Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Page 15
Fræðslugrein: Rósa Jónsdóttir
hjúkrunarfræðingur, Landspítala, Vífilsstöðum
Leitarorð: Gjörgæsla, vinnueldmóður, hjúkrunarstörf, vinnuumhverfi
Útdráttur
Kannaður var vinnueldmóður meðal hjúkrunarfræðinga á
gjörgæsludeild. Viðmiðunarhópar voru hjúkrunarfræðingar
á lyflæknis- og handlæknisdeildum. Þýðið voru allir hjúkr-
unarfræðingar starfandi á fyrrnefndum deildum Landspít-
ala og Sjúkrahúss Reykjavíkur. Svörun úr tiiviljunarkenndu
úrtaki var 41%.
í Ijós kom að hjúkrunarfræðingar, hvar sem þeir unnu,
fundu fyrir miðlungs til mikils vinnueldmóðs. Þeir hjúkrunar-
fræðingar, sem unnu 50-59 stundir á viku, fundu fyrir
marktækt meiri vinnueldmóð en þeir sem unnu 20-39
stundir á viku. Hjúkrunarfræðingum fundust samskipti við
sjúkling/skjólstæðing og fjölskyldu hans áhugaverðust og
mest spennandi. Umbun fyrir starf sitt bæði frá skjólstæð-
ingi og umhverfi skipti hjúkrunarfræðinga miklu máli. Það
sem þreytti þá mest var „neikvætt viðhorf starfsfólks".
Tímafrekustu hlutar starfsins reyndust vera bein hjúkrun og
hjúkrun alvarlega veikra sjúklinga.
INNGANGUR
Stjórnendur sjúkrahúsa hafa löngum átt í erfiðleikum með
að fá hjúkrunarfræðinga til starfa við gjörgæsludeildir og
enn erfiðara hefur verið að halda þeim í starfi. Þetta er
fjárhagslega og faglega óhagkvæmt þar sem langan tíma
tekur að þjálfa hjúkrunarfræðinga sem starfa eiga á gjör-
gæsludeild. Aukið álag er á samstarfsfólk á þjálfunartím-
anum og um eitt ár líður þar til hægt er að gera sömu
kröfur til nýrra starfsmanna í vinnu.
Undanfarin ár hefur mikil áhersla verið lögð á kulnun
(burnout) og tengsl hennar við mannaskipti en lítið verið
hugað að því hvort hjúkrunarfræðingar hætti frekar í starfi
vegna leiða og/eða skorts á lærdómsríkum, skapandi og
örvandi viðfangsefnum í starfi. Rannsókn á þeim atriðum
gæti leitt í Ijós þætti sem stuðla að lærdómsríku og
skapandi starfsumhverfi.
í nútímaþjóðfélagi eru gerðar miklar kröfur um hag-
kvæmni í rekstri og gæði þeirrar þjónustu sem veitt er
innan heilbrigðisstofnana. Þess vegna er mikilvægt að
ráða hæfa hjúkrunarfræðinga og tryggja stöðugleika þeirra
í starfi. Þannig má tryggja gæði hjúkrunar án óþarfa
kostnaðarauka í rekstri.
Tilgangur rannsóknar
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna vinnueldmóð
meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa á gjörgæsludeildum
og komast að hvaða þættir stuðla að lærdómsríku og
skapandi starfsumhverfi. Grein þessi er hluti af stærri rann-
sókn sem gerð var sumarið/haustið 1996 á „Vinnueldmóði
meðal hjúkrunarfræðinga og hugsanlegum tengslum hans
við persónuleikaeinkenni viðkomandi".
Vinnueldmóður (Work excitement) hefur verið skilgreind-
ur sem persónulegur eldmóður og áhugi á vinnunni sem
sýndur er með sköpunargleði, móttækileika fyrir fræðslu og
hæfni til að sjá tækifæri til þroska og frumkvæðis við dag-
legar aðstæður. Kenningin um vinnueldmóð þróaðist upp úr
skyldum fræðum um mikilvægi og gildi vinnunnar, kulnun
(starfsþrot), starfsánægju og sjálfsstjórn (sjálfstæði). Hún
þróaðist einnig upp úr fræðum um mannabreytingar, menn-
ingu (fagleg gildi) starfshópsins og hvatningu til símenntunar
(Simms, Erbin-Roesemann, Darga og Coeling, 1990).
Viðmiðunarhópar voru hjúkrunarfræðingar á lyflæknis-
og handlæknisdeildum.
Fræðileg umfjöllun
Árið 1990 kemur vinnueldmóður fram sem sjálfstætt hug-
tak. Þá gerðu Simms og fleiri rannsókn á vinnueldmóði
meðal 168 almennra hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarfræð-
inga í stjórnunarstöðum sem störfuðu á almennum deild-
um og gjörgæsludeildum. Vinnueldmóður var flokkaður á
Rósa Jónsdóttir lauk BS-prófi í
hjúkrun frá HÍ árið 1991. Frá útskrift
hefur hún lengst af starfað á
gjörgæsludeildum bæði hérlendis og í
Danmörku. Samhliða starfi á
gjörgæsludeild Landspítala sinnti hún
stundakennslu við HÍ. Frá 1998 hefur
hún starfað á lungnadeild
Vífilsstaðaspítala og er verkefnisstjóri
yfir meðferð til reykleysis. 2001 lauk hún námi í stjórnun og
rekstri í heilbrigðisþjónustu við Endurmenntunarstofnun HÍ.
Hún stundar meistaranám í hjúkrun við hjúkrunarfræðideild
Hl samhiiða starfi.
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 77. árg. 2001
239