Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Page 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Page 28
Svipmyndir frá ráðstefnunni. „Hjúkrunarfræðingar í heilsugæslu finna greinilega fyrir auknu álagi í vinnu en 73% þátttakenda segja fjölda skjól- stæðinga heilsugæslustöðvarinnar hafa aukist nokkuð eða mikið á tveimur árurn." Vinnuáiag og starfsánægja hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu. Herdís Sveinsdóttir og Páll Biering. „Hjúkrunarfræðingar á tveimur heilsugæslustöðvunum í Reykjavík skráðu um 5000 símtöl á sex mánaða tímabili. Miklu skiptir hvað er skráð og hvernig. Þegar rýnt er í skráningu símtala má lesa út starfsemi stöðvanna að einhverju leyti. Hjúkrunarfræðingar þurfa að bera saman bækur sínar og ræða hvernig best er að skrá tilefni, grein- ingar og úrlausnir til að unnt sé að bera saman starfsemi á heilsugæslustöðvunum." „Það hvernig skynsamlegt er að standa að forvörnum og heilsueflingu er að miklu ieyti óskrifað blað. Þar er sóknarfæri fyrir áhugasama og hugmyndaríka heilbrigðis- starfsmenn. Hjúkrunarfræðingar ættu ekki að láta sér það úr greipum ganga. Þeir hafa oft sýnt að þeir hafa kjark og þor til að fara ótroðnar slóðir." Heilsugæslan - hornsteinn í forvörnum. Porgerður Ragnarsdóttir. „Hjúkrunarmeðferð er hér skilgeind sem það að vera samferðamaður sjúklings og fjölskyldu á ferðalagi þeirra með sjúkdómi sjúklingsins. Hún víkur frá hinni hefð- bundnu skilgreiningu á meðferð sem felst í því að fara á milli sjúklings og vandamáls í þeim tilgangi að draga úr eða leysa vandamál samkvæmt fyrir fram settum mark- miðum. Þess í stað eru samskipti sjúklings og hjúkrun- arfræðings kjarni meðferðarinnar og tengslamyndun lykilatriði. Meðferðarleg áhrif felast í því sem gerist í samskiptum hjúkrunarfræðings og sjúklings og fjölskyldu hans. Árangurinn er ekki hægt að sjá fyrir fram en honum er hægt að lýsa eftir á. Sérhæfð hjúkrunarmeðferð fyrir langveika. Helga Jónsdóttir og Guðrún Jónsdóttir „Mikilvægt er að velta fyrir sér styrk, veikleikum, ógnun- um og tækifærum hjúkrunar í heiisugæslu." Stefnumótun heilsugæslunnar í Reykjavík og nágrenni. Pórunn Ólafsdóttir. „Yfir 70% íslenskra barna á aldrinum 6 mánaða tii 15 mánaða sofa úti. Tíðni eyrnabólgu er ekki meiri meðal þeirra barna sem sofa úti frá unga aldri heldur en hinna sem ekki sofa úti.“ Útisvefn íslenskra barna: Hvað eru foreldrar að gera í dag. Rósa Einarsdóttir og Hildigunnur Friðjónsdóttir. „Skólahjúkrunarfræðingar sinna slysamótttöku, líkam- legum skoðunum, heilbrigðisfræðslu og hvatningu, eftirliti með smitsjúkdómum, koma að meðferð nemenda með þroska- og hegðunarraskanir, áfallahjálp, eineltismálum og aðstoð við nýbúa. Líkamlegar skoðanir verða æ minni þáttur í starfi skólahjúkrunarfræðinga en andlegir og félagslegir þættir fara vaxandi." Framtíðarsýn innan skóiahjúkrunar. Sigrún Barkardóttir. „Mikilvægustu þarfir foreldranna voru að vita hvað sé gert við eða fyrir barnið, að fá nákvæmar upplýsingar um ástand barnsins, að geta treyst því að barnið fái góða hjúkrunar- og læknisþjónustu og að vera vel upplýst um alla meðferð og meðhöndlun sem barnið fær.“ Rannsókn á forgangsröðun þarfa foreldra langveikra barna í heimahúsum. Hörn Guðjónsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir. Greining skráðra símtala á tveimur heilsugæslustöðvum í Reykjavík. Ásta Thoroddsen, Guðbjörg Guðbergsdóttir og Sigríður Brynja Sigurðardóttir. 252 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.