Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Side 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Side 16
fjögurra flokka Likertskala, frá „engum vinnueldmóði" (1) til „geysilegs vinnueldmóðs“ (4). Meðalvinnueldmóður var 2,89. Af 168 fundu 35 (20,8%) fyrir geysilegum vinnu- eldmóði. Aðrar helstu niðurstöður voru þær að þeir sem vinna 50-59 tíma á viku fundu fyrir marktækt meiri vinnu- eldmóði en þeir sem unnu styttri vinnuviku. Tímafrekir þættir starfsins voru þeir sömu hjá öllum þátttakendum, þ.e. skráning, pappírsvinna, upplýsingasöfnun, hjúkrunar- áætlun, útskriftraráætlun, störf sem ekki flokkast undir hjúkrun og hjúkrun alvarlega veikra sjúklinga. Þeir sem fundu fyrir miklum eða geysilegum vinnueldmóði voru ekki eins neikvæðir í garð vinnunar, nefndu færri atriði sem þeim þóttu þreytandi. Einnig töldu þeir að námsmögu- leikar á vinnustað væru mikilvægur þáttur vinnueldmóðs. Landrom (1992) gerði rannsókn á vinnueldmóði hjúkr- unarfræðinga sem störfuðu á handlæknisdeild. Hún flokk- aði vinnueldmóð í sex flokka á Likertskala. Meðalvinnueld- móður reyndist vera 3,39. í rannsókn Hentemann, Simms, Erbin-Roesemann og Greene (1992) var kannaður vinnueldmóður meðai 148 hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeildum og almennum deildum. Niðurstöður þeirrar rannsóknar sýndu að þó gremju mætti merkja hjá hjúkrunarfræðingum fannst þeim starfið almennt spennandi og áhugavert. Þeir hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeild, sem fundu fyrir miklum vinnueldmóði, voru: 20-40 ára, með BS-próf, unnu fulla vinnu, voru með 1-4 ára hjúkrunarreynslu og höfðu unnið 1-4 ár á gjörgæsludeild. Meðaltal vinnueld- móðs var hjá þeim 4,31 af 6 mögulegum. Það sem olli þeim mestri gremju var undirmönnun. í kjölfarið fylgdi van- hæft starfsfólk, ekki var nægilegur tími til að Ijúka verk- unum og nauðsynleg vinna var ekki innt af hendi. Sömu atriði fóru fyrir brjóstið á þeim sem unnu á almennum deildum. Þeir hjúkrunarfræðingar, sem unnu á almennum deildum og fundu fyrir miklum vinnueldmóði, voru: 40-49 ára giftar konur, unnu fulla vinnu, voru með 5- 9 ára reynslu innan hjúkrunar og höfðu unnið 1-9 ár á almennri deild. Þeir höfðu meðaltal vinnueldmóðs 4,46. Lickman, Simms og Greene (1993) könnuðu móttæki- leika hjúkrunarfræðings fyrir fræðslu út frá vinnuumhverfi í rannsókn sinni. Þeir gerðu rannsókn á 268 stjórnendum og almennum hjúkrunarfræðingum, bæði af gjörgæslu- deildum og almennum deildum. Þeir nefna að spennandi þættir hjúkrunarstarfsins hafi litla athygli fengið. Fræðsla verði að tengjast áhugaefni og þörfum nemandans. Fullorðnir nemendur vilji upplýsingar sem hægt sé að nota strax í vinnu. Helmingunartími hjúkrunarþekkingar sé 2-5 ár, fari eftir því um hvaða svið hjúkrunar sé að ræða. Meiri- hluti þátttakenda í rannsókninni fann fyrir meðalvinnueld- móði í núverandi starfi, 22,7% sögðust finna fyrir geysi- legum vinnueldmóði. Meðaltal vinnueldmóðs hjá öllum hópnum var 4,59 af 6. í heildina kom fram í heimildum að námsfúsir starfsmenn væru afkastamiklir starfsmenn. 240 AÐFERÐAFRÆÐI Rannsóknarspurningar 1. Hvað einkennir hjúkrunarfræðing sem segist vera „fullur eldmóðs"? 2. Hvaða þættir verka faglega örvandi á hjúkrunarfræð- inga sem starfa á gjörgæsludeildum og handlæknis- og lyflæknisdeildum? 3. Hvaða þættir í starfi hjúkrunarfræðinga á gjörgæslu- deildum og handlæknis- og lyflæknisdeildum valda þeim mestum vonbrigðum, örmögnun og uppgjöf? Spurningalistinn Spurningarlistinn, sem notað var í þessari rannsókn, var hannaður af Simms og fleirum. Spurningalistinn metur vinnueldmóð, vinnufyrirkomulag, áhuga á starfinu, hvetj- andi hluta starfsins, þætti sem valda vonbrigðum, tíma- freka þætti starfsins, áhugaverðustu deildina, þýðingar- mikil verk dæmigerðs vinnudags, einkenni árangurríks og gefandi vinnudags, störf/þætti sem valda örmögnun/upp- gjöf, tækni notaða í leik og starfi og tillögur að tækninýj- ungum sem auðveldað gætu hjúkrunarstarfið. í flestum spurningunum var Likertskali notaður en einnig eru nokkr- ar opnar spurningar. Eins og fram hefur komið er vinnu- eldmóður persónulegur eldmóður og áhugi á vinnunni sem sýndur er með sköpunargleði, móttækileika fyrir fræðslu og hæfni til að sjá tækifæri til þroska og frumkvæðis við daglegar aðstæður (Simms og fleiri, 1990). Spurningalistinn var þýddur af höfundi, lesinn yfir af íslenskufræðingi og löggiltum skjalaþýðanda. Þýðingin var prófuð á sambærilegu úrtaki. í þessari rannsókn var not- aður spurningalisti sem Simms og fleiri hönnuðu. Úrtak Spurningalistann fengu 196 hjúkrunarfræðingar sem störfuðu á gjörgæsludeildum, handlæknis- og lyflæknis- deildum Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur, af þeim svöruðu 80 hjúkrunarfræðingar. Spurningalistinn var lagður fyrir sumarið/haustið 1996 og var hann sendur á heimili hjúkrunarfræðinganna og seinna var sent ítrekunarbréf. Sem fyrr hefur verið nefnt er þessi grein hluti af stærri rannsókn og var samhliða spurningalista um vinnueldmóð sendur út spurningalisti um persónuleikaeinkenni. Tilskilin leyfi fyrir rannsókninni voru fengin frá tölvu- nefnd, hjúkrunarrannsóknaráði Landspítalans og rann- sókna- og siðanefnd hjúkrunarstjórnar Borgarspítalans. Úrvinnsla Við greiningu gagna var notuð lýsandi tölfræði, einföld tíðni, fylgnitöflur og krosstöflur. Notað var SÞSS (statistical package for the social sciences) tölfræðiforritið við úrvinnslu gagna. Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 4. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.