Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Side 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Side 7
Ritstjóraspjall .-...—............ Að bjarga iífum og stuðla að betra heilsufari Eflaust óskar enginn eftir því hlutskipti að vera sjúklingur. Það er þó líklega öllu fólki hollt annað veifið, einkum þó þeim sem vinna á einhvern hátt í tengslum við heilbrigðiskerfið. Ég veit ekki hvort ég á að segja að ég hafi verið svo heppin að lenda í þessum sporum í sumar, það er ef til vill full djúpt í árinni tekið. Ég hafði lengi dregið að fara í nokkuð algenga beinaðgerð því hugrekkið við að leggjast undir hamar, meitil, sög og hníf, eða hvað þessi verkfæri nú annars heita, var ekki mikið. Eftir að hafa mannað mig upp í það og fengið auk þess að fylgjast með aðgerðinni er ekki hægt að segja annað en ég hafi fengið smáinnsýn í störf þeirra sem sinna sjúkum, frá sjónarhóli sjúkl- ingsins að minnsta kosti. Og ég get ekki annað en dáðst að þeim sem vinna við umönnunarstörf á sjúkrahúsum, ykkur hjúkrunarfræðingunum, læknum svo og auðvitað öðru starfsfólki sjúkrahúsanna. Við státum áreiðanlega af heilbrigðis- þjónustu sem er með því besta sem gerist í heiminum nú um stundir og íslenskir hjúkrunarfræðingar hafa forystu meðal hjúkrunarfræðinga heimsins. íslenskir hjúkrunarfræðingar eru sífellt að reyna að finna leiðir til að bæta þjónust- una eins og kemur m.a. fram í grein um þá byltingu sem er verið að innleiða í hjúkrunarskráningu á sjúkrahúsinu á Akranesi. Og þeir eru duglegir að koma þekkingu sinni á framfæri og bera saman bækur sínar á ráðstefnum eins og við getum lesið um í þessu tölublaði. Á flestum sviðum er mikið að gerast, ekki síst í heilsugæslunni eins og fram kom á ráðstefnunni um framtíð heilsugæslunnar og í viðtali við Þórunni Ólafsdóttur. Hjúkrunarfræðingar eru vissulega ein öflugasta stétt heilbrigðiskerfisins og geta komið mjög mörgu til leiðar, eins og Jane Fonda sagði á alþjóðaráðstefnu ICN sem haldin var í sumar. Ellen Hahn tók undir þau sjónarmið á ráðstefnu um framtíð heilsugæslunnar. Ellen leggur m.a. áherslu á markmið hjúkrunar, sem sé að bjarga lífum og stuðla að betra heilsufari. Þau markmið mega sín oft lítils, einkum gagnvart hryðjuverkamönnum sem hafa komið af stað öldu ófriðar um heim allan. Við megum ekki gleyma því að ofbeldi leiðir af sér ofbeldi og ef friður á að nást í heiminum þarf að auka skilning milli ólíkra menningarheima og trúarbragða og ráða niðurlögum hryðjuverkamanna án þess að það bitni á saklausu fólki. Þjóðir heims hafa sameinast í að for- dæma hryðjuverkin og Alþjóðasamtök hjúkrunarfræðinga hafa sent frá sér ályktun sem birt er á heimasíðu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga þar sem árásirnar eru fordæmdar og tekur FÍH heilshugar undir þá ályktun eins og þar kemur fram. ICN hefur einnig opnað nýja tengisíðu á heimasíðu ICN þar sem fram koma ýmsar ráðleggingar um hvernig unnt er að bregðast við afleiðingum hryðjuverka, en hlutverk hennar er að veita upplýsingar og aðstoða fólk í kjölfar þessara válegu viðburða. www.icn.ch/terrorism.htm Þessi nýja síða er í beinum tengslum við heimasíðu ICN www.icn.ch. Á fulltrúaþingi Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga sem haldið var í maí var m.a. kosin ný ritnefnd. Mig langar að bjóða hana velkomna til starfa og vænti góðs af samstarfinu í framtíðinni og hvet hjúkrunarfræðinga jafnframt til að senda inn efni til okkar. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 77. árg. 2001 231

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.