Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 27
Og lyktin af þeim var svo stæk að það Ieið yfir Florence, en það versta var eftir: I þann mund er skipið á að létta akkerum fær Charles hugboð um að ekki sé allt með felldu. Hann tekur skipstjórann tali og verður þess áskynja að skipið á að sigla beinustu leið til Englands án viðkomu í Skutari! Hann og fylgdarlið varð ekki höndum seinna að flytja Flor- ence, jafn veikburða og hún var, aftur í land og síðan yfir í annað skip ... Charles og hitt fólkið lagði sig allt að því í lífs- hœttu við að koma mér frá borði. En ráðagerðir Halls lœknis um að losa sig endanlega við mig urðu að engu! * Stormur geisaði á Svartahafi meðan á ferðinni stóð. Florence var sjóveilt og örmagna þegar hún loks lcom aftur til Skutari. Hún gat ekki talað og ekki hreyft legg né lið. Það var gjörbreytt kona og tærður líkami sem nú var borinn á land. Hermenn með társtokkin augu fylgdu börunum sem hún lá í upp að íbúðarhúsi herprestsins þar sem hún átti að búa fyrst um sinn og reyna að ná kröftum aftur. Utsýni frá hásinu var yjir Bosporussund. Fegursta útsýni í heimi! En ég hafði ekki fyrr haft tíma til að virða það fyrir mér. Allir lögðust á eitt til að Florence gæti notið friðar og kyrrðar og náð heilsu á ný. Einn morguninn komu tveir hermenn með litla uglu til mín. Þeir sögðu að hún héti Aþena. Eg liafði einhvern tíma sagt þeim frá litlu uglunni minni sem ég átti heima. Sidney Herbert sendi mér lítinn kjöltu- rakka alla leið frá Englandi! Ein hermannakonan setti litla barnið sitt í leikgrind inn til mín, það held ég að hafi verið það besta af öllu sem fyrir mig var gert. Vikurnar liðu og þegar sumri hallaði hafði Flor- ence náð heilsu aftur. En hún varð aldrei jafn sterk og hún hafði verið áður. Krímveikin, sem nú er talið að hafi verið taugaveiki, markaði sín spor það sem eftir var ævinnar. Fjölskylda Florence heima á Englandi skrifaði henni og sárbændi hana um að koma heim að minnsta kosti um stundarsakir, en eins og Flo skrifaði Pop: „Ef égfer nú er allt unnið fyrir gýg því óðar mun sækja aftur í fyrra horf. Það er svo margt sem enn þá er ógert.“ Nokkrir vina Florence fóru heim þetta sumar, þar á meðal Selina og Charles Bracebridge. Þau höfðu haldið lit að vera eystra í níu mánuði og stutt Flor- ence eins og þau gátu jafnt á nóttu sem degi. En nú gátu þau ekki meir. Þetta var áfallfyrir mig en ég skildi þau vel. Heima á Lea Hurst var efnt til fjölskylduráð- stefnu. Hver gæti farið og aðstoðað Flo? Það reyndist vera Mai frœnka sem ávallt hefur verið mér lijartfólgin, hún kom í september. Mai frænka var gráti næst þegar hún sá Florence fyrst og hún skrifaði heim: „Hún var líkust litlu barni, fallega hárið stuttklippt, föl og torkennileg eftir veikindin. En hún slær ekki slöku við starfið. Vinnudagur minn er átján klukkutímar en ég er smeyk um að hennar sé enn lengri. Guð má vita hve- nær hún sefur eða nærist. Eg sárbæni hana um að taka sér hvíld ...“ Mér var það ógerlegt, verkefnin sýndust vera jafn mikil og þegar ég kom hingað fyrst. En það var auðvitað vegna þess að Florence setti sér sífellt ný og ný markmið til að keppa að. Sumarið 1855 skrifaði hún heim: „Mér verður stöðugt betur Ijóst í hverju skelfing- ar þessa stríðs eru fólgnar. Ekki sárum og blóði, hitasótt og hungri eða kulda. Það er drykkjuskapur og ruddaháttur þeirra sem eru óbreyttir hermenn og undirlœgjuháttur, klíkuskapur og miskunnarleysi hjá þeim sem eru yfir þá settir.“ Þegar haustaði hljóðnaði við víglínuna. Sevasto- pol var að lokum yfirunnin, enn leið þó hálft ár þar til friðarsamningar hófust. Enn einu sinni varð það líf og velferð hermann- anna sem það kom niður á. Nú reikuðu þeir bara um með skrílslátum og reyndu að drepa tímann í óvist- legum herbúðunum með brennivínið sem einasta haldreipið - og jafnframt sinn mesta óvin. Drykkjan var yfirgengileg, hermennirnir lágu ofurölvi í knæp- unum og á víð og dreif úti við. „Dauðadrukknir“ er rétt lýsing því þeir dóu bein- línis af drykkjunni. Brennivínið, sem þeir drukku, var blátt áfram eitur. En sennilega var það eins og vera bar því enginn lyfti svo mikið sem litla fingri til að ráða bót á því. Liðsforingjarnir voru kuldalegir og þóttafullir. Þeir áttu aðeins eitt orð yfir hermennina: Skepnur - og ekki var annars að vænta af skynlausum skepn- um. Florence var um megn að horfa upp á þetta. Eg hafði ekki œtlað að bjarga þeim úr dauðans greipum í sjúkrahúsinu til þess að þeir fœru síðan TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4.TBL. 73.ÁRG. 1997 219
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.