Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Page 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Page 26
meðal ungmenna miðað við þriggja ára tímabil. Ég veit svo sem ekki hvort tóbaksverð hefði mikil áhrif hér á landi þar sem mér virðist ungt fólk, a.m.k. í Reykjavík, hafa meiri tekjur en við eigum að venjast." Hún og hópur hennar, sem fást við tóbaksvarnir, hafa auk þess staðið að alls kyns aðgerðum til að draga úr reykingum, boðið hefur verið upp á keppni í reykleysi og þeim sem halda það út fá peningaverðlaun og alls kyns aðstoð meðan á bindindinu stendur, svo sem upplýsingar á netinu og stuðningssímtöl. En hvað um áfengisvarnir? Hún segir áfengisnotkun ólíka tóbaksnotkun að því leyti að flestir, eða um 90% þeirra sem þess neyti, séu ekki háðir því. „Það er talið að einungis um 10% þeirra sem neyta áfengis séu alkóhólistar, en um 96-97% þeirra sem reykja eru hins vegar nikótínistar." Aðgerðir stjórnvalda, svo sem öku- leyfissviptingar vegna ölvunaraksturs, segir hún hafa dreg- ið mikið úr slysum og dauðsföllum í umferðinni. Hún segist að lokum vilja ítreka að hjúkrunarfræðingar geti haft miklu meiri áhrif til að koma í veg fyrir slys og dauðsföli með því að taka virkari þátt í stefnumótun og hafa áhrif á þá sem taka ákvarðanir. uMOtílA - ráðstefna norrænna gjörgæslu- og svæfingarhjúkrunarfræðinga Helgina 14. til 16. september var haldin í Reykjavík ráð- stefna norrænna gjörgæslu- og svæfingarhjúkrunarfræð- inga. Ráðstefnan var fjölmenn, 480 þátttakendur. Ráðstefnan var sett með myndarlegri móttöku í Ráðhúsi Reykjavíkur. Skapaðist mikil stemning þarna strax fyrsta kvöldið. Mikilvægi ráðstefna af þessu tagi felst ekki síst í að koma á félagslegum samskiptum fagfólks frá mismunandi löndum. Síðara kvöld ráðstefnunnar skemmtu þátttakendur sér hið besta á víkingaveislu í Fjörukránni. Á fyrsta degi ráðstefnunnar voru heiðursgestir hennar kynntir en það voru frumherjar á sviði svæfinga- og gjörgæsluhjúkrunar á íslandi. Dagskrá ráðstefnunnar var þéttskipuð fjölbreyttum og vönduðum fyrirlestrum um rannsóknir og klínísk þróunar- verkefni innan þessara sérgreina. Meginefni ráðstefnunnar var „nútíma tækni og siðfræði innan gjörgæslu- og svæfingarhjúkrunar". Alls voru fluttir um 35 fyrirlestrar og mörg veggspjöld kynnt auk sýningar á nýjum tækjum, lyfjum og hjúkrunarvörum. Fróðlegt og hvetjandi var að sjá hvernig þessar sér- greinar hafa þróast faglega undanfarin ár því mörg meist- ara- og doktorsverkefni voru kynnt. Rannsóknirnar, sem snéru að siðfræðilegum álitaefnum, greindu frá reynslu hjúkrunarfræðinga, lækna, sjúklinga og aðstandenda af lífi, starfi og veru á gjörgæslu- og svæfingardeildum og áhrifum þessa á líf viðkomandi. Það var eftirtektarvert hvað eigindlegar rannsóknir vega þungt þegar beitt er aðferðum sem eiga rætur á sviði félagsvísinda. Það undirstrikar að þessar greinar hjúkrunar byggjast ekki síður á félagslegum grunni en aðrar greinar hjúkrunar þótt tæknilegir þættir séu eðlilega einnig mjög áberandi. Fyrirlestrar um tæknivæðingu greindu frá reynslu af tölvuvæðingu hjúkrunar á þessum deildum og skyggnst var inn í framtíðina og breytingar í meðferð með notkun 250 nýrrar tækni reifuð. Fjallað var um fræðslu fyrir svæfingu og aðgerð með myndböndum og lýst kvíðastillandi áhrifum slíkrar fræðslu. Lýsing á þróun klínískra meðferðarúrræða innan sér- greinanna var bæði gerð með megindlegum og eigind- legum aðferðum. Þar má nefna mælingu verkja með VAS- skala, að venja sjúklinga úr öndunan/él, hjúkrunarskrán- ingu, tónlistarmeðferð og jákvæð skilaboð til sjúklinga meðan á svæfingu stendur. Laufey Aðalsteinsdóttir, Ingibjörg Elíasdóttir og Anna Stefánsdóttir voru meðal stofnenda fagdeildar gjörgæsluhjúkrunarfræðinga. Svava Sveinbjörnsdóttir, Sigurveig Sigurðardóttir, Friðrikka Sigurðardóttir, Margrét Jóhannsdóttir og Guðrún Margeirsdóttir voru meðal stofnenda fagdeildar svæfingarhjúkrunarfræðinga. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.