Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Síða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Síða 27
þjónustunnar þau sömu? Hvað er gert til þess að nýta hæfileika og þekkingu þessara hjúkrunarfræðinga til fulls? Hvernig er þeim tryggð sanngjörn meðferð? Á ráðstefnunni kynnti Jarmes Buchan frá Kings Fund í London rannsókn á erlendum hjúkrunarfræðingum í London. Hann lagði áherslu á að niðurstöður hans sýndu að erlendir hjúkrunarfræðingar væru ekki einsleitur hópur. Ástæður þeirra fyrir því að vinna í öðru landi eru ólíkar og þar af leiðandi hafa þeir mismunandi væntingar og þarfir. Rannsóknin leiddi í Ijós að hjúkrunarfræðingar, sem fóru til London, skiptu fljótt um starfsvettvang og þeir nutu ekki sömu starfsþróunartækifæra og innlendir hjúkrunarfræðingar (Buchan, Jobanputra og Gough, 2005). Meginniðurstaða ráðstefnunnar Meginniðurstaða ráðstefnunnar er að til þess að skapa jákvætt starfsumhverfi er nauðsynlegt að koma fram við alla hjúkrunarfræðinga af virðingu og heiðarleika. Viðurkenna og umbuna fyrir hæfileika og getu þeirra, auka starfsánægju þeirra og draga úr flótta úr stéttinni ásamt því að tryggja að sjúklingum sé veitt hágæða þjónusta Niðurstöðurnar eru teknar saman í eftirfarandi punktum: 1. Lög og reglugerðir í viðkomandi landi styðji við jákvætt starfsumhverfi. 2. Búferlaflutningar. Safna þarf gögnum og greina ástæður fyrir flutningum hjúkrunarfræðinga til þess að hægt sé að hafa upplýsingarnar tiltækar við ráðningar og mannauðsstjómun. Hver er hvati hjúkrunarfræðinganna til þess að vinna í landinu? Hvernig má hjálpa þeim að haldast í starfi? Hvernig er hægt að styðja hjúkrunarfræðingana þegar þeir vija fara heim aftur? Það er mikilvægt að sú reynsla, sem hjúkrunarfræðingarnir fá, nýtist þeim þegar heim kemur. 3. Greining mannafla í hverju landi fyrir sig. Áhersla er lögð á að hvert land greini þörf fyrir hjúkrunarfræðinga og leiti eftir jafnvægi á milli hjúkrunarfræðinga frá viðkomandi landi og erlendra hjúkrunarfræðinga. 4. Samfélagið og fjölbreytni. Það er siðferðileg ábyrgð okkar allra að kunna að meta fjölbreytni. Aðlögunarferli erlendra hjúkrunarfræðinga þarf að taka tillit til þeirra félagslegu og menningarlegu þarfa sem viðkomandi hefur. Mikilvægt er að allir sem hlut eiga að máli standi saman við að taka á móti erlendum hjúkrunarfræðingum - fagfélag, stofnanir, samfélagið og menntastofnanir. Lögð var áhersla á að nota leiðbeinendur (handleiðslu) við aðlögun erlendra hjúkrunarfræðinga 5. Umönnun sjúklinga og menningar- bundin hæfni. Halda þarf við hæfileikum erlendra hjúkrunarfræðinga , þá þarf að meta að verðleikum og veita þeim sömu starfsþróunartækifæri. Tryggja þarf menntun og þjálfun til að brúa menningarbundinn mun og tryggja þannig öryggi sjúklinga og árangursríkt hópastarf. Þetta má gera með því að veita stuðning við aðlögun að ólíku heilbrigðiskerfi, tungumáli, lyfjum og tækni. 6. Stefna í ráðningarmálum sé siðferði- lega rétt og almenn vitund fólks um ábyrgð þess að aðlagast fjölbreytileika í fagstéttinni sé til staðar. Taka þarf strax á fordómum sem upp koma á meðal starfsfólks, sjúklinga og samfélags. Erlendir hjúkrunarfræðingar fá tækifæri til að gera áætlanir um þróun sína í starfi líkt og aðrir hjúkrunarfræðingar. Tryggt sé að fagleg þekking þeirra nýtist í starfi. Lagt var til að bjóða erlendum hjúkrunarfræðingum upp á leiðbeinendur til þess að auðvelda þeim aðlögun að nýrri menningu og starfsumhverfi. Erlendir hjúkrunarfræðingar á íslandi Það er erfitt að gera sér grein fyrir fjölda erlendra hjúkrunarfræðinga á íslandi. Árið 2004 tók FÍH saman upplýsingar um erlenda hjúkrunarfræðinga. Þá höfðu að meðaltali 20 erlendir hjúkrunarfræðingar fengið leyfi til að starfa á íslandi á ári undangengin þrjú ár. Gera má ráð fyrir að þessir hjúkrunarfræðingar starfi víðs vegar um landið, á hinum ýmsu stofnunum. Lítið er vitað um hagi þeirra og hvað býr að baki ákvörðun þeirra að flytjast til íslands. Rannsókn Hildar Magnúsdóttur (2005) á erlendum hjúkrunarfræðingum starfandi á íslandi leiddi í Ijós að hjúkrunarfræðingum, sem hingað flytjast, finnst erfitt að aðlagast í fyrstu. Aðlögun þeirra tók mislangann tíma og hafði kunnátta þeirra í íslensku mikið að segja. Lokaorð Alls staðar í heiminum er leitast við að bjóða hágæðaheilbrigðisþjónustu. Á sama tíma er heilbrigðisþjónustunni í hverju landi íþyngt með skorti á heilbrigðisstarfsfólki. Stjórnvöld og heilbrigðisstofnanir hafa verið gagnrýnd fyrir að leysa ekki vandamálin, sem búa að baki, og treysta um of á búferlaflutninga hjúkrunarfræðinga. í þriðjaheimslöndum er vandamálið enn víðtækara. Þaðan fara hjúkrunarfræðingar til þess að starfa í hinum vestræna heimi þar sem þeir hafa vafalítið betri laun. En í heimalandinu er mikil þörf fyrir starfskrafta þeirra og því má velta því fyrir sér hvort það sé siðferðilega rétt af vestrænum þjóðum að sækja sína hjúkrunarfræðinga þangað. Búferlaflutingar hjúkrunarfræðinga eru staðreynd. Fjölbreyttur menningarlegur bakgrunnur starfsfólks á heilbrigðis- stofnunum á íslandi gerir okkur betur í stakk búin til að sinna skjólstæðingum okkar sem einnig hafa fjölbreyttan menningarlegan bakgrunn. Faglegur, menningarlegur og samfélagslegur stuðn- ingur er erlendum hjúkrunarfræðingum mikilvægur og því er nauðsynlegt að yfirvöld, vinnuveitendur og fagfélag leggi sitt af mörkum til þess að skapa erlendum hjúkrunarfræðingum, sem hér vilja vinna, jákvætt starfsumhverfi. Heimildaskrá Adams, E., og Kennedy, A. (2006). Positive Practice Environments. Key Considerations for the Development ofa Framework to Support the Integration of International Nurses. Genf: International Centre on Nurse Migration. Buchan, J., Jobanputra, R., og Gough, P. (2005). Internationally recruited nurses in London. Profile and implications for policy. Kings Fund Research summary. Sótt 25. febrúar 2006 á: http://www.kingsfund.org.uk/applications/ paginated/publications.rm?categories=&term= Nurse+migration&oldterm=&startlndex=0&this Page=1&theme_name=resources&sectionJd= 13&id=30&advancedSearch=false. Hildur Magnúsdóttir (2005). Overcoming strange- ness and communication barriers: a phenom- enological study of becoming a foreign nurse. International Nursing Review, 52 (263-269). Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006 25

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.