Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 5
FORMANNSPISTILL „MÁLIÐ ÞOLIR ENGA BIГ Á alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga 12. maí, fæðingardegi Florence Nightingale, ræddu hjúkrunarfræðingar um allan heim áhrif mönnunar í hjúkrun á afdrif skjólstæðinga sinna. Slagorðið var „Vel mannað verndar líf“ (Safe staffing saves lives). Um allan heim er við sama vandann að eiga, þ.e. skort á hjúkrunarfræðingum. Vandinn fer vaxandi og bregðast verður við nú þegar. Hér á landi hefur legið fyrir í sjö ár, eða frá því að skýrslan Mannekla í hjúkrun kom út árið 1999, að stefndi í mikinn vanda ef ekkert yrði að gert. Þá þegar var Ijóst að fjölga þyrfti brautskráðum hjúkrunarfræðingum um 25% á ári hverju til að mögulegt væri að manna heilbrigðisstofnanir þannig að „besta heilbrigðiskerfi í heimi", eins og ráðamenn segja gjarnan á hátíðarstundum, standi undir nafni. Ef brugðist hefði verið við og fjöldatakmörkunartalan í hjúkrunarfræðideildum háskólanna hefði verið hækkuð um 25% strax haustið 2000, væri nú að brautskrást þriðji stækkaði hópurinn og hjúkrunarfræðingum hefði fjölgað um tæplega hundrað umfram það sem varð. Eitt hundrað hjúkrunarfræðinga vantar einmitt núna á Landspítala- háskólasjúkrahús (LSH). Mannekla í hjúkrun á bara eftir að aukast á næstu árum ef ekkert verður að gert. Um 40% starfandi hjúkrunarfræðinga hér á landi eru fædd á 6. áratug síðustu aldar. Verulegur hluti þeirra eru aðilar að Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga (LH) og geta átt rétt til töku lífeyris skv. hinni svokölluðu 95 ára reglu. Gera má ráð fyrir að stór hluti þeirra nýti sér þennan rétt enda starf hjúkrunarfræðinga erfitt og viðhorf í samfélaginu almennt að breytast þannig að fólk fer fyrr á eftirlaun en áður. Fólk vill njóta lífsins án starfsskuldbindinga á meðan það hefur heilsu til. Samkvæmt upplýsingum frá LH höfðu á síðasta ári 105 hjúkrunarfræðingar á aldrinum 60-66 ára þegar hafið töku lífeyris. Ef fram fer sem horfir og hjúkrunarfræðingar nýta sér í æ meira mæli rétt sinn til snemmtöku lífeyris verður mannekla á heilbrigðisstofnunum landsins slík, ef ekkert verður að gert, að óhugsandi verður að veita viðunandi heilbrigðisþjónustu. Vandi margra vestrænna ríkja, þar sem niðurskurður í heilbrigðisþjónustu hefur viðgengist í mörg ár og jafnvel áratugi, er sá að heilbrigðiskerfið og hjúkrunarstarfið hefur ekki verið aðlaðandi í augum ungs fólks sem er að velja sér ævistarf. Margar þjóðir standa því frammi fyrir þeim vanda að ungt fólk sækir ekki í hjúkrun. Við íslendingar höfum enn ekki þrengt svo að heilbrigðiskerfinu að við höfum fælt ungt fólk frá því. Þannig sækja tvöfalt fleiri stúdentar um nám í hjúkrunarfræði ár hvert en fá rétt til að halda áfram námi skv. reglum um fjöldatakmörkun. Þennan áhuga unga fólksinsverðurað nýta.fjölganámsplássum í hjúkrunarfræðideildunum nú þegar um 25% þannig að frá og með vori 2010 brautskráist um 150 hjúkrunarfræðingar árlega hér á landi. Til slíkrar fjölgunar þarf fjármagn. Hjúkrunarfræðideildirnar þurfa fjárveitingar í samræmi við fjölda nemenda og kostnað sem fylgir svo klínísku námi sem hjúkrunarfræðin er. Umræður um heilbrigðisþjónustu í æðstu stjórnsýslu landsins hafa allt of oft verið á þann veg að of mikið fjármagn fari í heilbrigðisþjónustuna. Menn leyfa sér að tala um „botnlausa hít“ eins og ekkert fáist fyrir það fjármagn sem veitt er til heilbrigðismála. Arðsemi heilbrigðisþjónustu ætti þó að vera hverjum manni Ijós sem vill meta einhvers færri veikindadaga, styttri sjúkahúslegu, minni lyfjanotkun, færri ótímabær andlát og betri líðan einstaklinga, svo eitthvað sé nefnt. Stundum er talað þannig að samkomulag sé um að fjárveitingar til heilbrigðismála skuli aldrei fara yfir 10% af vergri landsframleiðslu. Einhvers konar glerþak hefur þannig myndast. Engin opinber umræða um slíkt þak hefur þó farið fram og almenningur virðist þvert á móti vilja kosta því sem til þarf til að tryggja góða heilbrígðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Leiða má líkur að því að niðurskurðar- krafa sú, sem sett var á Landspítala- háskólasjúkrahús í árslok 2003 og leiddi til þess að fækka þurfti um 100 ársverk á sjúkrahúsinu, hafi verið þáttaskil í starfseminni. Þau fimm misseri, sem liðið hafa frá þessum niðurskurði, hafa reynt verulega á þolrif starfsfólks og nú virðist mælirinn fullur. Hjúkrunarfræðingar sögðu hingað og ekki lengra á fjölmennum fundi hjúkrunarráðs LSH 5. apríl síðast liðinn. í ályktun, sem samþykkt var á fundinum, segir m.a. að skortur á hjúkr- unarfræðingum hafi nú þegar komið niður á gæðum þjónustunnar og ógnað öryggi sjúklinga. Skorað var á „ráðuneyti heilbrigðis-, mennta- og fjármála, Háskóla íslands og Háskólann á Akureyri sem og heilbrigðisstofnanir landsins að taka nú höndum saman um lausn vandans". Málið þoli enga bið. Mikilvæg umskipti urðu síðan í baráttunni fyrir öryggi sjúklinga á LSH og gegn manneklu í hjúkrun 11. maí sl. þegar á þriðja hundrað stjórnendur á LSH, með forstjóra stofnunarinnar í broddi fylkingar, gengu opinberlega til liðs við hjúkrunarfræðinga og aðra starfsmenn í því að vekja stjórnvöld til vítundar um alvarleika manneklu í hjúkrun á LSH. í ályktun stjórn- endanna segir m.a.: „Ógerlegt er að veita bráðveikum sjúklingum mannsæmandi þjónustu, gangainnlagnir eru viðvarandi, ekki tekst að manna bráðnauðsynlegar þjónustueiningar vegna skorts á starfsfólki og á siðferðiskennd starfsfólks reynir daglega því ekki er hægt að mæta þörfum sjúklinga eins og áskilið er.“ Öryggi sjúklinga og öryggi hjúkrunar- fræðinga fer saman. Gæði þjónustu og starfsánægja hjúkrunarfræðinga fara saman. Nú fara einnig saman viðhorf og vilji stjórnenda LSH og hjúkrunarfræðinga til að bregðast við því ástandi sem skapast hefur á sjúkrahúsinu. Aðgerða er þörf strax. Málið þolir enga bið. elsa@hjukrun.is Elsa B. Friöfinnsdóttir Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.