Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 41
FRETTAPUNKTUR Frétt frá Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði Helga Bragadóttir, forstöðumaður Einstaklingum, félögum og fyrirtækjum gefst kostur á að gerast stofnfélagar í Rann- sóknasjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur. Stjóm Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands og Landspítala-háskólasjúkrahús vinnur nú að skipulagsskrá Rannsóknasjóðs Ingibjargar R. Magnús- dóttur. Markmið sjóðsins er að styrkja hjúkrunarfræðinga og Ijósmæður í doktorsnámi. Til þess að sjóðurinn geti gegnt hlutverki sínu þarf að efla hann og styrkja. Einstaklingum, félögum og stofnunum gefst nú kostur á að gefa í sjóðinn og gerast stofnfélagar í honum. Hægt er að gefa í sjóðinn á heimasíðu Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði, http:// ugla.hi.is/K2/eydublad.php?fid=230, eða hringja í síma stofnunarinnar, 525-5280. Ingibjörg R. Magnúsdóttir, fyrrverandi námsbrautarstjóri námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands og skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti nu, gaf Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði nýverið eina milljón króna til stofnunar sjóðsins. f kjölfarið ákvað stjórn stofnunarinnar að leggja fram eina milljón króna í sjóðinn. Á ársfundi Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði 26. janúar sl. færði Magnús Friðrik Guðrúnarson, frændi Ingibjargar R. Magnúsdóttur, sjóðnum 100.000 krónur með von um að börn fengju að njóta góðs af. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Ljósmæðrafélag íslands, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og Glitnir hafa gefið vilyrði fyrir stofnfé í sjóðinn auk þess sem sjóðnum hafa borist fjölmargar gjafir fyrir tilstuðlan dr. Sigrúnar Gunnarsdóttur, hjúkrunarfræðings. Ingibjörg R. Magnúsdóttirhefurveriðeinn ötulasti talsmaður háskólanáms hjúkrunarfræðinga á íslandi og var ein þeirra sem stóð að því að hjúkrunarfræðinám á íslandi var fært upp á háskólastig með stofnun námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands árið 1973. Stofnun námsbrautar í hjúkrunarfræði markaði upphaf rannsókna í hjúkrunarfræði á íslandi. Þá hófst kennsla í undirstöðuþáttum rannsókna sem síðan hafa eflst og vaxið. Hjúkrunarfræðin efldist enn frekar þegar Háskólinn á Akureyri var stofnaður árið 1987 þar sem hjúkrunarfræði hefur verið kennd síðan. Mark frumkvöðlanna, sem stóðu að háskólamenntun hjúkrunarfræðinga, var sett hátt og 1998 var aftur brotið blað í sögu hjúkrunarfræðimenntunar á íslandi með tilkomu meistaranáms í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands. Áður þurftu hjúkrunarfræðingar og Ijósmæður að sækja sér framhaldsmenntun til útlanda, utan að Háskólinn á Akureyri bauð um tíma upp á fjarnám í meistaranámi í hjúkrunarfræði í samstarfi við Háskóiann í Manchester í Englandi. Árið 2000 varð námsbraut í hjúkrunarfræði sjálfstæð deild innan Háskóla íslands, hjúkrunarfræðideild. Deildin setti sér þá það markmið að efla enn frekar framhaldsnám hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra og árið 2005 voru fyrstu nemendurnir skráðir í doktorsnám við deildina. Stefna hjúkrunarfræðideildar að efla framhaldsnám til meistara- og doktorsprófs samrýmist stefnu Háskóla íslands íþeim efnum enda vaxtarbroddurhverrarfræðigreinarfólginn í doktorsnemendum hennar. Núverandi rektor Háskóla íslands, Kristín Ingólfsdóttir, setur fjölgun doktorsnema við Háskóla íslands næstu árin á oddinn og fylgir þar með í fótspor forvera síns, Páls Skúlasonar, sem markaði stefnu um fjölgun nemenda í doktorsnámi við Háskóla íslands. Stefna stjórnvalda í doktorsmenntun í landinu er skýr. Samkvæmt ályktun vísinda- og tækniráðs frá 19. desember sl. er áhersla lögð á að efla doktorsnám á íslandi, þar með talið í heilbrigðisvísindagreinum, en vísinda- og tækniráð hefur það hlutverk að marka stefnu stjórnvalda í vísinda- og tæknimálum. Doktorsmenntun er forsenda rannsókna- og vísindastarfa og í ályktuninni er m.a. bent á að öflugar rannsóknir í heilbrigðisvísindum eru grunnur að framförum í heilbrigðisþjónustunni. Framfarir í heilbrigðisvísindum, þar á meðal hjúkrunarfræði og Ijósmóðurfræði, eru forsenda þess að háleitum markmiðum heilbrigðisáætlunar til ársins 2010 verði náð. Heilbrigðisþjónusta á íslandi þarf á fleiri doktorsmenntuðum hjúkrunarfræðingum og Ijósmæðrum að halda til að fullnægja kröfum samfélagsins í framtíðinni. Þegar hafa um 25 hjúkrunarfræðingar á íslandi lokið doktorsprófi en með tilkomu náms til doktorsprófs í hjúkrunarfærði hér heima gefst fleirum en áður kostur á æðri menntun. Menntun og rannsóknir eru lykillinn að því að besta mögulega hjúkrun sé veitt hverju sinni. Ingibjörgu er færðar bestu þakkir fyrir gjöf sína og frumkvæði að stofnun sjóðsins. Öðrum gefendum í sjóðinn eru jafnframt færðar bestu þakkir fyrir. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.