Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 54
Tilkynning um netnámskeiðið „Geðvernd eftir barnsburð”.
Hjúkrunarfræðingum og Ijósmæðrum heilsugæslustöðva,
sem hafa tekið þátt í rannsókninni „Efling geðheilsu eftir
fæðingu” frá árinu 2001, hefur árlega staðið tii boða
netnámskeiðið „Geðvernd eftir barnsburð”. Námskeiðið er
nú enn í boði að því tilskildu að lágmarksþátttakendafjöldi
(20) náist. Tilgangur námskeiðsins er að dýpka þekkingu
á líðan kvenna eftir barnsburð, að fjalla um hvaða áhrif
vanlíðan getur haft á konur, maka þeirra og ungbörn, og
hvaða áhrif óvær börn hafa á líðan foreldra. Kynntar eru
aðferðir til að draga úr vanlíðan og kennd er skráning
hjúkrunargreiningar og meðferðarúrræða samkvæmt
flokkunarkerfi NANDA og NIC.
Námskeiðið stendur í átta vikur og fer fram á netinu,
en þátttakendur hittast í upphafi námskeiðsins og í
lokin í Eirbergi. Forsenda fyrir þátttöku er að á heilsu-
gæslustöðvum hafi verið skimað eftir vanlíðan hjá
konum, sem hafa nýlega alið barn, með Edinborgar-
þunglyndiskvarðanum (EPDS).
Hjúkrunarforstjórar, sem hafa áhuga á að bjóða hjúkrunar-
fræðingum og Ijósmæðrum á sinni heilsugæslustöð upp
á námskeiðið geta sent dr. Mörgu Thome beiðni um það
á tölvupóstfangið marga@hi.is og tilgreint hugsanlegan
þátttakendafjölda og aðila sem ber kostnaðinn.
Námskeiðinu er lýst í hnotskurn í eftirfarandi grein:
Eygló Ingadottir, Marga Thome og Brynja Örlygsdóttir
(2006). Nettengt fjarnám um geðvernd eftir barnsburð:
Mat hjúkrunarfræðinga á nýrri leið til símenntunar. Tímarit
hjúkrunarfræðinga, 1(82),46-51.
FróðleikumEPDSeraðfinnaíbæklingnum„Geðheilsuvernd
mæðra eftir fæðingu: Greining á vanlíðan með Edinborgar-
þunglyndiskvarðanum og viðtölum.” Bæklingurinn er til
sölu á skrifstofu hjúkrunarfræðideildar Háskóla íslands og
kostar 300 kr.
Áhættumat og forvarnir hjarta- og æðasjúkdóma
Á vef Landlæknisembættisins eru komnar út nýjar klínískar
leiðbeiningar um áhættumat og forvarnir hjarta- og
æðasjúkdóma. í leiðbeiningunum er fyrst og fremst fjallað
um meðferð við hækkaðri blóðfitu, en auk þess er bent á
mikilvægi annarra áhættuþátta, s.s. reykinga, hreyfingar-
leysis og offitu, blóðþrýstings og blóðsykurs, og nauðsyn
þess að draga úr öllum þessum áhættuþáttum.
Ekki er lengur ráðlagt að nota aðrar aðferðir við mat á
áhættu en þær sem byggja á íslenskum gögnum og bent
á áhættureiknivél Hjartaverndar (www.hjarta.is) í stað
áhættukorta sem eru ekki eins nákvæm.
FRÉTTAPUNKTUR
Leiðbeiningarnar leysa af hólmi eldri leiðbeiningar um
þessi efni sem komu út á árunum 2000 og 2001 og
voru endurskoðaðar árið 2003. í framhaldi þeirrar vinnu
var stofnaður nýr vinnuhópur sem hefur nú endurunnið
leiðbeiningarnar. Formaður vinnuhópsins er Emil L.
Sigurðsson læknir, en Sigurður Helgason læknir hefur unnið
með hópnum fyrir hönd stýrihóps um klínískar leiðbeiningar
á vegum Landlæknisembættisins. Sjá nánar. http://
www.landlaeknir.is/template1 .asp?pageid=1&nid=776
og sjálfar leiðbeiningarnar: http://www.landlaeknir.is/
templatel .asp?PagelD=1080
52
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006