Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 41
Hjakrunarfrædingar athugið!
Gætið þess að stöður dcildarhjúkrunaríræóings 1 og deildarhjúkrunaríræðings 2
séu fulinýttar á ykkar stofnun fyrir yfirfærslu í nýtt launakerfi.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vill hvetja hjúkrunarfræðinga til að fylgjast með j»ví að stöður deildar-
hjúkrunarfræðings 1 og deildarhjúkrunai’fræðings 2 séu fullnýttar þegar keniur að yiirfærslu yfir í nýtt launa-
kerfi. Samkvæmt núgildandi kjarasamningi eiga 20% almennra hjúkrunafræðinga að vera í stöðu deildar-
hjúkrunarfræðings 1 og 10% almennra hjúkrunarfræðinga að vera í stöðu deildarhjúkrunarfræðings 2.
Þessar stöður voru hugsaðar sem möguleiki fyrir almenna hjúkrunarfræðinga til launaluekkunar og |>a'r
eiga að vera fullnýttar skv. kjarasamningi. Þegar hjúkrunarfræðingar færast yfir í nýtt launakerfi verður
[>ess ga'tt að enginn hekki í launuin Jiannig að ef hjúkrunarfræðingar haí’a fengið ha'kkun uin launaílokk
eða launaflokka vegna stöðu deildarhjúkrunarfræðings 1 eða deildarhjúkrunarfræðings 2 |>á taka j>eir |>á
launahækkun með sér inni í nýtt launakerfi. Hjúkrunarfræðingar taka ]tannig með sér allan sinn „farang-
ur“ inn í nýtt launakerfi og með „farangri“ er j>á átt við j>á launaflokka sem hjúkrunarfræðingar hafa nú,
t.d. vegna stöðu di'ildarhjúkrunarfra'ðings 1 eða deildarhjúkrunarfræðings 2 eða vegna viðhótarmenntunar.
að ]>eii' samningar sem gerðir verða á stofnunum um
forsendur og reglur um röðun hjúkrunarl’ræðinga í
launaflokka verða hluti af kjarasamningi félagsins.
Hlutverk og starfstíml aðlögunamefndar
Aðlögunarnefnd er í raun samninganefnd milli stétt-
arfélags og stofnunar sem hefur ]>að hlutverk að
ljúka kjarasamningsgerðinni á hverjum stað milli fé-
lagsins og viðkomandi stofnunar. Samningar í aðlög-
unarnefnd eru þannig hluti af ltjarasamningi Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Aðlögunarnefndin skal í starl’i sínu taka mið af
skilgreiningum sein eiga við launarammana í mið-
stýrðum kjarasamningi og hafa til hliðsjónar efnis-
atriði í fylgiskjali 2 í kjarasamningnum þar sem sett-
ar eru fram forsendur fyrir röðun starfa (fylgiskjal 2
birtist í heild sinni í síðasta tbl. Tímarits hjúkrunar-
fræðinga). I fylgiskjali 2 er m.a. kveðið á um ]>að að
millistjórnendur skuli að jafnaði raðast í launa-
ramma B og yfirstjórnendur að jafnaði í launaramma
C. Einnig eru þar taldir upp nokkrir þættir sem
aðlögunarnefnd á að hafa til hliðsjónar í sínu starfi,
s.s. staða starfsmanna í skipuriti stofnunar, umfang
verkefna starfsmanna og hæfni, reynsla, færni,
árangur, frammistaða, sjálfstæði og áhyrgð starfs-
manna. Þar er einnig tiltekið að sérstaklega skuli
meta formlegt viðbótarnám sem lokið er með viður-
kenndri prófgráðu.
Skipa átti fulltrúa í aðlögunarnefndir fyrir 1.
ágúst 1997 skv. kjarasamningi við ríki, Reykjavíkur-
horg, Reykjalund og St. Fransiskusspítala og á aðlög-
unarnefnd að vera búin að Ijúka starfi sínu fyrir 31.
október 1997. I kjarasamningum félagsins við aðra
vinnuveitendur eru ]>essar dagsetningar aðeins aðrar,
eða frá 15. september til 30. nóvember. Þannig hefur
aðlögunarnefnd tíinahundið verkefni sem stendur yfir
í 3 mánuði. Þegar því verkefni er lokið er starfi
nefndarinnar lokið. Nú þegar hefur Félag íslenskra
hjúkrunarfræðinga skipað um 70 hjúkrunarfræðinga
af stofnunum um allt land í aðlögunarnefndir á veg-
um félagsins. Félagið og starfsmenn ]>ess munu reyna
að aðstoða þessa hjúkrunarfræðinga eins og mögulegt
er og þess má m.a. geta að fulltrúum félagsins í að-
lögunarnefndum hefur verið hoðið að sækja náms-
keið á vegum Bandalags háskólamanna í september
til að undirbúa sig undir samningastarfið.
Meðferð mála ef ekki tekst samkomulag í aðlögun-
amefnd - úrskurðamefnd
Ef aðlögunarnefnd nær ekki samkomulagi innan þess
tíma sem sem hún hefur til starfa, ]>á skal ágreiningi
vísað til sérstakrar úrskurðarnefndar. Urskurðar-
Kyiming á lífeyrismálum
hjukrunarfræðinga
Munlð að sækja þarf um flutning miHi
lífeyrissjðða fyrir 1. dcscmber 1997
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og
Lífeyrissjóður lijúkrunarfræðinga standa fyrir
el’tirfarandi kynningarfundum um lífeyrismál
hjúkrunarfræðinga. Fundirnir eru haldnir í hús-
næði Félags íslenskra hjúkrunarfra'ðinga að
Suðurlandsbraut 22, 3. hæð:
Þriðjudaginn 16. septemher kl. 16.00
Miðvikiulaginn 15. október kl. 16.00 og kl. 20.00
Fimmtudaginn 6. nóvemher kl. 16.00
Miðvikudaginn 19. nóvemher kl. 20.00
Farið verður yfir helstu atriði í lögum um
Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga og A-deild
Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.
Allir hjúkrunarfræðingar eru hvattir lil að kynna
sér vel hu'kling um Lífeyrissjóð hjúkrunarfra'ð-
inga og A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins
sem dreif’t var l’yrr á þessu ári.
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4.TBL. 73.ÁRG. 1997
233