Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Qupperneq 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Qupperneq 45
þremur fyrst nefndu starfsþáttunum sem teljast allir til starfsskyldna hjúkrunarfræðinga við SHR. Hjúkrunarfræð- ingur metur starfsþættina í samráði við sinn næsta yfirmann. Þannig er fyrst metið til stiga uppbygging hjúkrunar- starfsferils hjá viðkomandi hjúkrunarfræðingi innan sérgreinar sem og tryggð í störfum við SHR. Ef unnið er á þrískiptum vöktum er það metið sérstaklega. Síðan er klíníska starfið sem viðkomandi hjúkrunarfræðingur gegnir metið til stiga samkvæmt matslykii á þar til gerðu eyðublaði. Matslykillinn innifelur stigakvarða frá 1-5 varðandi eftirtalin atriði; umfang, fjölþættni, flókin/vandasöm/sérhæfð verkefni, umfang faglegrar ábyrgðar, andlegt og líkamlegt álag, áhættu og hvort gerðar séu sérstakar hæfniskröfur. Næst er metið til stiga stjórnunarreynsla og síðan stjórnunarþátturinn í starfi hlutaðeigandi hjúkrunarfræðings samkvæmt þar til gerðum matslykii. Matslykillinn um hjúkr- unarstjórnun innifelur stigakvarða frá 1 -5 varðandi eftirtalin atriði; umfang stjórnunar-, rekstrar- og fjárhagslegrar ábyrgðar, fjölþættni, umfang starfsmannastjórnunar og mannaforráða, hvort stjórnunarþátturinn sé vandasamur og flókinn og hvort því fylgi sérstakt andlegt/líkamlegt álag og hvort gerðar séu sérstakar hæfniskröfur. Þá er litið til hjúkrunarkennslu, ráðgjafar og vinnu að sértækum verkefnum. Gefin eru stig fyrir reynslu sem deildarkennari, stundakennari og umsjónarkennari. Enn- fremur fyrir útgefin verkefni s.s. vegna sjúklingafræðslu, kennsluefni fyrir nemendur og starfsfólk á deild, gæða- staðla o.s.frv. Þar næst eru kennslu- og ráðgjafarstörf hlutaðeigandi hjúkrunarfræðings metin samkvæmt mats- lykli. Matslykillinn innifelur stigakvarða frá 1-5 varðandi eftirtalin atriði; umfang kennslu og ráðgjafar sem og umfang við gerð kennslugagna og hvaða fræðilegar kröfur séu gerðar til hjúkrunarkennslu og ráðgjafar. Ef hjúkrunarfræðingurinn hefur stundað hjúkrunarrann- sóknir eru þær metnar til stiga. Hér er átt við hjúkrunar- rannsóknir sem hlotið hafa mat rannsókna- og siða- nefndar SHR eða annarra viðurkenndra dómnefnda. Fyrst og fremst eru metin útgefin rit. Að lokum eru persónu- bundnir þætti metnir samkvæmt matslykli. Matslykillinn innifelur stigakvarða frá 1-5 varðandi eftirtalin atriði; sjálf- stæði, áhuga, innsæi, áreiðanleika og alúð og frumkvæði. Ef hjúkrunarfræðingur hefur ekki fengið sérleyfi metið samkvæmt aðlögunarnefndarsamningi, þá telst það til 50 stiga. Á bak við stigakvarðann 1-5 liggur síðan lykill að stigagjöf sem er mismunandi milli atriða í matslyklunum. Þannig er lágmarksfjöldi stiga fyrir hjúkrunarstarf 800 stig og hámark 4800 stig. Fyrir hjúkrunarstjórnun er spönnin 350-1600, fyrir hjúkrunarkennslu 100-2500 stig og fyrir hjúkrunarrannsóknir 0-1000 stig og fyrir persónubundna þætti 50-500 stig. Niðurstöður í framgangsmati eru síðan teknar saman. Hjúkrunarfræðingur fer síðan yfir það með yfirmanni sínum hvaða starfsheiti lýsir best því starfi sem hann innir af hendi. Sú niðurstaða ásamt niðurstöðum framgangsmats ráða síðan þeirri launaröðun sem hlutaðeigandi hjúkrunar- fræðingur fær, og segir til um þann framgang sem náðst hefur innan starfsheitisins ásamt því að skerpa þær línur sem leiðbeina um hvernig ná megi frekari framgangi. Hjúkrunarfræðingur getur þannig skorað minnst 1300 stig og mest 10000 stig í framgangsmati. Þak er á fram- gangi innan hvers starfsheitis, þegar því er náð nær hjúkr- unarfræðingur ekki frekari framgangi nema með breytingu á starfsheiti og þar með aukningu á starfsskyldum. Þar sem um frumsmíði á mælitæki er að ræða, mun það verða endurskoðað í árslok 1999. Framgangskerfi hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsi Reykjavíkur er margþætt eins og störf hjúkrunarfræðingsins. Um er að ræða bland- að mat, þ.e. bæði starfsmat til uppfyllingar á notkun á hlutlægu mælikvörðum og frammistöðumat sem er meira huglægt og mælir árangur hjúkrunarfræðingsins í starfi sem og persónubundna þætti í fari hans sem hafa áhrif á að sá árangur náist. Það er í samtali hjúkrunarfræðings við sinn yfirmann sem sameiginlegur skilningur næst á því samhengi sem hlutaðeigandi starf og starfsframlag er metið. Ef greinir á milli, getur hvor aðili um sig eða báðir skotið framgangsmati til hlutlausrar þriggja manna nefndar sem skipuð er af hjúkrunarstjórn og hjúkrunarráði. Heimild: I.Sjúkrahús Reykjavíkur, (1998). Framgangskerfi hjúkrunarfræðinga á SHR. Reglur um framgangsmat. Reykjavík: Sjúkrahús Reykjavíkur. 2. Sjúkrahús Reykjavíkur, (1999). Framgangskerfi hjúkrunarfræðinga. Handbók um notkun. Reykjavík: Sjúkrahús Reykjavíkur. Heilsustofnun NLFf Hveragerði Við leitum að hjúkrunarfræðingi sem hefur áhuga og skilning á heildrænni hjúkrun. Áherslan er lögð á heilbrigðiseflingu, forvarnir og endurhæfingu. Náttúrulækningastefnan er einn megin grundvöllur hugmyndafræðinnar, þ.e. samspil lífveru og náttúru og að lifa samkvæmt lögmáli náttúrunnar. Starfshlutfall eftir samkomulagi. Möguleiki á föstum næturvöktum. Upplýsingar veitir Hulda Sigurlína Þórðardóttir, hjúkrunarforstjóri í símum 483 0322 eða 896 8815. Bæjarfélagið Hveragerði er lifandi og blómlegur bær örstutt frá höfuðborginni þar sem gott er að ala upp börn. Þar er hægt að njóta kosta þess að búa í litlu samfélagi en jafnframt hafa möguleika á tíðum samskiptum við höfuðborgarsvæðið. Aðeins er um 30 mínútna akstur til Reykjavíkur. Hringið og kannið húsnæðismál og launakjör. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.