Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 18
búsetulandi sínu. Þeir sem bjuggu í Danmörku voru flestir í danska félaginu eða nærri 90% en af þeim sem ltjuggu í Bandaríkjunum voru innan við 30% í bandarísku fag- eða stéttarfélagi. Astæður fyrir þess- um mun geta verið margar. Ríkjandi hefð og mismun- andi viðfangsefni hjúkrunarfræðinganna eftir lönd- um ráða þar líklega mestu. Á Norðurlöndum voru flestir í starfi enda auðvelt að fá bjúkrunarleyfi. Félagsaðild skiptir starfandi hjúkrunarfræðinga máli á Norðurlöndum vegna kjarasamninga og ýmissa upplýsinga sem félögin veita. I Bandaríkjunum voru hlutfallslega fleiri hjúkrunarfræðingar í námi eða heimavinnandi og skiptir félagsaðild væntanlega minna máli fyrir þá. Stéttarvitund norrænna hjúkr- unarfræðinga er einnig sterk og þar með félaga- samtök þeirra. Stéttarfélög eins og þau gerast á Norðurlöndum þekkjast vart í Bandaríkjunum. Allir hjúkrunarfræðingarnir í könnuninni haí'a haldið tryggð við íslenska félagið þrátt fyrir langa útivist. Ánægjulegt er að sjá að ástæður flestra fyrir félagsaðild tengjast faglegum og félagslegum málefn- um. Oskir um aukið upplýsingastreymi verða vænt- anlega teknar til athugunar hjá félaginu. Starfsfólk félagsins hefur lagt upp úr því að sinna upplýsinga- skyldu sinni vel og þykir miður ef misbrestur reynist þar á. Nokkrir svarenda töldu mikilvægt að Félag ís- lenskra hjúkrunarfræðinga reyndi að styðja við bak félagsmanna sinna erlendis og auka veg og vanda ís- lenskra hjúkrunarfræðinga í öðrum löndum. Félagið tekur þátt í margs konar fjölþjóðlegu samstarfi þar sem reynt er að koma málefnum, sem varða íslenska hjúkr- unarfræðinga, og sjónarmiðum þeirra á framfæri. Nokkrir þátttakendur vildu að félagið safnaði upplýsingum um íslenska hjúkrnnarfræðinga erlend- is og hagi þeirra. Þessi könnun er einmitt tilraun til þess að afla upplýsinga og heimilda um félagsmenn í öðr- um löndum. Yonandi verður hægt að byggja á þessari frumraun í framtíðinni þannig að hún megi að gagni koma í starfi félagsins og til samanburðar síðar. Hjúkrunarstarfið er búið bæði kostum og göllum eins og önnur störf. Kostirnir eru að hjúkrun er oftar en ekki slcemmtilegt starf sem byggist á mannlegum samskiptum, er hægt að stunda víðs vegar um heim- inn og gefur möguleika á sveigjanlegum vinnutíma. Hjúkrun krefst ákveðins hugsunarháttar, góðs hjartalags og færni til munns og handa til að tryggja góðan árangur og farsæl samskipti við alla sem hjúkrunarfræðingar hitta í starfi sínu. Okostirnir eru hins vegar gjarnan taldir lág laun fyrir starf sem oft er líkamlega og andlega erfitt og lág virðingar- staða stéttarinnar. Allt hefur þetta áhrif á lífsferil hjúkrunarfræðinga. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir í viðtali í Yeru fyrr á þessu ári (Súsanna Svavarsdóttir 1997): „Það er nú svo að okkur er öllum markaður rammi í lífinu - misrúmur eftir efnum og aðstæðum - en við getum alltaf verið gerendur innan þessa ramma og reynt að útvíkka hann; reynt að ýta úr vegi þeim hindrunum sem á vegi okkar verða. Hver einasta kona er gerandi í sínu lífi, jafnvel þótt hún eigi fárra kosta völ og þótt það sé erfitt, þá verður luin að setja sér stefnu.“ Hverjar sem ástæður okkar eru til að velja ákveðið starf og búsetu er alltént mikilvægt að við gerum okk- ur grein fyrir þeim og að þær séu í samræmi við þá stefnu sem við liöfum sett okkur í lífinu. Tilgangur þessarar könnunar var að afla grunnupp- lýsinga um hagi íslenskra hjúkrunarfræðinga í út- löndum með það að markmiði að bæta þjónustu Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Niðurstöður henn- ar gefa mikilvæga innsýn í hagi íslenskra hjúkrunar- fræðinga sem búa erlendis, ástæður búferlaflutninga þeirra og hugmyndir um hvernig íélagið geti bætt þjónustu sína við þá. Niðurstöðurnar gefa íslenskum hjúkrunarfræðingum einnig tækifæri til að velta fyrir sér ákveðnum þáttum sem varða starfið og stéttina. Erum við þar sem við viljum vera? Hvar viljum við vera eftir 10 ár? Þakkir Auk þátttakenda í könnuninni og forprófi fyrir hana fær samstarfsfólk hjá Félagi íslenskra hjúkrunar- fl-æðinga sérstakar þakkir fyrir stuðning, þolinmæði og aðstoð við að vinna verkefnið. Þá viljum við þakka starfsfólki Félagsvísindastofnunar fyrir töl- fræðiúrvinnslu og dr. Kristínu Björnsdóttur, dr. Hólmfríði Gunnarsdóttur og dr. Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur fyrir yfirlestur og góð ráð. Ileimildir Erla Dóris Halldórsdóttir (1996). Koma yfirhjúkrunarkonu Holdsveikra- spítalans. Tímarit hjúkrunarfrœðinga, 72, (4), 187 - 192. Félagsvísindastofnun (1996). Könnun á ofbeldi gagnvart starfsfólki ílieil- brigðis- og félagsþjónustu, II. hluti, IV. kafli - Hjúkrunarfrœðingar. Reykjavík: Háskóli Islands. Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon (1997). Atvinnuskijiting og vinnuafl. Hagskinna - sögulegar hagtölur um lsland (bls. 216). Reykjavík: Ilagstofa Islands. Gyða Theodórsdóttir (1997). Munnlegar upplýsingar frá heilbrigðisráðu- neytinu. Hjúkrunarfræðingar sem starfa erlendis. (1994, nóv.). Fréttablað Félags íslenskra hjúkrunarfrœðinga, 1(5), 20. Kesic, H. (1997). Mange rejser hjem, inen ingen fortryder - om finske og svenske sygeplejersker i Danmark. Arbejdsliv i Norden, 11(1), 10 - 11. Landlæknisembættið (1995). Læknaskrá 1995. Heilbrigðisskýrslur (1), 6-3. María Pétursdóttir (1969). Hjúkrunarsaga. Reykjavík: María Pétursdóttir. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir (1996). Islenskt [ijóðfélag, kvennabar- átta og ímynd hjúkrunar. Tímarit hjúkrunarfrœðinga, 72, 182-185. Skortur vegna foreldraorlofs - Danir auglýsa eftir íslenskum hjúkrunar- fræðingum í fréttabréfi (1994, 5. ágúst). Morgunblaðið. SSN (1994). Protokoll fra SSNs styrem0te 28. september 1994 pá Marina Congress Center i Helsingfors. Oslo: Sygeplejerskers Samarbejde I Norden. SSN (1996). Nordiske sygeplejerskers Ipn- og ansœttelsesforhold. Syge- plejerskers Samarbejde i Norden, Dansk Sygeplejerád. Stéttarfélag verkfræðinga (1996). Kjarakönnun 1996. Reykjavík: Stéttarfélag verkfraiðinga. Súsanna Svavarsdóttir (1997). Konur eru gerendur í eigin lífi.Viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Vera - tímarit um konur og kvenfrelsi, 16 (1), bls. 24 - 29. Ymislegt. (1926). Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna, 2(1), 3. 210 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4.TBL. 73. ÁRG. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.