Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Side 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Side 39
Sjúkrahúsið á Akranesi: i kjúkrunArskv'Ánín^u Á sjúkrahúsinu á Akranesi má segja að bylting hafi verið gerð í hjúkrunarskráningu undanfarna mánuði. Ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga sótti sjúkrahúsið heim til að kynnast þeirri vinnu sem fram hefur farið þar. Það er fram- sýni hjúkrunarforstjórans, Steinunnar Sigurðardóttur, að þakka að þessi vinna hófst en hún ákvað að setja hjúkrun- arfræðing í það verkefni að koma á samræmdri hjúkrunar- skráningu. Jóhönnu Fjólu Jóhannesdóttir var falið það verkefni. Jóhanna hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akranesi í 20 ár, fyrst sem almennur hjúkrunarfræðingur og svo sem deildarstjóri á lyflækningadeild í 13 ár. „Ég hef lengi haft áhuga á skráningu og fylgst með þróun NANDA og staðl- aðra flokkunarkerfa innan hjúkrunar eins og NIC og NOC. Upplýsingasöfnun og skráning er mjög mikilvæg og undir- staða allrar hjúkrunar sem sjúklingum er veitt." Hún segir mikilvægt að hjúkrunarfræðingar þekki vel NANDA-hjúkrun- argreiningar og fyrir hvaða vandamáli hver og ein stendur því innan fárra ára verður skráningin komin á rafrænt form og þá getur val á rangri hjúkrunargreiningu leitt til rangrar hjúkrunarmeðferðar. í BS-námi fyrir nokkrum árum vann Jóhanna Fjóla lokaverkefni undir leiðsögn Ástu Thoroddsen þar sem hún skoðaði skráðar hjúkrunargreiningar lungnasjúklinga úr eldri rannsókn Ástu ásamt því hvernig hjúkrunarfræðingar taka ákvarðanir og mikilvægi reynslu og þekkingar í starfi. „Þá opnuðust augu mín fyrir mikilvægi þess að hafa samræmda hjúkrunarskráningu." Hún bætir við að hún hafi verið deildarstjóri lengi og vegna skorts á starfsfólki hafi hún jafnframt verið mikið í almennum störfum og velt fyrir sér hvernig gera má skrán- inguna markvissari og auka þannig samfellu og gæði hjúkr- unar ásamt því að tryggja að sjúklingar með sömu vanda- mál fái sem besta hjúkrun burtséð frá því hvaða hjúkrunar- fræðingur sinnir honum. „Skráningin eins og hún hefur verið undanfarin ár hefur að mínu mati tekið of mikinn tíma á hverri vakt. Ég tel skráninguna hafa verið of handahófs- kennda fram að þessu og ekki nýst okkur sem skyldi í beinni hjúkrun sjúklinganna. Með því að samræma hjúkrun- arskráninguna og leggja vinnu í að staðla þá hjúkrunar- meðferð, sem veitt er, við tiltekið vandamál spörum við heilmikinn tíma en tryggjum jafnframt að veitt sé rétt með- ferð og stuðlum að auknum gæðum hjúkrunar. Það er þegar vitað hvaða hjúkrunarmeðferð hentar best við hverja NANDA-hjúkrunargreiningu og þetta eigum við að nýta okkur. Þann tíma sem við spörum með markvissari vinnu- brögðum gætum við nýtt til að komast meira að rúmi sjúklingsins en ég held að það sé það sem flestir hjúkrun- arfræðingar myndu kjósa.“ NANDA og NIC Breytingin á hjúkrunarskráningunni hófst á legudeildum SHA í maí 2000 og fólst í því að breytt var úr frjálsri skrán- ingu yfir í staðlaða, samræmda skráningu byggða á NANDA-hjúkrunargreiningu og NlC-hjúkrunarmeðferð. Markmiðið var að koma á samræmdri, skipulagðri skrán- ingu sem byggir á notkun viðurkenndra flokkunarkerfa ásamt því að auka samfellu og gæði hjúkrunar og síðast en ekki síst að minnka þann tíma sem notaður er í að skrá. Áður var ekki unnið með NANDA-hjúkrunargreiningar á handlækninga-, kvensjúkdóma- og fæðingardeild en á lyf- lækningadeild hafði verið unnið með hjúkrunargreiningar frá árinu 1987 og á hjúkrunar- og endurhæfingardeild frá 1997. „Mín vinna var í því fólgin að útbúa þetta nýja kerfi og móta áætlun um hvernig unnt væri að innleiða það í dagleg störf. Ég samræmdi öll eyðublöð, sem notuð eru, í samráði við starfsfólkið og fór vel yfir mikilvægi upplýsinga- söfnunarinnar í ferlinu en miklu máli skiptir að safna réttum upplýsingum og í hæfilegu magni. Upplýsingasöfnun þarf að vera raunhæf og mikilvægt er að fólk týni sér ekki í því sem skiptir ekki máli.“ í upphafi var lögð áhersla á að fræða hjúkrunarfræðinga og Ijósmæður, alls 32, þeim var kennt að nota NANDA og NIC til að tryggja ákveðinn sam- eiginlegan þekkingargrunn þannig að allir gætu orðið virkir þátttakendur. „Að breyta yfir í staðlaða skráningu og samræma þau hugtök og orð, sem við notum, er stórt skref sem ætla þarf góðan tíma í,“ segir Jóhanna. „Það er talið að svona breyting sé 1-3 ár að festast í sessi, þetta krefst þess að starfsfólk tileinki sér önnur vinnubrögð og ákveðna hugar- farsbreytingu. Við merkjum aukna samfellu í hjúkrun eftir breytinguna því fyrir liggur gott plan um hvaða hjúkrun eigi að veita og hér er í raun búið að útbúa ákveðinn gæða- staðal fyrir hverja deild sem er leiðbeinandi fyrir þá hjúkrun sem stofnunin vill að sjúklingar með tiltekin vandamál fái að lágmarki. Til frekari hjálpar við klíníska ákvarðanatöku hafa svo NANDA-hjúkrunargreiningar verið tengdar við um 30 sjúk- dómsgreiningar." Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 77. árg. 2001 263

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.