Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Side 66

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Side 66
\ Y’ét't Apunktar Ásta Möller lætur af formennsku Ásta Möller, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, lætur af formennsku á fulltrúaþingi félagsins sem haldið verður 20.-21. maí nk. Ásta hefur verið formaður hjúkr- unarfræðinga í tæp 10 ár, fyrst var hún formaður Félags háskólamenntaðara hjúkrunarfræðinga í 4 ár og síðan hefur hún verið formaður sameinaðs félags hjúkrunar- fræðinga frá stofnun þess 15. janúar 1994, eða í rúm fimm ár. Ásta tilkynnti þessa ákvörðun sína á fulltúaþingi 1997 er hún var kjörin formaður þriðja kjörtímabilið. í þessu tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga auglýsir kjörnefnd eftir framboðum eða ábendingum í stöðu formanns og þurfa framboð að berast fyrir marslok. Fjórða árs nemar i hjúkrunarfræði við H.í. heimsóttu skrifstofu hjúkrunarfræðinga miðvikudaginn 27. janúar. Þrátt fyrir aftakaveður og slæma færð var mæting góð og fræddust verðandi hjúkrunarfræðingar m.a. um starfsemi félagsins, réttindi og skyldur hjúkrunar- fræðinga, kjarasamninga, lifeyrismál, erlent samstarf og Tímarit hjúkrunarfræðinga af þeim Ástu Möller formanni, Vigdísi Jónsdóttur hagfræðingi, Aðalbjörgu J. Finnbogadóttur hjúkrunarfræðingi og Valgerði Katrínu Jónsdóttur ritstjóra. Þann 26. janúar var haldið málþing á vegum fræðslu- og menntamálanefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Mikil aðsókn var að þinginu, þáttakendur voru 112 talsins. Á málþinginu var fjallað um andlegan stuðning hjúkrunarfræðinga við fullorðna og aðstandendur þeirra og var þingið annað í röð þriggja málþinga um andlegan stuðning hjúkrunarfræðinga. Þriðja málþingið verður haldið 19. mars og fjallar það um andlegan stuðning við hjúkrunarfræðinga i starfi. Þann 20. janúar gaf María Pétursdóttir Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga Ijósmynd af Vilmundi Jónssyni fyrr- verandi landlækni. Myndin var tekin við það tækifæri i Sigriðarstofu á Suðurlandsbrautinni, en á henni eru frá vinstri; Vilborg Ingólfsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur, landlæknisembættið, Ragnheiður Haraldsdóttir skrifstofustjóri Heilbrigðisráðuneytisins, Dr. Guðrún Kristjánsdóttir dósent við Háskóla íslands, Ásta Möller formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Maria Pétursdóttir. 66 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.