Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Síða 47
Flest bendir til að hver geðsjúkdómur hafi marga
áhættuþætti. Til þess að koma við árangursríkum forvörn-
um verður því oftast að líta til margvíslegra áhættuþátta og
margra verndandi þátta. Sem dæmi um áhættuþætti geð-
sjúkdóma má nefna þunglyndi en fimm áhættuþættir hafa
sérstaklega verið tengdir fyrsta veikindakasti.
í fyrsta lagi að eiga foreldri sem hefur átt við þunglyndi
að stríða, í öðru lagi mikið mótlæti eins og ástvinamissir,
hjónaskilnaður, atvinnumissir, mikil líkamleg veikindi eða
önnur alvarleg áföll, í þriðja lagi lítið sjálfstraust og það að
skynja sig hjálparvana og vonlausan, í fjórða lagi að vera
kona og í fimmta lagi að búa við fátækt.
Flestir áhættuþættir geðsjúkdóma aðrir en arfgengir
þættir eru sameiginlegir mörgum geðsjúkdómum. Sem
dæmi má taka áhættuþætti og verndandi þætti er varða
geðsjúkdóma barna: Af almennum áhættuþáttum geð-
sjúkdóma má nefna lága fæðingarþyngd, lága greindar-
vísitölu, truflun á málþroska hjá ungum börnum og les-
blindu og atferlistruflanir hjá eldri börnum. í fjölskyldu eru
áhættuþættir miklir hjónabandserfiðleikar foreldra, erfiður
fjárhagur og basl, lítið húsrými og stór systkinahópur, and-
félagsleg hegðun föður og geðsjúkdómur móður.
Verndandi þættir fyrir börn, sem búa við mikla áhættu,
virðast hins vegar tengjast góðri meðfæddri skapgerð,
góðri greind og góðri félagsfærni og á unglingsárum að
hafa tilfinningu fyrir stjórn á eigin lífi og að eiga sér mark-
mið. ( fjölskyldunni verndar að vera með færri en fjögur
börn á framfæri og hafa a.m.k. tvö ár milli systkina. Fljá
ungum börnum eru náin tengsl við foreldri talin mjög mikil-
vægur þáttur, jafnvel hjá börnum sem búa að öðru leyti við
mjög erfiðar aðstæður. Góðir skólar, þar sem saman fara
hæfilegt aðhald og agi og örvun til náms, eru einnig taldir
vernda gegn geðrænum erfiðleikum hjá eldri börnum og
unglingum. Lögð er áhersla á að forvarnir gegn geðsjúk-
dómum þurfi að vera samofnar daglegu lífi fólks á öllum
æviskeiðum og þær þurfi oftar en ekki að standa lengi til
að árangur náist. Ljóst er einnig að menntun, líkamlegt
heilsufar, vinna og geðheilsa eru ekki aðskildar einingar
heldur mynda eina heild. Nái einstaklingur framförum á
einu sviði (t.d. menntun) hefur það áhrif á önnur (t.d. geð-
heilsu). Samvinna milli skóiakerfis, atvinnulífs, heilsugæslu
og geðheilbrigðisstofnana er því nauðsynleg á sviði for-
varna gegn geðsjúkdómum.
Áhættuþættir geðsjúkdóma fylgja oft hverri kynslóðinni
fram af annarri í fjölskyldum. Forvarnaráætlanir, sem taka
til tveggja kynslóða eins og ýmsar áætlanir sem stuðla að
bættri aðlögun mæðra með kornabörn, eru dæmi um
aðgerðir sem geta haft forvarnagildi fyrir tvær kynslóðir.
Þjálfun í félagsfærni hefur reynst gagnleg hjá ungum börn-
um og virðist draga úr hættu á hegðunarvandamálurm.
Flest bendir til að slíkar aðgerðir þurfi að hefjast í leikskóla
og á fyrstu barnaskólaárum til að þroska með börnum
félagsanda sem vinnur gegn árásarhneigð og vímuefna-
misnotkun. Talið er að hægt sé að fyrirbyggja einhvern
hluta af hegðunartruflunum barna og draga þannig síðar
úr hættunni á andfélagslegri hegðun og afbrotahneigð. Fljá
fullorðnum og hjá eldra fólki bendir margt til að draga megi
að einhverju leyti úr þunglyndi með sálfræðilegum aðgerð-
um. Þótt líffræðilegir þættir séu taldir mikilvægir áhættu-
þættir margra geðsjúkdóma hafa forvarnir til þessa lítið
beinst gegn þeim ef undan er skilið mæðraeftirlit á með-
göngu og bólusetningar ungra barna.
Börn og unglingar
Þriðjungur þjóðarinnar er börn og unglingar undir 18 ára
aldri. Það er Ijóst að margir geðsjúkdómar byrja eða eiga
sér forstig í barnæsku og sífellt fleiri rannsóknir sýna að því
fyrr sem gripið er inn í, þeim mun meiri árangurs er að
vænta. Fyrirbyggjandi gildi góðrar geðheilbrigðisþjónustu
fyrir börn og unglinga verður að teljast ótvírætt. Skipulags-
leysi þjónustunnar hér á landi er vandamál þannig að oft er
óljóst hvert á að leita eða hvaða hlutverk aðilar hafa en
fyrst og fremst er framboð ónógt. Skortur er á sérhæfðu
starfsfólki, sérstaklega barna- og unglingageðlæknum.
Erfiðleikar á sviði samskipta, líðanar, hegðunar eða
47
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999