Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 22
einum hjúkrunarnema hefðu æðahnútar á fótum
komið í ljós eftir að hún hóf hjúkrunarnámið hér-
lendis. I bréfi, sem hún skrifaði yfirlækni þessa
hjúkrunarnema, mátti lesa eftirfarandi: „Það getur
ekki komið til mála, að hún sigli ef nokkuð ber á
æðahnútum hjá henni, því hún yrði þá samstundis
endursend heim aftur, þar sem nákvæm læknisskoð-
un fer fram á hjúkrunarnemunum og er sú skoðun
framkvæmd af einhverjum af læknum þess spítala, er
nemarnir eiga að vinna á.“ (Fjelag íslenskra hjúkr-
unarkvenna, 1928a). Var yfirlæknirinn heðinn um að
laga fætur stúlkunnar sem hann og gerði þannig að
hún gat haldið áfram námi sínu (Fjelag íslenskra
hjúkrunarkvenna, 1928b).
TungumálaerfiAeikar
Ekki verður annað séð en að íslensku hjúkrunarnem-
arnir hafi verið vel undir það búnir að takast á við
hjúkrunarstörf sem unnin voru á sjúkrahúsunum í
Danmörku og Noregi en þeim svipaði mikið til þeirra
verka sem voru unnin hér á landi. Þrátt fyrir það
bárust kvartanir frá forráðamönnum sjúkrahúsa í
Danmörku og Noregi þar sem íslensku hjúkrunar-
nemarnir voru við störf (Erla Dóris Halldórsdóttir,
1996a, bls. 105).
Kvartað var undan því hve sumir nemar voru illa
að sér í tungumálum, dönsku og norsku. I bréfi, sem
ein forstöðukona á sjúkrahúsi í Danmörku sem hafði
íslenska hjúkrunarnema í lokanámi, sendi til frú
Sigríðar Eiríksdóttur, formanns F.I.H., árið 1929
sagði meðal annars þetta: „Jeg har været ked af de
store Vanskeligheder vi har haft, fordi de unge
Elever ikke kan forstaa Sproget ...“ (Fjelag íslenskra
hjúkrunarkvenna, 1929). Ilefur það að öllum líkind-
um haft áhrif á samskipti íslensku hjúkrunar-
nemanna við sjúklinga og starfsfólk spítalanna er-
lendis. I pðru bréfi frá framkvæmdastjóra Ríkisspít-
alans, er barst frú Sigríði um svipað leyti og bréf for-
stöðukonunnar, kvartaði framkvæmdastjórinn und-
an því hve íslensku hjúkrunarnemarnir ættu erfitt
með skilja dönskuna (Fjelag íslenskra hjúkrunar-
kvenna, 1928c). I svari Sigríðar til framkvæmda-
stjórans má segja að hún hafi reynt að halda hlífi-
skildi yfir hjúkrunarnemum félagsins og lagt áherslu
á að hún hafi hvatt nemana til að æfa sig í dönsku
áður en þær héldu utan. Að öllum líkindum hefur
framkvæmdastjórinn orðið snortinn af örvænting-
unni í orðum Sigríðar þegar hún skrifaði honum:
„Det hele er virkelig fortvivlende, men De maa bære
over med os i disse Aar Herr Direktor, Dette er jo
den eneste Udvej for os.“ (Fjelag íslenskra hjúkrun-
arkvenna, 1928d). Og þessi orð Sigríðar voru orð að
sönnu því þetta voru einu úrræðin á þessum árum til
að koma hjúkrunarnemum til náms. Þrátt fyrir þessa
erfiðleika luku 32 konur hjúkrunarnámi á vegum
Félags íslenskra hjúkrunarkvenna á árunum 1922 til
1933 (Erla Dóris Halldórsdóttir, 1996a, bls. 92-95).
I þessari grein hefur verið stiklað á stóru um
íslenskar hjúkrunarkonur sem öfluðu sér hjúkrun-
armenntunar erlendis á fyrsta áratug þessarar aldar.
Þar sem sjúkrahús hérlendis voru fá og lítil þurftu
hjúkrunarnemar Félags íslenskar hjúkrunarkvenna
að halda að loknu tveggja ára hjúkrunarnámi á
Islandi til 18 mánaða lokanáms á sjúkrahúsum í
Danmörku og síðar í Noregi til að ná enn frekari
færni í að hjúkra sjúkum. Ekki verður dregið í efa að
þessar konur höfðu mikla hjúkrunarmenntun að
haki og gátu snúið heim stoltar eftir erfiðið. A íslandi
reis upp vel menntuð fagstétt hjúkrunarkvenna.
Heimildir:
Alþingistídindi (1913). A, 1693.
Alþingistíðindi (1923). A, 270, 468.
Alþingistíðindi (1924). B, 766.
Arni Arnason (1915). Hvernig getur hjúkrun komist í betra lag til sveita?
Lœknablaðið, 1( 8), 122.
Christophine Bjarnhjedinsson (1924). Sygepleje paa Island.Tidsskrift for
Sygepleje 24(21), 477.
Erla Dóris Halldórsdóttir (1996a). Koma yfirhjúkrunarkonu Holds-
veikraspítalans. Tímarit hjúkrunarfrœðinga, 72(4), 190.
Erla Dóris Halldórsdóttir (1996b). Upphaf hjúkrunarstéttar ú Islandi.
B.A. ritgerð í sagnfræði við HI, 40-42.
Fjelag íslenskra hjúkrunarkvenna (1919). Fundargerðabók stjórna aðal-
og félagsfunda Félags íslenskra hjúkrunarkvenna 1919 til 8. nóvem-
ber 1929. Odagsettur fundur. Skjalasafn Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga AA/1.
Fjelag íslenskra hjúkrunarkvenna (1920). Fundargerðahók stjórnar
aðal- og félagsfunda Félags íslenskra hjúkrunarkvenna 1919 til 8.
nóvember 1929. Fundur haldinn 23. júlí 1920. Skjalasafn Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga AA/1.
Fjelag íslenskra hjúkrunarkvenna (1922). Bréfaskipti 1922-1928.
Rigshospitalet, 17. maí 1922. Skjalasafn Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga, B/l.l.
Fjelag íslenskra hjúkrunarkvenna (1928a). Bréfaskipti 1922-1928.
Reykjavík, 18. september 1928. Skjalasafn Félags íslenskra hjúkrun-
arfræðinga, B/l.l.
Fjelag íslenskra hjúkrunarkvenna (1928h). Bréfaskipti 1922-1928. Akur-
eyri, 5. október 1928. Skjalasafn Félags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga. Nr. B/l.l.
Fjelag íslenskra hjúkrunarkvenna (1928c). Bréfaskipti 1922-1928. Journal
nr. 28.4/1928. Skjalasafn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, B/l.l.
Fjelag íslenskra hjúkrunarkvenna (1928d). Bréfaskipti 1922-1928.
Reykjavík, 26. októher 1928. Skjalasafn Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga, B/l. 1.
Fjelag íslenskra hjúkrunarkvenna (1929). Bréfaskipti 1929-1932. Den
10.6. 1929. Skjalasafn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, B/2.1.
Hjúkrunarfélag Islands (1969). Hjúkrunarkvennatal. Reykjavík, Hjúkr-
unarfélag Islands.
Sigríður Eiríksdóttir (1944). Avarp á 25 ára afmæli Félags íslenkra
hjúkrunarkvenna. Skjalasafn íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Þjóðskjalasafn Islands (1915). Einkaskjalasafn E. 45. Landsspítalasjóð-
ur. Fjársöfnunarlistar.
^XStjörnu Apótek
Hafnarstræti 91-95 Akureyri
' Sími: 463 0452 Fax: 462 3718
Opið alla virka daga kl. 9-18
214
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4.TBL. 73.ÁRG. 1997