Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Qupperneq 48
þroska, sem eru það miklir að þörf er á inngripi fagfólks,
má kalla geðheilsuvanda. Þegar geðheilsuvandi er alvar-
legur og viðvarandi eða mörg geðheilsuvandamál eru til
staðar, oft í tengslum við fleiri áhættuþætti, er um geð-
röskun eða geðsjúkdóm að ræða. Geðheilbrigðisvanda-
mál eru hlutfallslega algeng hjá börnum. Faraldursfræði-
legar rannsóknir, þar með taldar íslenskar, benda til að um
20 prósent barna eigi við geðheilsuvanda að stríða og að
7-10 prósent barna þurfi á geðrænni meðferð að halda.
Geðheilbrigði barna er mikilvægt vegna þess að:
* Ómeðhöndlaðir geðsjúkdómar barna eða annar vandi
af félagslegum eða andlegum toga valda ekki ein-
göngu þjáningu og skerða möguleika barnanna sjálfra
til heilbrigðs þroska heldur valda þeir einnig oft veru-
legu álagi á fjölskyldur þeirra.
* Óleyst vandamál barna og unglinga halda oft áfram
með vaxandi þunga fram á fullorðinsár.
* Geðheilbrigðisvandamál barna auka álag víða í þjóð-
félaginu, svo sem á félagsmála- og skólakerfið.
* Ógreindar geðraskanir barna með langvarandi líkam-
lega sjúkdóma geta haft neikvæð áhrif á batahorfur
þeirra.
* Geðheilbrigðisvandamál, sem koma upp í heilsugæsl-
unni, krefjast oft mikils tíma og orku þar til tekist er á
við orsakir vandans.
í stefnumótuninni er lagt til að:
1. Aðaláhersla verði lögð á að efla starfsemi BUGL á
næstu árum. Vægi deildarinnar verði þannig eflt til að
veita faglega forystu er varðar þjónustu, kennslu,
rannsóknir og ráðgjöf við aðrar stofnanir og fagaðila.
Tillögurnar eru: a) fimm ára framkvæmdaáætlun um
eflingu BUGL verði gerð að forgangsverkefni í heil-
brigðiskerfinu, b) stofnuð verði bráðamóttökudeild fyrir
börn og unglinga á Landspítalalóð, c) framhaldsmeð-
ferðardeild fyrir unglinga upp að 18 ára aldri verði
stofnuð, d) geðheilbrigðisþjónusta verði veitt í nýjum
barnaspítala, f) stjórnunarlegri stöðu BUGL verði breytt.
2. Heilbrigðisráðuneytið hafi frumkvæði að því að fjölga
barna- og unglingageðlæknum eins fljótt og auðið er.
3. Stofnuð verði kennslustaða í barna- og unglingageð-
lækningum við læknadeild Háskóla íslands.
4. Þjónusta heilsugæslunnar við geðheilsuvanda barna
og unglinga verði stórefld með markvissari fjölskyldu-
ráðgjöf og möguleika á meðferð algengari vandamála.
Ráðið verði í lögboðnar stöður fagfólks og mynduð
samráðsteymi innan heilsugæslunnar sem tengist sér-
hæfðri barnageðheilbrigðisþjónustu um handleiðslu og
sérfræðiaðstoð.
5. Efla þarf og endurskoða hlutverk sérfræðiþjónustu
grunnskólanna (lög um grunnskóla nr. 66/1995, 43 gr.,
og reglugerð um sérfræðiþjónustu skóla, nr.
386/1996, 3. gr.), auka vægi meðferðarþátta og sam-
48
vinnu við námsráðgjafa og skólaheilsugæslu. Saman
þurfa þessir aðilar aukið svigrúm til að geta sinnt með-
ferð barna og unglinga í geðrænum vanda. Þörf er á
þverfaglegri samvinnu til að auka gæði þjónustunnar.
6. Framboð á þjónustu sérfræðinga í stofureksti við börn
í geðrænum vanda er mjög takmarkað, sérstaklega
hvað varðar barna- og unglingageðlækna. Endur-
skoða þarf gjaldskrá og hækka greiðslur til sérfræð-
inga. Starfshópurinn leggur einnig til að Tryggingar-
stofnun ríkisins taki þátt í að greiða fyrir þjónustu
sálfræðinga, félagsráðgjafa og geðhjúkrunarfræðinga
með sérmenntun á þessu sviði.
7. Komið verði á skipulögðu samstarfi BUGL, Barna-
verndarstofu, SÁÁ og vímuefnaskorar Landspítalans
varðandi mat og meðferð á unglingum í hegðunar- og
vímuefnavanda. Mat og meðferð á samsettum vanda
unglinga í vímuefnaneyslu þarf m.a. að grundvallast á
þekkingu nútíma barna- og unglingageðlæknisfræði.
8. Opnuð verði sérstök unglingamóttaka. Unglingamót-
tökur á Norðurlöndum sinna margs konar heilbrigðis-,
félagsmála- og fræðsluþjónustu þar sem sérfræðingar
á ýmsum sviðum, sem snerta unglinga, starfa á sam-
eiginlegum vettvangi. Milliliðalaust, gott aðgengi án
beins kostnaðar fyrir unglinginn er grundvallaratriði.
Vísir er að slíkri starfsemi með tilraunaverkefninu Fjöl-
skyldumiðstöð vegna barna í vanda sem gæti orðið
hluti að slíkri þjónustu.
9. Samstarf BUGL og Greiningarstöðvar.
Fatlaðir, til að mynda þroskaheftir, eru í meiri hættu en
aðrir varðandi geðheilsuvanda og eiga sama rétt til
geðheilbrigðisþjónustu og aðrir landsmenn. BUGL og
GRR eiga því oft sameiginlegan skjólstæðingahóp og
því er mikilvægt fyrir þessa aðila og fjölskyldur þeirra
að samstarf sé virkt. Starfshópurinn telur að línur séu
enn óskýrar varðandi þá þjónustu sem BUGL og GRR
þurfa að veita einhverfum og sjúklingum með
einhverfurófsraskanir. Nýgreindir, fatlaðir einstaklingar
innan þessa hóps, svo sem þeir sem eru með dæmi-
gerða einhverfu og oftast með almenna greindarskerð-
ingu, njóta þjónustu nýstofnaðs fagteymis GRR. Hins
vegar er sá sjúklingahópur, sem BUGL greinir með
raskanir á einhverfurófi, yfirleitt ekki greindarskertur en
í mörgum tilvikum félagslega fatlaður. Heilbrigðisyfir-
völd þurfa að tryggja nauðsynlegt fjármagn til BUGL
svo að hægt verði að veita þessum hópi þjónustu.
Stjórnendur BUGL og GRR þurfa að komast að sam-
komulagi um eðlilega verkaskiptingu í Ijósi hlutverka
stofnananna.
10. Þegar í stað verði skipaður starfshópur um fram-
kvæmd fyrirhugaðrar uppbyggingar á geðheilbrigðis-
þjónustu við börn og unglinga.
Samantekt úr skýrslu vkj
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999