Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 26
landi. Ekki var tekið fram að hún ætti einnig að hafa
umsjón með sjúkraskýlunum á Krím og Krím var í
Rússlandi en ekki Tyrklandi. Af þeim sökum gat Hall
læknir einfaldlega sagt henni að þarna hefði hún
ekkert að gera, hann skorti umboð til að hýsa hana
og honum bæri ekki á nokkurn hátt skylda til að sjá
henni eða fylgdarliði hennar fyrir mat.
1 marga klukkutíma stóð ég fyrir utan skála liðs-
foringjanna og beið í nœturkuldanum. Egfannfyrir
óvild þeirra og hatri í minn garð. Mér hafði orðið
það á sem þeir myndu aldrei fyrirgefa mér, ég hafði
afhjúpað ódugnað þeirra og siðleysi - eða eins og
Sutherland lœknir hafði sagt - að þeir sendu lier-
mennina í opinn dauðann. Nú var hefndin þeirra og
ég held að þeir hafi átt þá ósk heitasta að brenna
mig á báli eins og hverja aðra galdranorn. En þeir
gerðu sér ekki Ijóst að þeir myndu ekki losna við tnig
því ég hafði bœði drottninguna og ensku þjóðina að
bakhjarli.
Ofan á varð að Florence hélt til um horð í „Robert
Low“ og hún ásetti sér að kyngja öllum móðgunum.
Hún naut stuðnings Sutherlands og Soyers sem vildi
allt fyrir hana gera, en ekki síst frú Roberts er var
ein allra besta hjúkrunarkonan. Florence hóf þegar í
stað að athuga sjúkraskýlin og reyndist aðstaðan þar
vera álíka ófullkomin og lnin hafði verið í Skutari.
Að fáum dögum liðnum var hún byrjuð að gera áætl-
anir um nýja skála og hetra eldhús, reglur um hjúkr-
unina og umgengisreglur fyrir hjúkrunarsysturnar.
Það síðasttalda var ekki síst áríðandi. En Hall læknir
hafði fylkt sínu liði!
Fyrir hópi „systranna“ var ein sem hafði komið
hingað með ungfrú Stanley. Hún sagði það hreint út
að henni hefði aldrei fallið nafnið mitt, Nightingale,
og af því leiddi að hún gœti ekki heldur þolað mig.
Auk þess myndi hún ekki hlyða mér því miklu eðli-
legra vœrlfyrir konu að taka við skipunum frá karl-
manni. Þessu var Hall lœknir alveg sammála.
Ovild og slúður var landlægt meðal hjúkrunar-
kvennanna þarna ekki síður en í Skutari, hversu
kurteisar og kristilegar sem þær annars virtust vera.
Eitt af því semflaug um var að ég hefði franskan
kokk til þess að framreiða daglega handa mér
þríréttaðan málsverð á meðan ég létifleygjafáeinum
kjöttœtlum í aðra. Margt annað var með sama
sniði...
En Florence var ekki á því að gefast upp. Hér líkt
og í Skutari sat lnin hverja lausa stund við heð deyj-
andi hermanna.
Uns hún eitt kvöldið kom um horð örþreytt og
kvalin. I miðju samtali féll hún skyndilega í yfirlið.
Læknir var sóttur og hann kvað upp þann úrskurð
að „ungfrú Nightingale hefði fengið Krímveikina.“
I Balaklava komst allt í uppnám. Ákveðið var að
hún skyldi flutt í land og í Hallarkapelluna sem stóð
uppi á hæð, þar var loftið heilnæmara en niðri við
höfnina. Fjórir hermenn háru hana á sjúkrabörum
og þó leiðin væri ekki löng var mörgum sinnum skipt
um burðarmenn svo að sem flestir ættu þess kost að
votta henni virðingu. Florence var þegar hér var
komið fárveik, með háan hita og óráði. Sorg ríkti
meðal hermannanna í Balaklava. Þegar hermennirn-
ir í Skutari fréttu að hún væri veilc „sneru þeir sér
undan og táruðust og voru þeir þó ekki af viðkvæm-
ustu tegund“ skrifaði einn undirforingjanna heim til
Englands.
I meira en tvær vikur var Florence á milli heims
og helju og með óráði. Hún vildi hafa blýant í hend-
inni og í hitasóttaróráði skrifaði hún ótal athuga-
semdir: Henni fannst herbergið vera l’iillt af fólki sem
krafðist þess að fá afhent flest sem nöfnun tjáir að
nefna, að höfuðið á henni væri orðið að vél, að óður
maður frá Persíu heimtaði af henni þrjátíu þúsund
pund! Hún var ekki kyrr eitt augnahlik, hitinn hélst
og hún virtist vera við dauðans dyr. Gráti nær varð
frú Roberts að klippa af henni hárið, sem var bæði
mikið og l’allegt, því ómögulegt var að greiða það. Dag
og nótt beið fólk með mikilli eftirvæntingu og öllum
létti mikið þegar tilkynnt var: Hættan er liðin hjá!
Ungfrú Nightingale er að komast yfir veikindin.
Kvöld eitt þegar hún var á batavegi kom einmana
riddari, huhnn stórri yfirhöfn, að húsinu þar sem
hún lá og drap á dyr. Frú Roberts fór til dyra og
sagði: „Uss, hafið ekki svona liátt, liver eruð þér?“
„Eg er aðeins hermaður sem hefur þeyst langa leið til
})ess að hitta hana. Ilún þekkir mig, segið aðeins að
ég heiti Raglan.“ Þarna var yfirmaður alls heraílans,
Raglan lávarður, kominn til að hitta Florence. Þetta
varð í síðasta skiptið sem þau sáust því nokkrum
vikum síðar lést Raglan lávarður gjörsamlega útslit-
inn af þeirri miklu áhyrgð sem honum liafði verið
lögð á herðar.
Heima í Englandi vöktu veikindin gífurlega
athygli. Móðir hennar skrifar henni: „Við höfum
verið skelfingu lostin, þú ert svo langt í burtu og
hefur verið svo veik. En í dag lesum við í blöðunum,
okkur til mikillar hughreystingar, að Raglan lávarð-
ur hafi sent skeyti um að ])ú sért á batavegi!“
För mín til Krím varð lieldur óyndisleg. Það eina
sem kom út úr henni var að uppgötva að Balaklava
er full af óhreinindum og lús, spillingu og rógburði.
Svo veiktist ég og þá var ekki um annað að rœða en
fara aftur til baka til Skutari.
Florence var niðurbrotin eftir veikindin. Hún gat
ekki matast af sjálfsdáðum, röddin hafði brostið og
hún talaði í liálfum hljóðum. Charles Bracebridge
hafði samstundis komið frá Skutari til að aðstoða
hana og hún hafði fulla þörf fyrir hjálp hans. Dálítið
undarlegt gerðist þegar hún var að leggja af stað.
Hall læknir ætlaði að útvega henni farkost yfir
Svartahafið til Skutari. Um fleiri en eitt skip var að
ræða og hann valdi „Jura“ vegna þess að þar væri
hlýjast. Með mikilli fyrirhöfn var Florence komið um
horð, skipið hafði rétt í þessu losað farm af hestum
218
TIMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4.TBL. 73.ÁRG. 1997