Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Page 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Page 27
0-10) til að meta styrk verkjanna og hvetja þá til að láta vita ef verkjameðferðin er ófullnægjandi. Staðsetning leggjar. Þegar meðferð er hafin og í hvert skipti sem stökum skammti af lyfi er dælt í epidúral legg er athugað hvort leggurinn liggi í epidúral bilinu. Þetta er gert með 2 ml sprautu og er stimpillinn dreginn varlega til baka. Eðlilegt er að draga um 0,5 ml af glærum vökva til baka (u.þ.b. magnið sem leggurinn tekur). Ef blóð er dregið til baka eða meira en 0,5 ml af glærum vökva, er beðið með lyfjagjöf og fengið álit svæfingarlæknis á því hvort endi leggjarins hafi færst yfir í nærliggjandi æðar (blóð) eða hvort hann hafi farið yfir dúru (mænuvökvi). Hægt er að athuga hvort glæri vökvinn er mænuvökvi með því að prófa með Hema-Combistix® hvort í honum er glúkósa. Ef lyfin eru gefin í sídreypi er ekki talin ástæða til að athuga staðsetningu leggjarins reglulega nema við sérstakar aðstæður, s.s. vegna gruns um að leggurinn hafi færst til eða vegna mikilla/skyndilegra breytinga á verkjastillingu, lífsmörkum eða meðvitund. Umbúðir á stungustað. Aðeins er skipt um umbúðir eftir þörfum þar sem mikil hætta er á að leggurinn losni við umbúðaskipti. Ef þörf er á að skipta um umbúðir (t.d. umbúðir lausar eða óhreinar, leki/blæðing í umbúðir) er stungustaðurinn þveginn með Klórhexidín® spritti (0,5%). Umbúðir yfir stungustaðnum eru hafðar gegnsæjar (t.d. IV- 3000™) til að hægt sé að athuga/meta stungustað og stöðu leggjarins þar. Gott ráð er að nota ca. 15x15 cm Mefix™ þar sem búið er að klippa burt miðjuna (ca. 5 cm í þvermál) og er Mefixið notað til að tryggja festu gegnsæju umbúðanna, en gatið leyfir að hægt sé að fylgjast óhindrað með stungustaðnum. Stungustaðurinn er athugaður m.t.t. roða, bólgu, vilsu, eymsla. Eðlilegt er að sjá örla fyrir sermi- eða blóðvökva (serosanguinous vökva) við stungustað. Mjög mikilvægt er einnig að athuga hvort leggurinn hafi færst til, jafnvel runnið út, en talsverð hætta er á að það gerist þar sem erfitt er að festa epidúral leggi svo vel sé. Fylgst er með umbúðum leggjarins við hverja staka lyfjagjöf eða a.m.k. einu sinni á vakt. Leggurinn er festur tryggilega og gætt að því að ekki sé tog eða brot á hon- um. Mjög algengt er að umbúðir losni, t.d. þegar sjúklingar snúa sér eða svitna mikið. Vel getur reynst að festa legginn upp eftir bakinu með breiðum (5 cm) silkiplástri (Lekosilk™); oft er einnig notað Mefix™. Ef umbúðir eru blautar við legginn getur það bent til að leggurinn hafi færst til, jafnvel togast eða runnið út og er þá mikilvægt að fá álit svæfingarlæknis. Sýkingarvarnir. Smitgátarvarnir samkvæmt reglum sjúkrahússins eru viðhafðar í hvívetna við epidúral lyfja- meðferð. Epidúral leggurinn er lagður við dauðhreinsaðar (aseptískar) aðstæður. Lyf sem innihalda rotvarnarefni eru ekki gefin í epidúral eða í intrathecal bilið nema að sérstaklega athuguðu máli. FBA-dreypi, sem er íblandað (Adrenalín®) í loftskipta- skáp í apóteki, má vera uppi hjá sjúklingi þar til pokinn tæmist. Ekki á að skipta reglulega um slöngur, gjafasett, síu eða legg nema þess gerist sérstaklega þörf. Þessi regla er höfð í Ijósi þess að talin er vera minni hætta á sýkingum ef tengsl eru órofin samanborið við að skipta um sídreypi og gjafasett með reglulegu millibili. Bakteríusía. Ekki er skipt reglulega um bakteríusíu (filter) við legginn sé sjúklingur með legginn í nokkra daga nema ef þurfa þykir, s.s. sía hefur óhreinkast af líkams- vessum. Rétt er að kalla þá svæfingarlækni til. Bakteríusíur er hægt að sérpanta. Ef sía losnar frá leggnum fyrir slysni þarf oftast að fjarlægja legginn. Hreyfing og endurhæfing. Epidúral leggurinn færist til u.þ.b. 3 cm með hreyfingum sjúklingsins. Ef fyrirséð er að leggurinn eigi að vera lengur en 1 -2 daga er hann stund- um hafður þannig að ll-merkið á leggnum nemi við stungustað (10 cm), jafnvel III (þ.e. 15 cm). Ef einungis 5 cm (merkt I) eru frá enda leggjarins að húð sjúklings eru meiri líkur á að leggurinn detti út og þarf því sérstakrar aðgátar við til að tryggja að leggurinn sé vel festur. Þegar sjúklingur, sem fær lyf í epidúral legg, fer fram úr er alltaf einhver honum til stuðnings í fyrstu. Sjúklingum, sem fá staðdeyfilyf í bólusum, mega (og eiga) að fara á fætur með aðstoð sé þess gætt áður að þeir séu ekki máttlausir eða mjög dofnir í fótunum. Sjúklingar sem fá deyfingu á lendar-, (lumbal) eða spjald- (sacral) svæðið er hættara við þessum fyigikvillum en þeim sem fá hana á brjóst (thorax) svæðinu. Sjúklingar, sem fá svæðisbundna FBA-sídreypismeðferð, eru yfirleitt í lítilli hættu á að fá dofa eða máttleysi í fótum en hættan eykst eftir því sem leggurinn/deyfingin er neðar og skammturinn er stærri. Ef dofi eða tilfinningarleysi er mikið af völdum staðdeyfi- lyfs er hætta á þrýstingssárum og eru gerðar ráðstafanir þar að lútandi (legusáravarnir, lyfjaskammtur e.t.v. minnkaður). Þvagtregða eða þvagteppa. Oft er regla að hafa sjúklinga með þvaglegg meðan þeir fá staðdeyfilyf í stökum skömmtum eða óþynnt staðdeyfilyf í epidúral legginn. Epidúral meðferð með FBA-dreypi ein og sér er ekki forsenda fyrir að sjúklingur sé með þvaglegg eins og oft er ranglega haldið. Stakar iyfjagjafir. Til að minnka óþægindi frá stökum lyfjagjöfum (oft lýst sem brunatilfinningu sem leiðir niður í fót) eru lyfin gefin hægt, u.þ.b. 10 ml á 2-3 mín. Ef sjúklingur finnur enn fyrir óþægindum er lyfið gefið hægar og má reyna að láta sjúklinginn beygja sig fram en það færir enda leggjarins frá ertum taugaendum. Ef staðdeyfilyf eru geymd í ísskáp, en það er óþarfi, eru þau ekki gefin beint úr ísskápnum. Til hagræðingar við stakar lyfjagjafir og til að minnka hættu á sýkingum er hægt að hafa gúmmítappa við síu leggjarins. Tappinn er þrifinn með spritti eins og á við um lyfjagjafir í æð um gúmmítappa Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999 27

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.