Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 20
Afsluttende Elevprgvo den 20'ularts 1931. I. a. Hvad cr Appendicitis? b. Hvilke Symptomer giver appendicitis, og hvilko Symptomer skal Sygeplejersken særlig give Agt paa. c. Hvorledes skal Sygeplejorsken forholde sig overfor en Patic-nt, som hun formoder har Appondicitis, indtil Lægon har tilset Patienten. d. Hvorledes behandles Appendicitis'? II. Paa hvilke iíaador kan on Patient raed Lungetuberkulose smitte sine Oragivelser, og hvad kan Sygeplejorsken g0re for at hindre det? III. Naar Sygeplojorsken staar overfor ot Tilfældo af akut Diarrhoe hos et lillo Barn, hviikc Forholdsrogler skal hun da tage vcd Bleskiftningcn og hvilkon Ernæring b0r hun givo Barnot, inden dct kan korarae under Lægebehandling. Lokapróf sem hjukrunarnemar í viðbótarnámi (suppler- ingu) tóku frá Rigsliospitalet í Kaupmannahöfn áirið 1931. Prófið tók Þorhjörg Jónsdóttir. Prófverkefnið er geymt í skjalasafni Félags íslenskra hjákrunarfrwðinga. Fyrsti íslenski hjúkrunarneminn, sem suppleraði í Danmörku, var Sigi ún Bergmann en hún hélt til Kaup- mannahafnar árið 1901. 1 tímariti danskra hjúkr- unarkvenna, Tidsskrift for Sygepleje frá árinu 1902, kemur fram að yfirlækuir Holdsveikraspítalans á Islandi, dr. Sæmundur Bjarnhéðinsson, hafi mælst til að Sigrún færi í viðbótarnámið til Kaupmannahafnar en Sigrún hafði verið við hjúkrunarnám við Holds- veikraspítalann. Danska hjúkrunarfélagið styrkti nám Sigrúnar nteð því að leggja henni til frítt húsnæði þar ytra. Eftir suppleringuna liafði Sigrún lokið rúmlega þriggja ára hjúkrunarnámi. Sigrún átti síðar eftir að kenna hjúkrunargreinar við Kvennaskólann í Reykja- vík (Erla Dóris Halldórsdóttir, 19961), hls. 40 - 42). Heilbrigðismál í brennidepli Ætla má að þáttaskil liafi orðið í hjúkrunarmálum Islendinga árið 1915 þegar íslenskar konur fengu kosningarétt til Alþingis. 19. júní það ár stofnuðu konur Landsspítalasjóð Islands til minningar um stjórnmálaréttindi kvenna. I ávarpi til kvenna í til- efni dagsins sagði að þar sem starfssvið kvenna hafi „æfinlega verið sérstaklega bundið við líknar- og mannkærleikastörf“ var mælst til að konur hösluðu sér viill á þeim vettvangi (Þjóðskjalasafn Islands, 1915). Á sama tíma hafði sjúkrahúsum einnig fjölgað í landinu og núkill skortur var á lærðum hjúkrunar- konum. Aðeins sjö íslenskar konur höfðu þá lokið hjúkrunarnámi frá sjúkrahúsum erlendis (Iljúkrun- arfélag íslands, 1969).' Islenskir læknar, sem höfðu kynnst störfum þessara kvenna, lofuðu sumir störf þeirra með skrifum sínum í Læknahlaðinu. Fyrsti læknirinn, sem skrifaði um hjúkrunarkvennaskort- inn á Islandi, var Arni Arnason, héraðslæknir í Dala- sýslu. I grein sinni lýsir hann ánægju sinni með störf hjúkrunarkvenna og að skortur sé á þeim til sveita (Arni Arnason, 1915). Fleiri konur fara í hjúkrunamám erlendis A árunum 1916 til 1924 luku tuttugu og tvær íslensk- ar hjúkrunarkonur þriggja ára hjúkrunarnámi víða erlendis, í Danmörku, Englandi, Bandaríkjunum og í Kanada. Flestar luku náminu við sjúkrahús í Kaup- mannahöfn árið 1919. Ekki er ljóst hvort þær fóru til náms erlendis vegna þess að fáar stöður voru í hoði fyrir hjúkrunarnema hér á landi eða hvort þær ein- faldlega völdu sér þessa leið. Holdsveikraspítalinn í Laugarnesi var eini spítalinn á Islandi sem tók hjúkr- unarnema í hjúkrunarnám á fyrsta áratug þessarar aldar ef frá er talin hjúkrunarkennsla Steingríins Matthíassonar, yfirlæknis á Akureyrarspítala, frá ár- inu 1916. Hafði yfirlæknirinn brugðið á það ráð vegna hjúkrunarkvennaskorts þar að kenna stúlkum hjúkrun á fjórum mánuðum (Erla Dóris Halldórs- dóttir, 1996h, hls. 52-53). Alþingi íslendinga veitti fyrsta styrk, 400 krónur, til hjúkrunarnáms erlendis árið 1913. Illutu liann tveir hjúkrunarnemar. Það var ekki nýmæli að Alþingi veitti styrk til náms í útlöndum því að læknar fengu slíka styrki til að aíla sér frekari læknisþekk- ingar erlendis (Alþingistíðindi, 1913). En árið 1923 var tekið fyrir þessa styrki til hjúkrunarnema og kom fram í nefndaráliti um frumvarp til fjárlaga það ár að lítill árangur hefði orðið af styrkjum sem veittir voru hjúkrunarnemum þar sem þeir höfðu ekki lokið náminu ytra eða ílenst þar (Alþingistíðindi, 1923; Alþingistíðindi, 1924). Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarkvenna byrjar aðskipuleggja hjúkrunamám Árið 1919 stofnuðu sex hjúkrunarkonur með sér fé- lag í Reykjavík sem þær nefndu Félag íslenskra hjúkrunarkvenna (F.I.H.).2 Efling hjúkrunarmennt- unnar í landinu hefur að öllum líkindum verið ein I Þær hjúkrunarkonur, sem lokið höfðu hjúkrunarnámi erlendis fyrir 1915, voru Guðný Guðmundsdóttir, Kristín Ingihjörg Hallgrímsdóttir, Astríður Torfadóttir, Þóra J. Einarsson, Sigrún Bergmann, Steinunn Olafsdóttir og Oddný Guðmundsdóttir. Nafn Sigrúnar Bergmann er ekki að finna í Hjúkrunarkvennatalinu og nui ætla að það liafi gleymst. Sjá B.A.ritgerð mína „Upphaf hjúkrunarstéttar á Islandi44, 41-42. 2 I fyrstu fundargerðahók Félags íslenskra hjúkrunarkvenna er ártal frá fyrsta fundi félagsins ekki tilgreint en annar fundur þess var haldinn á Franska spítalanum í Reykjavík 23. jiilí 1920. Samkvæmt þessu er ekki liægt að segja nákvæmlega hvaða ár félagið var stofnað. Samkvæmt grein Christophine Bjarnhéðinsson (1924), einni af stofnendum Félags ís- lenskra hjúkrunarkvenna og fyrrverandi yfirhjúkrunarkonu Holds- veikraspítalans á Islandi, segir orðrétt: „Siden 1920, da Sygeplejerske- foreningen dannedes [...]44. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4.TBL. 73.ÁRG. 1997 212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.