennur hjúkrunarfræðingur) 47 Millistjórnandi (t.d. deildarstjóri eða aðstoðardeildarstjóri) 16 Yfirstjórnandi 5 Sinni sjálfstæðum verkefnum 17 Annað (klínískur sérfræðingur, kennsla og leiðsögn, sjálfst. atvinnurekstur, tímabundin lausráðning) 4 Latiti Marktækur munur var á starfshlutfalh hjúkrunar- fræðinganna eftir því hvort vinnustaður þeirra var einkarekin stofnun eða opinber. Nærri alhr eða 8 (89%) af ])eim 9 sem unnu á einkareknum stofnunum unnu 100% vinnu en aðeins 34 (56%) af 61 sem vann á op- inberri stofnun. Flestir hjúkrunarfræðingarnir unnu 31 - 40 klst. á viku eða 46 (66%) þeirra 70 sem gáfu upp- lýsingar um starfstíma. Ekki reyndist munur á hversu mörgum vinnustundum þeir skiluðu eftir löndum. Lítið er hægt að byggja á upplýsingum um laun í könnuninni því aðeins helmingur þátttakenda gaf þau upp. Þó benda niðurstöðurnar til þess að launa- kerfi Norðurlanda byggist meira á vakta- og yfir- vinnugreiðslum en launakerfi í Bandaríkjunum. Einnig virtust laun hjúkrunarfræðinganna vera hæst í Bandaríkjunum en lægst á meginlandi Evrópu í krónum talið. Aðild að stéttarfélagi Meirihluti hjúkrunarfræðinganna var í fag-/stéttar- félagi í búsetulandinu eða 66 (58%) (sjá mynd 3). Fimmtíu og sex (73%) þeirra sem stunduðu hjúkrun- arstörf eða kennslu voru í fag-/stéttarfélagi, 10 (44%) þeirra sem voru í námi og 6 (25%) af þeim heima- vinnandi hjúkrunarfræðingum sem svöruðu spurn- ingunni. Þjónusta Félags íslenskra hjúkrunatfræðinga Flestir hjúkrunarfræðingarnir héldu tryggð við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga til að fylgjast með fag- legri umræðu um hjúkrun á Islandi og til að fá fréttir af félagsmálum hjúkrunarfræðinga á Islandi. Tillög- ur um baítta þjónustu Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga við félagsmenn erlendis lutu aðallega að meira upplýsingastreymi. Samantekt niðurstaðna l stuttu máh benda niðurstöður könnunarinnar til þess að hjúskaparstaða hafi mikil áhrif á ástæður búferlaflutninga íslenskra hjúkrunarfræðinga lil út- landa. Meirihluti þeirra sem voru giftir eða í sambúð fiuttu út vegna starfs, náms eða þjóðernis maka. Við- fangsefni hjúkrunarfræðinganna í könnuninni voru breytileg eftir búsetulöndum. Flestir störl’uðu við hjúkrun, sérstaklega þeir sem hjuggu á Norðurlönd- um. Hæst hlutfah þeirra sem var í námi voru í Bandaríkjunum en hlutfall þeirra sem voru heima- vinnandi var hæst á meginlandi Evrópu. Sautján' stunduðu nám í hjúkrun og stefndu flestir þeirra að námsgráðu í háskóla, 7 að ineistaragráðu og 5 að doktorsgráðu. Helstu sérsvið, sem nám var stundað í, voru hand- og lyílæknishjúkrun, heilsugæsluhjúkrun og rannsóknir. Hjúkrunarfræðingunum gekk yfirleitt vel að fá grunnmenntun sína metna til að fá hjúkrun- arleyfi og til að stunda framhaldsnám. Erfiðast var að ía hjúkrunarleyfi á meginlandi Evrópu. Þeir sem 208 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4.TBL. 73.ÁRG. 1997

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.