Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Page 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Page 45
 > Námsbraut í bjúkrunarfræði Viðbótarnám í ki abbameinshjúkrun í haust verður kennt námskeiðið Krabbameins- hjiíkrun II - Krabbamein og forvarnir. Fjallað verður um fyrsta og annars stigs krabbameinsfor- varnir og niðurstöður rannsókna m.t.t. nýtingar í starfi. Lögð verður áhersla á kenningar og hugtök sem útskýra viðhorf og hegðun fólks í tengslum við krabbamein og gerð fræðsluáætlana. Einnig verður umfjöllun um líðan og viðbrögð fólks sem er í áhættu og með einkenni og mögulegan stuðning. • Námskeiöiö er ætlað hjúkrunarfræðingum og mun nýtast öllum sem hjúkra einstaklingum með eða án krabbameins. Gert er ráð fyrir að nemendurnir hafi bakgrunn í aðferðafræði og fræðilegum vinnubrögðum. Námskeiðið er 2 einingar og námsmat mun byggja á hópumræðuverkefni og einstaklingsritgerð. • Kennsia hefst 7. október og lýkur 9. desember. Kennt verður kl. 13.15 - 16.00 á þriðjudögum í stofu 1 í Eirbergi. Þriðjudaginn 7. október hefst kennsla kl. 13.00 með kynningu á námskeiðinu. • Umsjón hefur Nanna Friðriksdóttir, lektor. • Innritun fer fram í nemendaskrá Háskólans í Aðalbyggingu dagana 1. til 3. október. Skrásetn- ingargjald er kr. 12.000,- fyrir þá sem ekki eru skráðir í Háskóla íslands. Frekari upplýsingar verða veittar á skrifstofu námsbrautar í lijúkrunarfræði í síma 525-4960. Endurmenntunar- stofnun Hí rvám í svæfingahjúkiun, skurðhjúkrtin og gjörgæsluhjúkiun Hjá Endurmenntunarstofnun HÍ munu frá næstu áramótum verða í boði námsleiðir í svæfingahjúkrun, skurðhjúkrun og gjörgæsluhjúkrun í samstarfi við námsbraut í hjúkrunarfræði við HÍ, hjúkrunarstjórn- endur á Landspítalanum og Sjúkrahúsi Reykjavíkur og fagdeildir viðkomandi sérgreina. • Námið verður á háskólastigi og leiðir til klínískrar sérhæfingar í hverri sérgrein fyrir sig en ekki til há- skólagráðu. Við skipulag námsins hefur verið byggt á tillögum fagdeilda sérgreinanna um hvað það þurfi að innihalda. Lögð er áhersla á hagnýtt gildi þess. • Bóklegt nám dreifist á 4 misseri og er miðað við að nemendur geti stundað það með vinnu. Kennslan fer fram í tvo virka daga hálfsmánaðarlega meðal annars til að auðvelda hjúkrunarfræðingum á lands- byggðinni að stunda námið. Sum námskeiðin verða opin fyrir alla hjúkrunarfræðinga sem kunna að hafa áhuga á þeim. Þau verða auglýst í blaði Endurmennt- unarstofnunar. • Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að kynna sér námsleiðirnar því óvíst er hvenær nám í þessum sérgreinum verður aftur í boði. Frekari upplýsingar veitir Hrund Sch. Thor- steinsson hjá námsbraut í hjúkrunarfræði við HÍ, sími 5254986, bréfasími: 5254963. TÖLVUNÁMSKEIÐ FYRIR HJÚKRUNARFRÆÐINGA Internet og Windows 95 Á tveimur 15 klst. námskeiðum verður kennd notkun Windows95 og Internetsins. í Windows hlutanum verður farið í grunnatriði Windows ásamt kynningu á helstu notendaforritum og almennri notkun, s.s. afritun og vistun gagna, stjórnun útprentunar o.fl. I Internet hlutanum verður nemendum kennd notkun Internetsins þannig að þeir verði færir um að nota veraldarvefinn, tölvupóstkerfið og spjallrásir. Námskeið 1: 7., 8., 9., 14. og 16. okt. kl. 13.00 - 16.00 Námskeið 2: 21., 22., 23., 28. og 30. okt. kl. 14.30 - 17.30 Hámarksfjöldi: 15 *Verð: I 1.000 kr. á nemanda. Leiðbeinendur: Eiður Alfreðsson og Ingvar Jónsson Skráning: Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn. Sími: 5554980 • Bréfsími: 5554981 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4.TBL. 73.ÁRG. 1997 237

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.