Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 37
Yvonne Warner með börnum sínum mömmu í margar vikur," bætti Harley við. Þær þorðu ekki einu sinni að sitja hjá móður sinni í sófanum þennan mánuð sem HABL-deildín var starfrækt. Paul, eiginmaður Yvonne, bjó þó áfram heima. „Ég hefði alveg eins getað smitast af HABL annars staðar," sagði hann þegar hann kom heim úr gönguferð með hund fjölskyldunnar. Já, reyndar sváfu þau í sama rúmi en Yvonne átti engu að síður í erfiðleikum með svefn. Áhyggjurnar nöguðu hana. Hún fann fyrir þyngslum í brjósti og var með niðurgang. Hún stíkaði fram og aftur í íbúðinni að næturlagí og reyndi að láta sér líða í brjóst á sófanum. „Einn morgunínn, þegar ég gekk inn á deildina mína, brast ég í grát. Ég vildi ekki fara inn.“ Hjúkrunarfræðingarnir voru sjálfir úrvinda af álaginu en áttu að annast sjúklinga með mjög hættulegan og smitandi sjúkdóm. Hvernig myndi þeim takast að verja sig? Það vissi enginn. Svo virtist sem HABL gæti borist gegnum allar varnir. Yvonne leggur nokkrar greinar um HABL-faraldurinn úr blöðum og tíma- ritum á eldhúsborðið. Á forsíðumynd fjölskyldutímaritsins „Chatelaine" má sjá Yvonne þar sem hún situr í grasinu með tveimur samstarfskonum sínum. Þær sýnast ánægðar á svip í vorsólinni. Greinin fjallar um vinnustað þeirra, skurðdeild sem breytt hefur verið í HABL-deild með 18 rúmum, og erfið störfin þar. Skömmu síðar veiktust báðir hinir hjúkrunarfræðingarnir á myndinni. Það fyllti hitt starfsfólkið hræðslu. Þær höfðu smitast þrátt fyrir besta fáanlega hlífðarbúnað, fatnað og grímur. Á einni myndinni, sem Yvonne tók á deildinni, má sjá annan hjúkrunarfræðinginn, sem veiktist, sitja með hendur fyrir andliti þannig að ekkert sést af henni nema augun. „Við stríðum henni stundum og segjum að hún hafi smitast af því að sitja alltaf svona," segir Yvonne og brosir. Stöðugt voru gefnar út nýjar reglur um hvernig hlífðarfatnað starfsfólkið átti að nota. Undir lokin var það farið að ganga í tvöföldum hlífðarskikkjum og bar tvöfalda hanska og grímur og andlitshlíf yfir. Tvöfalda gríman skarst inn í andlitið, hitnaði og límdist við hörundið og höfuðverkur fylgdi. „Við önduðum í sífellu að okkur eigin lofti." Starfsfólkið varð að bera grímurnar allan tímann og því gafst lítill tími til að fá sér vatnssopa úr flöskunum sem það hafði til afnota. Það tók sinn tíma að fara í mat. Starfs- fólkið varð að fara úr öllum fötum, fara í steypibað og láta sótthreinsa sig áður en það mátti fara á aðrar deildir sjúkrahússins. HABL-hjúkrunarliðið varð að sitja með góðu millibili og í tveggja metra fjarlægð frá öðru starfsfólki í matsalnum til þess að forðast smit á meðan það tók niður grímurnar. Starfsliðinu var uppálagt að hafa sem minnst samskipti við sjúklingana og Yvonne þótti það bæði vera kostur og galli. Þegar hún hugsar til sjúklinganna verður hún svolítið vandræðaleg á svip og segir að það hljóti að hafa verið skelfilegt fyrir þá en svo verður hún ákveðin á svip: „Ég man varla eftir sjúklingunum því ég var svo upptekin af því að vernda sjálfa mig, upptekin af mínum eigin þörfum en ekki sjúklinganna. Ég er miður mín núna yfir þessari eigingirni. Mér fannst ég ekki vera góður hjúkrunarfræðingur." Þótt nú séu liðin mörg ár langar hana enn til þess að hitta sjúklingana og setjast niður með þeim til samræðna. Engu að síður vill hún helst gleyma þessu öllu saman. Hún man nú orðið ógreinilega eftir því hverjir lifðu af og hverjir létust. Báðar samstarfskonur hennar þraukuðu sjúkdóminn af þótt önnur þeirra hafi síðan glímt við vandamál í lungum. Á HABL-deildinni unnu 25 hjúkrunar- fræðingar og þeir fengu stundum önnur verkefni til þess að draga úr álaginu. Þar má til dæmis nefna störf í tjaldi við inngang sjúkrahússins en þar var mældur og skráður hiti allra gesta til þess að tryggja að enginn með einkenni HABL kæmist inn. Hjúkrunarfræðingarnir fengu einnig tækifæri til þess að ræða við félagsráðgjafann, Bill, sem kom daglega og ræddi við þá sem það vildu. Endurminningin um nuddarann, sem kom til að hjálpa hjúkrunarfræðingunum að slaka á, yljar þó Yvonne hvað mest. Að hennar mati sinnti yfirstjórn sjúkrahússins þeim vel. Allt starfslið HABL-deildarinnar fékk vikufrí þegar hættuástandið var afstaðið. Það var þó aldrei spurt um hvort það vildi vinna með HABL-sjúklingum. „Við köstuðum okkur bara út í verkefnið, það var ekki um neitt að velja.“ Mörgum mánuðum síðar áttaði hún sig á því að nágrannar hennar höfðu óttast hana en sú eina sem þorði að segja að hún vildi ekkert með fjölskylduna hafa var leirlistarkennari dætra hennar. Hún hringdi eitt kvöldið og sagði að stúlkurnar væru ekki velkomnar í tíma hjá sér vegna þess að Yvonne ynni við HABL-sjúklinga. „Við héldum okkur þó út af fyrir okkur þann mánuð sem deildin var opin. Þetta er Iftið samfélag og allir vita að ég er hjúkrunarkona." Fyrir skömmu rifjaðist HABL-tímabilið upp fyrir starfsliðinu. Hermannaveiki braust út á elliheimili og 17 manns létust. Tveir sjúklinganna voru lagðir inn á Markham Stouffville sjúkrahúsið. „Myndum við bjóðast til þess að endurtaka það?“ spurði starfsliðið hvað annað. „Það fylgdi því svo mikið álag og miklar tilfinningar að tárin brutust fram við það eitt að hugsa um það,“ segir Yvonne. „Ég myndi auðvitað endurtaka þetta en hvergi nema á mínu eigin sjúkrahúsi." Staðreyndir um HABL Heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu (HABL/Severe Acute Respiratory Syndrome - SARS) er rakið til corona-veiru sem smitast með snertingu. Þess vegna er starfsfólk sjúkrahúsa í mikilli smithættu. Meðgöngutími sjúkdómsins er allt að tíu dögum. Um helmingur eldra fólks og fólks með aðra alvarlega sjúkdóma, sem veikist, deyr af HABL en hlutfallslega mjög fáir úr hópi yngra fólks sem var heilbrigt fyrir. Dæmigerð einkenni HABL eru viðvarandi sótthiti í tíu daga eða jafnvel lengur og ekki dugir að gefa t.d. parasetamól við honum. Níu af hverjum tíu sjúklingum fá lungnabólgu og enn hefur engin viðunandi meðferð fundist við HABL. í lok júní 2003 höfðu fundist 8.463 sjúkdómstilfelli sem líklega voru HABL og Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.