Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Side 68

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Side 68
'tttiikruAþiviA Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræöinga verður haldið dagana 20. og 21. maí 1999 á Grand Hóteli, Sigtúni 38, og hefst kl. 9:00 Samkvæmt lögum félagsins fer fulltrúaþing með æðsta vald í málefnum félagsins og skal það haldið annað hvert ár. Allir félagsmenn eiga rétt á setu á fulltrúaþingi með málfrelsi og tillögurétt. Atkvæðisrétt eiga stjórn félagsins og kjörnir fulltrúar svæðisdeilda. Hver svæðis- deild skal eiga að lágmarki einn fulltrúa á fulltrúaþingi. Þegar félagatala deilda stendur á hálfu eða heilu hundraði fær hún næsta fulltrúa sinn. Fulltrúa á þingið þarf að kjósa svo og varamenn og eru það stjórnir svæðisdeilda sem bera ábyrgð á kjöri fulltrúa á fulltrúaþing. Þær skulu einnig samkvæmt lögum félagsins tilkynna kjörnum fulltrúum og varafulltrúum um kosningu þeirra og tímasetningu full- trúaþings með a.m.k. 6 vikna fyrirvara eða fyrir 8. apríl nk. Þá þurfa stjórnir svæðisdeilda að senda kjörbréf fulltrúa og varafulltrúa, sem réttilega hafa verið kjörnir til setu á þinginu, til stjórnar félagsins með sama fyrirvara. Málefni, sem óskast tekin fyrir á þinginu, þurfa að berast stjórn félagsins með a.m.k. 6 vikna fyrirvara, eigi síðar en 8. apríl, svo og skýrslur svæðisdeilda, fagdeilda og nefnda félagsins. Til að fulltrúaþing teljist lögmætt þarf að boða fulltrúa með a.m.k. 4 vikna fyrirvara eða fyrir 22. apríl og senda þeim málaskrá. Mikilvægt er að fulltrúar kynni sér vel málefni þingsins og mæti vel undirbúnir til leiks. Fundargerð fulltrúaþings verður send atkvæðisbær- um fulltrúum eigi síðar en 17. júní nk. og skulu athuga- semdir berast stjórn félagsins fyrir 1. júlí. Þau mál, sem taka skal fyrir á fulltrúaþingi, eru: 1. Kosning fundarstjóra og ritara, eftir tilnefningu stjórnar. 2. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfstímabili. 3. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. 4. Ákvörðun um félagsgjöld. 5. Afgreiðsla fjárhagsáætlunar næsta starfstímabils. 6. Afgreiðsla starfsáætlunar næsta starfstímabils. 7. Lagabreytingar. 8. Staðfesting starfsreglna fyrir sjóði eða nefndir félagsins eða breytingar á þeim. 9. Kosning formanns. 10. Kosning annarra stjórnarmanna en formanns, þ.e. 1. og 2. varaformanns, gjaldkera, ritara og tveggja meðstjórnenda. 11. Kosning tveggja varamanna í stjórn. 12. Kosning tveggja endurskoðenda. 13. Kosning í nefndir félagsins. 14. Önnur mál. A.J.F. élagsstörf Samkvæmt lögum félagsins fer fram kosning í stjórn og nefndir félagsins á fulltrúaþingi dagana 20.-21. maí 1999. Stjórn og nefndir félagsins. Kjörnefnd óskar eftir framboðum eða ábendingum um hjúkrunarfræðinga í stjórn og nefndir félagsins en þær eru fræðslu- og menntamálanefnd, kjaranefnd, ritnefnd, siða- og sáttanefnd, kjörnefnd, orlofsnefnd og vinnu- verndarnefnd. Einnig er óskað eftir framboðum eða ábendingum um endurskoðendur félagsins. Framboð og ábendingar þurfa að berast kjörnefnd fyrir 8. apríl nk. Formannskjör Kjörnefnd félagsins óskar eftir framboðum eða ábending- um í stöðu formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Kosing fer fram á fulltrúaþingi félagsins dagana 20.-21. maí 1999. Frambjóðendum gefst kostur á kynningu í Tímariti hjúkrunarfræðinga. Æskilegt er að framboð berist kjörnefnd fyrir marslok nk. Upplýsingar veitir kjörnefndin en einnig vísast í lög félagsins sem eru í handbók Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga 1998/1999. Kjörnefndina skipa: Erlín Óskarsdóttir Guðrún Thorstensen Gyða Halldórsdóttir Sesselja Jóhannsdóttir vs. 482 1300 vs. 560 1060 vs. 525 1000 vs. 560 1350 hs. 486 3397 hs. 565 6350 hs. 561 4667 hs. 557 2465 Kjörnefndin 68 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.