Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Síða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Síða 43
-Hj likvuKAvw.eS'fe.rð Að hjálpa fólki að hætta að reykja Hér með er hleypt af stokkunum nýjum pistil sem verður reglulega í Tímariti hjúkrunarfræðinga. Ætlunin er að miðla upplýsingum til hjúkrunarfræðinga sem koma þeim að gagni í starfi, ýmist segja frá hagnýtum ráðum eða nýjungum í starfi. Það er Helga Jónsdóttir sem gefur fyrstu ráðleggingarnar. Eftirfarandi samantekt er byggð m.a. á leiðbeiningum frá bandarískum yfirvöldum til heilbrigðisstarfsmanna til að aðstoða þá við að hjálpa fólki að hætta að reykja (sjá http://www.ahcpr.gov og Wewers, Ahijevych og Sarna,1998). Spyrja alla sjúklinga í sérhverri komu Ráðleggja öllum sem reykja að hætta Aðstoða sjúklinga, sem reykja, við að gera áætlun um að hætta því Skipuleggja eftirfylgni Spyrjið hvort viðkomandi reyki/hafi áhuga á að hætta að reykja/hafi einhvern tíma reynt að hætta reykja. Skráið reykingar/reykleysi hliðstætt og lífsmörk eru skráð. Ráðleggingar eiga að vera skýrar (D. Það er mjög mikilvægt fyrir þig að hætta og ég er tilbúin(n) að aðstoða þig) og einstaklingsmiðaðar (vísa í heilsufarsvanda fólks og hvernig reykingar gera hann verri. D. Það allra mikilvægasta fyrir heilsu þína núna er að hætta reykingum). Ákveða hvenær reykingum er hætt. Hvetja til notkunar á nikótínlyfjum. Skoða fyrri tilraunir til að hætta. Gefa ráð til að fyrirbyggja afturhvarf til reykinga. Leita stuðnings annarra. Þarf að eiga sér stað fljótt eftir að hætt er, aftur innan mánaðar og svo eftir þörfum. Hrósa fólki fyrir árangur, áfram er mikilvægt að fyrirbyggja afturhvarf til reykinga. Ef afturhvarf verður, þá hvetja sjúklinga til að reyna aftur og læra af reynslunni. Meðferð til reykleysis er með ýmsu móti og getur verið allt frá þriggja mínútna ráðgjöf til a.m.k. eins árs fjölþættrar meðferðar. Sterkt samband er á milli „umfangs" meðferðar og árangurs. Því yfirgripsmeiri sem meðferðin er því árangurs- ríkari er hún. Nikótínlyf getur þurft að nota í 6 til 18 mánuði. Nota þarf fleira en lyf. Ráðgjöf, stuðningur og heilbrigðis- fræðsla samhliða nikótínlyfjum skila verulegum árangri. Lagt er til að ráðleggja almennari lífstílsbreytingar samhliða reyk- bindindi. Með því er stuðlað að aukinni almennri vellíðan og dregið úr þyngdaraukningu í kjölfar reykbindindis. Þyngdar- aukning er að meðaltali 5 til 6 kg en hverfur með tlmanum. Benda má á meðferð hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur, sími 540 1900, á Reykjalundi, sími 566 6200, Heilsustofnun Náttúrulækningafélags íslands í Hveragerði, sími 483 0300, og Ráðgjöf I reykbindindi, sími 800 6030. Heimildir Dagmar Jónsdóttir og Helga Jónsdóttir (2000). Líkamsrækt til viðbótar við hefðbundna reykleysismeðferð: Áhrif á reykbindindi og þyngdaraukningu. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 76(5), 249-256. Helga Jónsdóttir, Kristlaug Sigríður Sveinsdóttir, Þóra Geirsdóttir, Rósa Jónsdóttir, Edda Steingrímsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir (2001). Að tala við fólk um reykingar. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 77(3), 161-166. http://www.ahcpr.gov. http://www.doktor.is. http://www.reyklaus.is. Wewers, M.E., Ahijevych, K.L., og Sarna, L. (1998). Smoking cessation interventions in nursing practice. Nursing Clinics of North America, 33(1), 61-74. Helga Jónsdóttir er dósent við hjúkrunarfræðideild HÍ og verkefnastjóri á Landspítala, Vífilsstöðum. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 77. árg. 2001 267

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.