Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Side 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Side 37
tækjabúnað og skrifstofu, frekar en að sameina deildir." Hann segir þjónustumynstur sjúkrahúsanna að breytast og því þurfi að hefja hönnun á nýju sjúkrahúsi í Reykjavík þar sem hvorugt sjúkrahúsið dugi lengur. „Áður fyrr reistu menn sjúkrahús þar sem legurýmið var 70-80 prósent af gólfrýminu, nú eru reist sjúkrahús í Bandaríkjunum þar sem legurýmið er 20-30 prósent þar sem starfsemin fer mest fram á göngudeildum, dagdeildum, skurðdeildum og rannsóknarstofum.“ Hann bendir á nauðsyn þess að byggja hluta sjúkrahúsanna sem sjúkrahótel. „Bandaríkja- menn hafa notað sjúkrahótel í 30-40 ár en legukostnaður á þeim er ekki nema um fjórðungur þess sem það kostar að liggja inni á hátæknisjúkrahúsi. Aðalkostnaður við að reka hátæknisjúkrahús er launakostnaður hjúkrunarfræð- inga og tæknimanna en það er samkvæmt breskum og bandarískum upplýsingum 2/3 af kostnaði, t.d. við gjör- gæslu.“ Hann segir aðalmótstöðumenn gegn tillögum um sjúkrahótel, hér á landi sem og á Norðurlöndunum, hafa verið lækna og hjúkrunarfræðinga. „Hvað er að þessu fólki? Ég held það vilji bara lifa í gamla deildarkerfinu, sé að verja landamærin. íhaldssemin ríður ekki við einteym- ing.“ Hann telur að vinna hefði lög um miðlægan gagna- grunn mun betur. „í fyrsta lagi eiga menn ekki að halda því til streitu að þarna ríki persónuvernd, það er bara sjónhverfing, það sér hver meðaigreindur bóndi að er ekki hægt að tryggja. Við fengum þó inn að tölvunefnd getur sett aðgangshindranir sem er veigamesta nýbreytnin. Ég er mjög óánægður með að erfitt virðist vera að fylgja eftir upplýstu samþykki, þetta er óljóst orðað. Ég var heldur ekki nægilega sáttur við aðgang vísindamanna. Mest var ég þó óánægður með einkaleyfið. Við verðum þó að búa við þetta núna, þetta eru orðin lög og við verðum að fara að lögum. Sjúklingar geta þó neitað að láta setja upplýsingar í grunninn. Forsendur fyrir því að eitthvað fari í þennan grunn er að sjúklingurinn samþykki það. Læknirinn getur ekki neitað, en sjúklingurinn getur neitað. Þetta eru mannréttindi sjúklingsins. Ég hef því miður grun um það að verulegur hluti þjóðarinnar hafi litla hugmynd um hvað er hér á ferðinni. Sérstaklega þegar maður hefur hlustað á alþingismenn sem sumir virðast vita sáralítið um hvað er að gerast.“ Hann segir eitt af aðalverkefnum landlæknisembættis- ins vera að verja mannréttindi. Landlæknir er ráðgjafi ráð- herra og ríkisstjórnar en eitt fyrsta verkefnið, sem beið hans er hann tók við starfinu, var bréf frá dómsmálaráðu- neytinu sem fjallaði um hvort landlæknir gæti útvegað ósakhæfum geðsjúkum fanga vistun á réttargeðsjúkrahúsi á Norðurlöndunum, en hann var í fangelsi. „Þetta voru ekki mannréttindi, að þurfa að senda manninn utan, og ég fór því að berjast fyrir því að koma upp Sogni, skrifaði m.a. grein í Læknablaðið 1978. Menn voru á móti því að koma upp svona stofnun, sérstaklega ráðuneytisstjóri og geð- læknar. Á réttargeðdeild ræður yfirlæknir ekki alfarið ferð- inni, hann verður að taka á móti því fólki sem er dæmt til vistunar og hann hefur ekki leyfi til að útskrifa án dóms- úrskurðar. Þetta er auðvitað fortíðarhyggja hjá læknunum en svona var þetta. Það tók því 14 ár að koma á réttar- geðdeild að Sogni og það voru þeir Guðmundur Bjarna- son og Sighvatur Björgvinsson sem komu málinu í gegn.“ Hann hefur einnig barist fyrir auknum réttindum sjúklinga. „Annað sem lá á borðinu hjá mér þegar ég tók til starfa var beiðni frá sjúklingum um að fá að lesa eigin sjúkraskrá. Menn voru á móti því, en ég leitaði í læknalögin og þar eru setningar sem má túlka þannig að sjúklingur hafi rétt á því að lesa skrá sína." Hann vann einnig að því að sjúklingar fengju bætur ef óhapp, sem leiddi til örorku, hafði komið upp í aðgerð. „Fyrsta málið af þessu tagi fór fyrir fjáriaganefnd, ég fór með sjúklinginn með mér og hann fékk í bætur 32 gamlar milljónir, slíkt hafði ekki komið fyrir áður. Bæturnar komu á fjáraukalögum og einhver sagði: „Ef ferill landlæknis verður svona, þá á hann eftir að verða dýr.“ Upp úr þessu var settur á stofn slysasjóður sjúkiinga, fyrstu tillögur komu frá landlæknisembættinu ’83 en þær voru ekki samþykktar fyrr en '89. „Lögfræðingar ráðu- neytis áttu erfitt með þá hugsun að greiða bætur þegar ekki var hægt að rekja óhapp til mistaka eða einhvers blórabögguls.” Hann tók einnig upp bókunarkerfi læknis- aðgerða til að sjúklingar vissu hvenær kallað yrði í þá í aðgerð og gætu þar af leiðandi undirbúið sig fyrir hana. „Þessi breyting kostaði mikil skrif í Læknablaðið og mörgum fannst þetta óþarfi.” Honum fannst sjúklingar oft vita furðu lítið um hvað gert hafði verið við þá og fannst því ástæða til að taka upp skriflegt samþykki sjúklinga fyrir aðgerð. „Með því móti aukast líkurnar á því að læknir og sjúklingur tali rækilega saman en á því gat orðið misbrestur. Ingibjörg Pálmadóttir hefur staðið sig vel í réttindamálum sjúklinga.” Tvískipting í samfélaginu Þó heilsugæslan hafi tekið miklum framförum þá hefur Ólafur áhyggjur af því að einn þriðji af hinum tekjulægstu segist fresta því að leita til lækna vegna fjárskorts og helmingur þjóðarinnar telur sig ekki hafa efni á að fara til tannlæknis, en það sýna niðurstöður landskannana sem gerðar voru á vegum embættisins 1995-1997. „Hvað þýðir að bjóða upp á svona þjónustu? Nú vilja tannlæknar hækka eigin laun! Ég vildi gjarnan heyra meira frá Hjúkrunarfélaginu um þetta. Því það er nú einu sinni svo að læknar og hjúkrunarfræðingar eru og munu verða umboðsmenn sjúklinga og ef við sinnum því ekki þá koma bara til sögunnar umboðsmenn frá Alþingi. Það er staðreynd að í allri velmeguninni eru hópar sem er verið að skilja eftir. Nú erum við að upplifa tvískiptingu í samfélag- 37 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.