Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Page 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Page 57
Forvarnapistill: Anna Eyjólfsdóttir, hjúkrunarfræðingur +oY’UArmr u&aíívíaa Börnin okkar eru það dýr- mætasta sem við eigum og okkur ber að hlúa vel að þeim, veita þeim ástríki og viðurkenningu. Á unglingsár- unum eru mörg atriði sem hafa mikil áhrif á líðan barna okkar. Þau vaxa ört, taka út kynþroskann, tilfinningasveifl- ur eru oft miklar, þau verða fyrir hópþrýstingi frá jafn- öldrum og sjálfstraustið minnkar. Þeim er því nauðsynlegt að hafa einhvern fullorðinn sem þau geta leitað til og treyst fyrir vandamálum sínum og áhyggjum. Ekki er alltaf auð- velt fyrir unglinga og foreldra að ræða saman um viðkvæm málefni. Því getur skólaheilsugæsla og/eða unglingamót- taka verið hentug lausn fyrir þau. Þegar við tölum um forvarnir þarf að hafa heildarsýn yfir líf einstaklingsins allt frá barnæsku til fullorðinsára. For- varnastarf felst í því að hvetja börn og unglinga til heil- brigðra lifnaðarhátta, að temja sér hollt og reglulegt matar- æði, fá næga hreyfingu og hvíld. Þá er fræðsla um getn- aðarvarnir, kynsjúkdóma og vímuvarnir stór þáttur í for- varnastarfi fyrir unglinga. Margt gott námsefni er til sem kennt er í grunnskól- unum og skólahjúkrunarfræðingar eru í lykilaðstöðu að veita forvarnir í samvinnu við kennarana. Hægt er á auðveldan hátt að láta þær tengjast námsefninu hverju sinni, t.d. líffræðikennslu í 6. og 9. bekk. í dag er ekki starfandi skólaheilsugæsla nema í örfáum framhaldsskólum en þyrfti að vera í þeim öllum. Skólahjúkr- unarfræðingur í framhaldsskóla ætti að geta bætt við þá fræðslu sem nemendur fá í skólanum og aukið þekkingu þeirra á kynsjúkdómavörnum og öðrum þáttum tengdum kynheilbrigði. Þeir ættu að geta veitt almenna heilbrigðis- fræðslu og ráðgjöf og unnið að öðrum forvörnum í samvinnu við kennara, námsráðgjafa og fon/arnafulltrúa skólans. Unglingamóttökur eru starfandi á heilsugæslustöðinni á Akureyri og heilsugæslustöðinni Sólvangi í Hafnarfirði. Þar geta ungmenni á aldrinum 14-20 ára fengið viðtal við hjúkrunarfræðing og lækni sér að kostnaðarlausu. Fleiri heilsugæslustöðvar eru að undirbúa að opna unglinga- móttökur og er það mjög jákvætt. Aðaláherslur í forvörnum unglinga innan heilsugæsl- unnar er að finna í markmiðum unglingamóttöku heilsu- gæslustöðvarinnar Sólvangi í Hafnarfirði, en þau eru að: • stefna að því að ungt fólk geti náð og viðhaldið kyn- heilbrigði • fækka eða koma í veg fyrir ótímabærar þunganir ungra kvenna með fræðslu og ráðgjöf • greina kynsjúkdóma og koma í veg fyrir útbreiðslu þeirra og afleiðingar • stuðla að jákvæðri sýn ungs fólks á kynhegðun/kyn- ferði (sexualitet) • hvetja til heilbrigðra lifnaðarhátta ungs fólks með því að greina og hafa áhrif á áhættuhegðun þess, t.d. reyk- ingar, eiturlyfjaneyslu og ofneyslu áfengis • greina geðræn og tilfinningaleg vandamál og bregðast við þeim. Það er mikilvægt að unglingar eigi greiðan aðgang að fræðslu og heilbrigðisþjónustu sem sniðin er að þeirra þörfum. Unglingamóttaka er gott dæmi um slíka þjónustu. Unglingar eru frábært fólk sem gaman er að vinna með og ræða við. Höfundur: Starfar við ungbarnavernd og unglingamóttöku á heilsu- gæslustöðinni Sólvangi í Hafnarfirði. Situr í stjórn deildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga og er fulltrúi þeirra í norrænu samstarfi (NoSB). Starfaði sem deildarstjóri í skólahjúkrun í Reykjavík 1993-2000. Eirberg ehf. | StórhöfSa 25 1110 Reykjavik | Sími 569 3100 | Fax 569 3101 | eirberg@eirberg.is |vAvw.eirberg.is Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 4. tbl. 77. árg. 2001 281

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.