Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 45
 > Námsbraut í bjúkrunarfræði Viðbótarnám í ki abbameinshjúkrun í haust verður kennt námskeiðið Krabbameins- hjiíkrun II - Krabbamein og forvarnir. Fjallað verður um fyrsta og annars stigs krabbameinsfor- varnir og niðurstöður rannsókna m.t.t. nýtingar í starfi. Lögð verður áhersla á kenningar og hugtök sem útskýra viðhorf og hegðun fólks í tengslum við krabbamein og gerð fræðsluáætlana. Einnig verður umfjöllun um líðan og viðbrögð fólks sem er í áhættu og með einkenni og mögulegan stuðning. • Námskeiöiö er ætlað hjúkrunarfræðingum og mun nýtast öllum sem hjúkra einstaklingum með eða án krabbameins. Gert er ráð fyrir að nemendurnir hafi bakgrunn í aðferðafræði og fræðilegum vinnubrögðum. Námskeiðið er 2 einingar og námsmat mun byggja á hópumræðuverkefni og einstaklingsritgerð. • Kennsia hefst 7. október og lýkur 9. desember. Kennt verður kl. 13.15 - 16.00 á þriðjudögum í stofu 1 í Eirbergi. Þriðjudaginn 7. október hefst kennsla kl. 13.00 með kynningu á námskeiðinu. • Umsjón hefur Nanna Friðriksdóttir, lektor. • Innritun fer fram í nemendaskrá Háskólans í Aðalbyggingu dagana 1. til 3. október. Skrásetn- ingargjald er kr. 12.000,- fyrir þá sem ekki eru skráðir í Háskóla íslands. Frekari upplýsingar verða veittar á skrifstofu námsbrautar í lijúkrunarfræði í síma 525-4960. Endurmenntunar- stofnun Hí rvám í svæfingahjúkiun, skurðhjúkrtin og gjörgæsluhjúkiun Hjá Endurmenntunarstofnun HÍ munu frá næstu áramótum verða í boði námsleiðir í svæfingahjúkrun, skurðhjúkrun og gjörgæsluhjúkrun í samstarfi við námsbraut í hjúkrunarfræði við HÍ, hjúkrunarstjórn- endur á Landspítalanum og Sjúkrahúsi Reykjavíkur og fagdeildir viðkomandi sérgreina. • Námið verður á háskólastigi og leiðir til klínískrar sérhæfingar í hverri sérgrein fyrir sig en ekki til há- skólagráðu. Við skipulag námsins hefur verið byggt á tillögum fagdeilda sérgreinanna um hvað það þurfi að innihalda. Lögð er áhersla á hagnýtt gildi þess. • Bóklegt nám dreifist á 4 misseri og er miðað við að nemendur geti stundað það með vinnu. Kennslan fer fram í tvo virka daga hálfsmánaðarlega meðal annars til að auðvelda hjúkrunarfræðingum á lands- byggðinni að stunda námið. Sum námskeiðin verða opin fyrir alla hjúkrunarfræðinga sem kunna að hafa áhuga á þeim. Þau verða auglýst í blaði Endurmennt- unarstofnunar. • Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að kynna sér námsleiðirnar því óvíst er hvenær nám í þessum sérgreinum verður aftur í boði. Frekari upplýsingar veitir Hrund Sch. Thor- steinsson hjá námsbraut í hjúkrunarfræði við HÍ, sími 5254986, bréfasími: 5254963. TÖLVUNÁMSKEIÐ FYRIR HJÚKRUNARFRÆÐINGA Internet og Windows 95 Á tveimur 15 klst. námskeiðum verður kennd notkun Windows95 og Internetsins. í Windows hlutanum verður farið í grunnatriði Windows ásamt kynningu á helstu notendaforritum og almennri notkun, s.s. afritun og vistun gagna, stjórnun útprentunar o.fl. I Internet hlutanum verður nemendum kennd notkun Internetsins þannig að þeir verði færir um að nota veraldarvefinn, tölvupóstkerfið og spjallrásir. Námskeið 1: 7., 8., 9., 14. og 16. okt. kl. 13.00 - 16.00 Námskeið 2: 21., 22., 23., 28. og 30. okt. kl. 14.30 - 17.30 Hámarksfjöldi: 15 *Verð: I 1.000 kr. á nemanda. Leiðbeinendur: Eiður Alfreðsson og Ingvar Jónsson Skráning: Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn. Sími: 5554980 • Bréfsími: 5554981 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4.TBL. 73.ÁRG. 1997 237
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.