Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 14
löndum. Nokkur áhrif hafði að í Danmörku var árið 1994 farið að veita fólki í þjónustu ríkisins, sem átti börn undir 9 ára aldri, foreldraleyfi í 6 mánuði til að stemma stigu við atvinnuleysi. I3að leiddi til jtess að fólk vantaði til afleysingarstarfa og að Danir auglýstu eí'tir vinnukrafti í nágrannalöndunum („Skortur“, 1994). l3að ár í'engu 728 sænskir og 42 finnskir hjúkr- unarfræðingar hjúkrunarleyfi í Danmörku (Kesic, 1997). Til samanburðar fengu 8 útlendingar staðfest- ingarleyfi til hjúkrunarstarfa hér á landi árið 1996, allt Evrópubúar, |>ar af helmingur frá Norðurlönd- um (Gyða Theodórsdóttir, 1997). A 28. stjórnarfundi SSN í Helsingfors í september 1994 hvöttu Danir til jiess að öll aðildarfélög SSN at- huguðu aðild starfandi norrænna hjúkrunarfræðinga að fag-/stéttarfélögum í hverju landi og að reynt yrði að tryggja að |teir gengju í félögin. I kjölfar fundarins hvatti Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga félagsmenn sína, sem voru í starfi erlendis, til að sækja um aðild í stéttarfélagi hjúkrunarfræðinga í viðkomandi landi í fréttablaði sínu („Hjúkrunarfræðingar“, 1994). 011 félögin gefa hjúkrunarfræðingum kost á aukaaðild og laígri félagsgjöldum í heimalandinu á meðan þeir dveljast erlendis. 1 félagaskrá Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga voru til upplýsingar uin fjölda félagsmanna búsettra í útlöndum. Hins vegar voru bvorki til upplýsingar um ástæður brottflutnings þeirra frá Islandi né viðfangs- efni þeirra í búsetulandinu. Til að bæta úr Jjví sóttu undirritaðir starfsmenn Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga um leyfi til að gera könnun á ástæðum bú- ferlaflutninga, viðfangsefnum og aðstæðum íslenskra hjúkrunarfræðinga erlendis. Leitað var svara við eft- irfarandi spurningum: 1. Hvers vegna flytja íslenskir hjúkrunarfræðingar til litlanda? 2. Ilver eru viðfangsefni íslenskra hjúkrunarfræð- inga í útlöndum? 3. Hvernig er menntun íslenskra hjúkrunarfræðinga metin í útlöndum? 4. Eru laun íslenskra hjúkrunarfræðinga í útlöndum sambærileg við j)að sem gerist hér á landi? 5. Eru íslenskir hjúkrunarfræðingar í útlöndum fé- lagar í fagfélagi búsetulandsins? 6. Getur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga jijónað félagsmönnum sínum í útlöndum öðruvísi eða betur en nú er gert? Efniviður og aðferðir 1 lok árs 1995 voru félagar í Félagi íslenskra hjúkr- unarfræðinga alls 2733. I úrtaki könnunarinnar voru allir þeir 158 lélagar sem bjuggu erlendis í árslok 1995 og veittu uj)])lýsingar um póstfang sitt, J>ar af 154 konur og4 karlmenn. Tæp 6% allra félagsmanna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga voru J>ví skráðir í útlöndum ]>egar könnunin var gerð. Til samanburð- ar voru skv. læknaskrá 1995 30% íslenskra lækna starfandi erlendis í árslok 1994 (Landla:knisembætt- ið, 1995). Forprófaður spurningahsti var sendur út í ársbyrjun 1996 ásamt frímerktu umslagi fyrir svörin. Alls bárust 118 svör eða frá 75% þeirra sem fengu list- ann sendan. Svarendur voru langflestir kvenkyns eða 97%. Aldursdreifing hjúkrunarfræðinganna var frá 26 til 78 ára og meðalaldur var 41 ár. Tuttugu og fimm (21%) áttu ekkert barn en barnafjöldi þeirra 93 (79%) sem áttu börn var frá 1 upp í 5. Giftir eða í sambúð voru 98 (84%). Jafnmargir eða 56 böfðu lokið hjúkrunarnámi frá hjúkrunarskóla á framhaldsskólastigi og báskólastigi á íslandi; 54 (46%) Háskóla íslands, 52 (44%) frá lljúkrunarskóla Islands, 4 (3%) frá Nýja hjúkrunar- skólanum, 2 (2%) frá Háskólanum á Akureyri og 5 (6%) frá erlendum skólum. Búseta hjúkrunarfræðinganna var sem hér segir: 30 bjuggu víðs vegar í Bandaríkjunum, 30 í Svíjjjóð, 22 í Danmörku, 17 í Noregi, 18 í öðrum Evrópulönd- um og I í Afríku. Þeir böfðu flutt frá Islandi á tímabil- inu 1947 til 1995, flestir síðustu fjögur árin fyrir fram- kvæmd könnunarinnar eða 54. Rúmlega 20% bjugg- ust við að búa erlendis til frambúðar, tæplega 30% ætl- uðu að ílytja heim að nokkrum tíma liðnum en tæp- lega helmingur vissi ekki hve dvöhn ytra yrði löng. Tíminn, sem hjúkrunarfræðingarnir bjuggust við að dveljast erlendis, reyndist óháður búsetulandinu, frá fáum mánuðum og upp í 17 ár. Meðaltalið var 5,7 ár. Niðuxstöðux Ástædur búferlaflutninga Mikilvægustu ástæður fyrir búferlaílutningi hjúkrun- arfræðinganna koma fram á mynd 1. Aðrar ástæður voru t.d. erlent þjóðerni hjúkrunarfræðinganna, ætt- artengsl og trúboð. Ekki reyndist vera marktækur munur á ástæðum búferlaflutninga eftir J>ví hvað J>átt- takendur bjuggust við að búa lengi erlendis, við hvaða skóla grunnnám var stundað eða hvort hjúkrunar- fræðingarnir höfðu lokið sér- eða framhaldsmenntun. Hjúskaparstaða liafði mikil áhrif á ástæður búferlaflutninga. Astæður meirihluta Jjeirra sem voru giftir eða í sambúð tengdust námi, starfi eða þjóðerni maka (p < 0,05). Þeir sem fóru vegna maka hafa flestir flutt út á síðasta áratug (dreifigreining < 0,05 og p < 0,05). Munur var á ástæðum fyrir búferlaflutningum eftir aldri hjúkrunarfræðinganna en enginn þeirra sem fæddist fyrir 1941 fór utan vegna eigin starfs, náms eða til að breyta til. llins vegar gáfu 7 (44%) af þeim 16 sem fæddust á árunum 1941-1950 slíkar ástæður en aðeins 8 (14%) þeirra 57 sem fæddust á árunum 1951-1960 og 9 (28%) þeirra sem yngri voru. Atbugað var hvort fjöldi og aldur barna hefðu áhrif á ástæður utanfarar. Reyndist fjöldi barna skij>ta máh en ekki aldur barna. Hjúkr- 206 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4.TBL. 73. ÁRG. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.