Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Síða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Síða 30
Bandarískír hjúkrunarfræð- ingar í kynnísforð til íslands Fjórir bandarískir hjúkrunarfræðingar heimsóttu ísland í júní sl. í tengslum við ráðstefnu Alþjóðasamtaka hjúkrunar- fræðinga (ICN) í Kaupmannahöfn sem haldin var í júní í sumar. Samtök hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum (SSN) buðu hjúkrunarfræðingum upp á kynnisferðir til landanna þar sem þeim var kynnt það helsta eða nýjasta í hjúkrun eða heilbrigðisþjónustu hvers lands fyrir sig. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sá um dagskrána hér á landi og var hún skipulögð í samvinnu við Gestamóttökuna ehf. Félagið bauð upp á tveggja daga dagskrá sem fólst bæði í faglegum fróðleik og skemmtan. Dagskráin hófst með því að hjúkrunarfræðingarnir voru sóttir á Keflavíkur- flugvöll snemma á föstudagsmorguninn og sá Gestamót- takan um það. Eftir að hafa komið við á hótelum gestanna Heilbrigðisstofnunin, Siglufirði Hjúkrunarfræðingar Okkur vantar hjúkrunarfræðinga strax í fastar stöður og til afleysinga. Hafið þið áhuga á fjölbreyttu starfi hjúkrunar í vinalegu umhverfi lítillar stofnunar? Kynnið ykkur laun og önnur kjör. Ef svo er hafið þá samband og/eða komið í heimsókn og skoðið aðstæður. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar, Siglufirði. Sími: 467 2100 Netfang: gudny@hssiglo.is Heimasíða: www.hssiglo.is Bandarísku hjúkrunarfræðingarnir hressir og endurnærðir eftir bað í Bláa lóninu. Frá vinstri: Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, hjúkrunarfræðingur, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Selma Brophy, Ngozi Nkongho, Vivian Rambo og Barbara Chance. og heimsótt Álafossverksmiðjuna í Mosfellsbæ var ekið til Hveragerðis. Hulda Sigurlína Þórðardóttir, hjúkrunarfor- stjóri Heilsustofnunar, tók þar á móti hópnum og kynnti starfsemi stofnunarinnar, þá sérstaklega þátt hjúkrunar í starfseminni. Að loknum hollum hádegisverði var gengið um svæðið í glampandi sól og hita og skoðuð gróðurhús staðarins en Heilsustofnun ræktar sitt eigið lífræna græn- meti yfir sumartímann. Eftir skemmtilega dvöl á Heilsustofnun var förinni haldið áfram til göngudeildar Bláa lónsins. Farin var Krýsuvíkur- leið og þótti sú ferð með eindæmum skemmtileg vegna sérstakrar náttúru og ótrúlega slæms vegar. Við Bláa lónið tók á móti hópnum Sólveig Björk Granz, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri göngudeildarinnar. Byrjað var á að skoða jarðhitavirkjunina í sérlegum sýningarsal í Eldborg þar sem gestum var sýnt hvernig við nýtum okkar jarðvarma og einnig hvernig jarðskjáiftar gerast hér á landi. Á eftir kynnti Sólveig starfsemi göngudeildarinnar. Sérstaða göngu- deildarinnar og læknandi kraftur lónsins þóttu einstök og var mjög gaman að fá að fræðast um þessi mál. Daginn eftir var farið í skoðunarferð til Þingvalla, Gullfoss og Geysis og lauk deginum að hætti víkinga í víkingaveitinga- húsinu í Hafnarfirði. Á undan var gestum boðið í fordrykk hjá aðstandendum Gestamóttökunnar og þótti þeim bandarísku mikið til koma að heimsækja íslenskt heimili. Hafa þeir sent okkur myndir og kveðjur fyrir vel heppnaða íslandsferð. Hjúkrunarfræðingarnir héldu síðan utan til Kaupmanna- hafnar í bítið á sunnudag tii að taka þátt í ICN-ráðstefnunni sem sett var þá um kvöldið. AJF 254 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.