Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Side 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Side 14
löndum. Nokkur áhrif hafði að í Danmörku var árið 1994 farið að veita fólki í þjónustu ríkisins, sem átti börn undir 9 ára aldri, foreldraleyfi í 6 mánuði til að stemma stigu við atvinnuleysi. I3að leiddi til jtess að fólk vantaði til afleysingarstarfa og að Danir auglýstu eí'tir vinnukrafti í nágrannalöndunum („Skortur“, 1994). l3að ár í'engu 728 sænskir og 42 finnskir hjúkr- unarfræðingar hjúkrunarleyfi í Danmörku (Kesic, 1997). Til samanburðar fengu 8 útlendingar staðfest- ingarleyfi til hjúkrunarstarfa hér á landi árið 1996, allt Evrópubúar, |>ar af helmingur frá Norðurlönd- um (Gyða Theodórsdóttir, 1997). A 28. stjórnarfundi SSN í Helsingfors í september 1994 hvöttu Danir til jiess að öll aðildarfélög SSN at- huguðu aðild starfandi norrænna hjúkrunarfræðinga að fag-/stéttarfélögum í hverju landi og að reynt yrði að tryggja að |teir gengju í félögin. I kjölfar fundarins hvatti Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga félagsmenn sína, sem voru í starfi erlendis, til að sækja um aðild í stéttarfélagi hjúkrunarfræðinga í viðkomandi landi í fréttablaði sínu („Hjúkrunarfræðingar“, 1994). 011 félögin gefa hjúkrunarfræðingum kost á aukaaðild og laígri félagsgjöldum í heimalandinu á meðan þeir dveljast erlendis. 1 félagaskrá Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga voru til upplýsingar uin fjölda félagsmanna búsettra í útlöndum. Hins vegar voru bvorki til upplýsingar um ástæður brottflutnings þeirra frá Islandi né viðfangs- efni þeirra í búsetulandinu. Til að bæta úr Jjví sóttu undirritaðir starfsmenn Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga um leyfi til að gera könnun á ástæðum bú- ferlaflutninga, viðfangsefnum og aðstæðum íslenskra hjúkrunarfræðinga erlendis. Leitað var svara við eft- irfarandi spurningum: 1. Hvers vegna flytja íslenskir hjúkrunarfræðingar til litlanda? 2. Ilver eru viðfangsefni íslenskra hjúkrunarfræð- inga í útlöndum? 3. Hvernig er menntun íslenskra hjúkrunarfræðinga metin í útlöndum? 4. Eru laun íslenskra hjúkrunarfræðinga í útlöndum sambærileg við j)að sem gerist hér á landi? 5. Eru íslenskir hjúkrunarfræðingar í útlöndum fé- lagar í fagfélagi búsetulandsins? 6. Getur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga jijónað félagsmönnum sínum í útlöndum öðruvísi eða betur en nú er gert? Efniviður og aðferðir 1 lok árs 1995 voru félagar í Félagi íslenskra hjúkr- unarfræðinga alls 2733. I úrtaki könnunarinnar voru allir þeir 158 lélagar sem bjuggu erlendis í árslok 1995 og veittu uj)])lýsingar um póstfang sitt, J>ar af 154 konur og4 karlmenn. Tæp 6% allra félagsmanna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga voru J>ví skráðir í útlöndum ]>egar könnunin var gerð. Til samanburð- ar voru skv. læknaskrá 1995 30% íslenskra lækna starfandi erlendis í árslok 1994 (Landla:knisembætt- ið, 1995). Forprófaður spurningahsti var sendur út í ársbyrjun 1996 ásamt frímerktu umslagi fyrir svörin. Alls bárust 118 svör eða frá 75% þeirra sem fengu list- ann sendan. Svarendur voru langflestir kvenkyns eða 97%. Aldursdreifing hjúkrunarfræðinganna var frá 26 til 78 ára og meðalaldur var 41 ár. Tuttugu og fimm (21%) áttu ekkert barn en barnafjöldi þeirra 93 (79%) sem áttu börn var frá 1 upp í 5. Giftir eða í sambúð voru 98 (84%). Jafnmargir eða 56 böfðu lokið hjúkrunarnámi frá hjúkrunarskóla á framhaldsskólastigi og báskólastigi á íslandi; 54 (46%) Háskóla íslands, 52 (44%) frá lljúkrunarskóla Islands, 4 (3%) frá Nýja hjúkrunar- skólanum, 2 (2%) frá Háskólanum á Akureyri og 5 (6%) frá erlendum skólum. Búseta hjúkrunarfræðinganna var sem hér segir: 30 bjuggu víðs vegar í Bandaríkjunum, 30 í Svíjjjóð, 22 í Danmörku, 17 í Noregi, 18 í öðrum Evrópulönd- um og I í Afríku. Þeir böfðu flutt frá Islandi á tímabil- inu 1947 til 1995, flestir síðustu fjögur árin fyrir fram- kvæmd könnunarinnar eða 54. Rúmlega 20% bjugg- ust við að búa erlendis til frambúðar, tæplega 30% ætl- uðu að ílytja heim að nokkrum tíma liðnum en tæp- lega helmingur vissi ekki hve dvöhn ytra yrði löng. Tíminn, sem hjúkrunarfræðingarnir bjuggust við að dveljast erlendis, reyndist óháður búsetulandinu, frá fáum mánuðum og upp í 17 ár. Meðaltalið var 5,7 ár. Niðuxstöðux Ástædur búferlaflutninga Mikilvægustu ástæður fyrir búferlaílutningi hjúkrun- arfræðinganna koma fram á mynd 1. Aðrar ástæður voru t.d. erlent þjóðerni hjúkrunarfræðinganna, ætt- artengsl og trúboð. Ekki reyndist vera marktækur munur á ástæðum búferlaflutninga eftir J>ví hvað J>átt- takendur bjuggust við að búa lengi erlendis, við hvaða skóla grunnnám var stundað eða hvort hjúkrunar- fræðingarnir höfðu lokið sér- eða framhaldsmenntun. Hjúskaparstaða liafði mikil áhrif á ástæður búferlaflutninga. Astæður meirihluta Jjeirra sem voru giftir eða í sambúð tengdust námi, starfi eða þjóðerni maka (p < 0,05). Þeir sem fóru vegna maka hafa flestir flutt út á síðasta áratug (dreifigreining < 0,05 og p < 0,05). Munur var á ástæðum fyrir búferlaflutningum eftir aldri hjúkrunarfræðinganna en enginn þeirra sem fæddist fyrir 1941 fór utan vegna eigin starfs, náms eða til að breyta til. llins vegar gáfu 7 (44%) af þeim 16 sem fæddust á árunum 1941-1950 slíkar ástæður en aðeins 8 (14%) þeirra 57 sem fæddust á árunum 1951-1960 og 9 (28%) þeirra sem yngri voru. Atbugað var hvort fjöldi og aldur barna hefðu áhrif á ástæður utanfarar. Reyndist fjöldi barna skij>ta máh en ekki aldur barna. Hjúkr- 206 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4.TBL. 73. ÁRG. 1997

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.