Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 34
Guðn'ni ásamt prófessor Boris Luban-Plozza, formanni
dómnefhdar.
GUÐRÚN EINARSDÓTTIR
verðlauna-
ritgerð
Það var í desember 1995 setn ég sá auglýsingu í
fagblaðinu okkar um Balint-ritgerðarsam-
keppnina. Auglýsingin vakti strax huga minn.
1 henni stóð að skrifa œtti um samband hjúkrunar-
frœðings og skjólstœðings, hvernig sambandið varð
til, hvernig það þróaðist og hvað hjúkrunar-
frœðingurinn lœrði afþví.
Eg hafði nýlega fengið reynslu af
erfiðu sambandi við einn skjólstæð-
ing minn. Ég sá að það myndi vera
gott að skrifa um það til að skilja
enn betur hvað hafði gerst hjá
okkur, mér og skjólstæðingnum.
Þar sem ég er keppnismann-
eskja og peningaverðlaun í hoði
ákvað ég að spreyta mig og hyrj-
aði strax að skrifa. Eg fékk síðan
Ingigerði Guðbjörnsdóttur, hjúkr-
unarfræðing, til að þýða ritgerðina
á ensku og gerði hún það mjög vel.
Eins og reglur keppninnar
sögðu til um skilaði ég ritgerðinni
í apríl 1996. í september fékk ég
síðan bréf frá svissneska Rauða
krossinum þar sem mér var til-
kynnt að ég væri meðal vinnings-
hafa. Mér var boðið að koma til
Ascona í Sviss í október til að veita
verðlaununum viðtöku á sérstöku
þingi sem bar yfirskriftina Þung-
lyndi vorra tíma. Þangað fór ég
styrkt af ritgerðarsamkeppninni
og vinnustaðnum mínum, heilsu-
gæslustöðinni á Seltjarnarnesi.
Er þess var farið á leit við mig
að ritgerðin yrði birt í Tímariti
bjúkrunarfræðinga varð ég að
neita á forsendum þagnarskyld-
unnar, vegna þess hve persónuleg
ritgerðin er fyrir mig, skjól-
stæðinginn og fjölskyldu hans.
Þjóðfélagið okkar er svo lítið og
allir þekkja alla, jafnvel þótt
nöfnum sé breytt. I staðinn ætla
ág að lýsa því hvernig ritgerðin
var hyggð upp og hvað ég lærði
af að vinna hana.
I inngangi segi ég frá vanga-
veltum mínum um hvað mér
finnist hjúkrun vera, hvað það
er að vera faglegur, geta sýnt
kærleika og umhyggjusemi og
hver sé munurinn á hluttekningu
og meðvirkni. Hvers vegna gerð-
ist ég hjúkrunarfræðingur? Var
Jtað af hugsjón? Eða er eðlislægt
eða lært að hugsa um og skynja
Jtarfir annarra?
Síðan greindi ég frá persónu-
legum upplýsingum, náms- og
starfsferli og lýsti núverandi
vinnuskipulagi á heilsugæslustöð-
inni á Seltjarnarnesi. Þar er einn
þátturinn heimahjúkrun sem ég
sinni einn eftirmiðdag í viku. Það
er misjafnt hve mörgum ég Jtai f
að sinna og hve lengi. Skjólstæð-
ingnum, sem ég skrifaði um,
hjúkraði ég í 4 ár. Ég rakti sögu
sambands okkar, hvernig það
byrjaði og lýsti fyrstu vitjuninni.
Skjólstæðingurinn var fullorð-
in kona sem var einmana, ein-
ræn, kvíðin, Jninglynd og einnig
missti hún mann sinn á tímabil-
inu. Hún þurfti að glíma við alls
kyns vandamál andleg, líkamleg
og félagsleg. Mér fannst ég skipta
miklu máli í lífi hennar, studdi
hana af heilum hug og tengdist
henni tilfinningahöndum. Vegna
hennar jmrfti ég að hafa sam-
band við fjölskyldu hennar, sem
var fámenn, við samstarfsfólk
mitt, starfsfólk sjúkrahúsa og vlð
heimilishjálpina. Mér fannst ég
leggja mikið á mig og hún ekki
kunna að meta Jjað. Hjúkrunin
skilaði ekki Jjeim árangri sein ég
hafði vænst. „Hún gerði ekki eins
og ég vildi.“ Smám saman rann
Jjað upp fyrir mér að ég var orðin
meðvirk með konunni.
I ritgerðinni velti ég Jjví upp
hvað lá að baki. Ég gerði mér
grein fyrir að ég átti í erfiðleikum
í einkalífi mínu og sá að ég var
meðvirk með fleirum. Eg skrifaði
um hugleiðingar mínar í Jiví sam-
bandi og tilfinningalega líðan
mína. Ég var lengi meðvituð um
að ég væri orðin meðvirk en vissi
ekki hvert ég átti að leita til að fá
226
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4.TBL. 73.ÁRG. 1997