Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 29
MINNING Guðríður Jónsdóttir Guðríður Jónsdóttir fæddist 10. maí 1903 að Seglbúðum, Kirkjubæjarhreppi, V.-Skal'ta- felssýslu og ólst þar upp. Haustið 1923 var liún í Alþýðuskólanum að Eiðum. Síðari hluta vetrar veiktust margir nemendur af inflúensu og þrír fengu lungnabólgu. Var J)á benni ásamt tveimur piltum falið að hjúkra þeim undir handleiðslu héraðshjúkrunarkonunnar. Guð- ríður sagði svo l'rá að þarna liefði hún fundið til vanhæfni sinnar við hjúkrunarstörfin og þetta varð kveikjan að því að bún ákvað að læra hjúkrun. Hjúkrunarfélag Is- lands var á þessum tíma byrjað að taka stúlkur í hjúkrunarnám. Námið tók tvö ár hér á landi en Jiriðja árið var ýmist tekið í Dan- mörku eða Noregi. Voi'ið 1925 lauk Guðríður námi í einkasltóla Blön- dalshjónanna í Mjóanesi, S.-Múla- sýslu. I maí sama ár hóf hún nám í hjúkrun, ]>á 22 ára gömul. Eftir 6 mánaða reynslutíma ákvað hún að hætta námi liér heima og halda til Danmerkur. Þegar hún ræddi ]>etta við bróður sinn sagði hann: „Held- ur þú ekki að þar geti verið eitt- hvað örðuvísi en þú óskar?“ Þetta þóttu henni skynsamleg rök. hætti við að fara og liélt áfram námi hér heima. Þann 20. desember 1927 hélt hún síðan til Noregs og lauk hjúkrunarnámi við Ullevál sykehus í Osló í janúar 1929. Um þessar mundir var verið að opna Nýja spítalann á Kleppi og sótti hún með hálfum huga um stöðu aðstoðar- hjúkrunarkonu þar. Ilún fékk starfið og var á Kleppsspítala frá 1. júlí 1929 til 15. janúar 1930. Þá lá leiðin til Danmei'kur til frekara náms og að loknu þriggja ára fram- haldsnámi í geðhjúkrun við Vord- inghorg Statshospital hélt hún heim. Hún tók við stöðu forstöðu- konu á Nýja spítalanum á Kleppi 1. febrúar 1933 og starfaði þar til 1. janúar 1964. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar frk. Guðríðar er minnst, er virðing og hlýja í henn- ar garð. Hún var góður stjórnandi og unni starfi sínu. Sjúklingarnir áttu hug hennar allan. Hún vann að málefnum geðsjúkra af lífi og sál og var óþreytandi að leita nýrra leiða til að hjálpa skjólstæðingum sínum. Hún fór til Englands, Bandaríkjanna og Kanada í náms- ferðir og kynnti sér málefni og að- húnað geðsjúkra víða um Evrópu. Þrátt fyrir fordóma og skiln- ingsleysi samferðafólksins liélt hún ótrauð áfram að vinna að málefn- um geðsjúkra. Ilún var stórhuga og mikil baráttukona. Hún skildi þörfina fyrir samhæfingu hugar og handa - sá gagnsemi iðjuþjálfunar og vinnu og vildi að vistmenn hefðu eitthvað fyrir stal'ni sem þjálfaði þá, svo leiðin út í lífið yrði auð- veldari. Frk. Guðríður var hógvær manneskja og lítið gefin fyrir að hæla sjálfri sér eða miklast af verk- um sínum en gleði hennar leyndi sér ekki þegar vel tókst til. Frk. Guðríður var áhugasöm um menntunarmál og hvatti starfs- fólk sitt óspart til að fara í nám og öðlast þekkingu og færni í starfi. Hún var framsýn og hvatti ekki síst unga menn til að læra hjúkrun - en það var nýstárleg hugmynd á þeim tíma - og með þrautseigju sinni og áhuga tókst henni að senda tvo til náms í Danmörku. Hún var einnig hvatamaður að ]>ví að farið var að starfrækja barnaheimili við spítal- ann til að auðvelda hjúkrunar- fræðingum að komast lit á vinnu- markaðinn. Hjúkrunarkonur á Kleppsspít- ala voru lægra launaðar en starfs- systur þeirra á Landspítala fram til ársins 1937. Beitti hún sér fyrir því að jafnrétti næðist, krafðist söinu launa fyrir þær og hjúkrunar- konur á Landspítalanum og hafði sitt fram. Hún tók virkan þátt í félagsmálum - sat í stjórn Hjúkrun- arfélags Islands 1950 og var varaformaður þess 1956 - 1960. Þó frk. Guðríður léti af störfum sem forstöðukona Kleppsspítala var hún ekki sest í helgan stein og enn voru það skjólstæðingar lienn- ar sem áttu hug hennar allan. Fyrrverandi vistmenn á Klepps- spítala, sem voru á leið út í lífið á ný, þurftu samastað - heimili, svo þeir gætu stundað vinnu. Hún lét hugsjónina verða að veruleika og keypti húseign við Reynimel og hélt |>ar himili í sjö og hálft ár frá því í mars 1967. Þar var kominn fyrsti áfangastaðurinn - sambýli, sem al- geng eru í dag. Hún ar sæmd ridd- arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir frábær störf í hjúkrun. Frk. Guðríður var virðuleg ltona, róleg í fasi en ákveðin, hug- myndarík og framsýn, óhrædd við að koma hugsjónum sínum á fram- færi og hrinda þeim í framkvæmd. 1 viðtali við frk. Guðríði ]>egar hún varð 82 ára var hún spurð hvort hún myndi velja sér hjúkrunar- starfið sem ævistarf ef hún mætti velja á ný. Ilún svaraði: „Eg veit ekki,“ en bætti síðan lilæjandi við, „ég gaiti liugsað mér að vera garð- yrkjumaður.“ I vissum skilningi var hún garðyrkjumaður. Það þarf að plægja akurinn, Idúa að fræj- unum og gefa þeim næringu, birtu og yl svo þau geti lifað og dafnað í þessu harðhýla landi. Sínum fræj- um sáði hún í mannssálir og mörg þeirra lifa enn. Um leið og við kveðjum frk. Guðríði, þökkum við henni vel unnin störf, ekki síst hrautryðj- endastörf hennar að málefnum geðsjúkra. Þórunn Pálsdóttir, geðdeild Landspítalans TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4.TBL. 73.ÁRG. 1997 221
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.