Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 42
Ingibjörg H. Elíasdóttir, hjúkrunarfræðingur, ingibjorg@islandia.is
HUGARHVARF - LÍFIÐ HELDUR ÁFRAM MEÐ HEILABILUN
Hugarhvarf er nýíslenskfræðslumynd um heilabilun. Handritshöfundar
og framleiðendur myndarinnar eru þær Guðrún Hildur Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingurog kennslustjóri ásjúkraliðabraut Fjölbrautaskólans
við Ármúla, Berglind Magnúsdóttir, sálfræðingur, og Þórunn Bára
Björnsdóttir, sjúkraþjálfari, báðar starfandi á öldrunarsviði LSH.
Fylgst er með hjónunum Elsu og Andrési
frá því rétt áður en Elsa greiníst með
alzheimersjúkdómínn og áhrifum hans á líf
þeirra næstu árin. Handavinnukennarinn
Elsa fyllist óöryggi, kvíða og vanlíðan
þegar hún gleymir einföldum athöfnum
eins og að fella af lykkjur, hvernig bíl hún
fór á í búðina og þegar hún ratar ekki heim
til sín. Með glettni í augum bregst hún við
með hvítri lygi og kemur ótrúlega vel
fyrir á minnismóttökunni á Landakoti þar
sem Jón Snædal, öldrunarlæknir, leikur
sjálfan sig svo frábærlega að mér datt
helst í hug að hann vissi ekki að hann var
á hvíta tjaldinu. Einníg eru góð dæmí um
hvernig Andrés leitast við að njóta góðu
stundanna í stað þess að vera stöðugt
að „mæla minnið og getuna" og hvernig
róðurinn þyngist þegar sjúkdómurinn
ágerist. Inn í frásöginína fléttast góð
dæmi og útskýringar um verk-, mál- og
skipulagsstol.
Kristbjörg Kjeld og Gísli Alfreðsson
leika aðalhlutverkin og eru einu atvinnu-
leikararnir auk sögumannsins, Arnars
Jónssonar. Önnur hlutverk eru m.a. leikin
af félögum í kór eldri borgara í Reykjavík
og starfsfólki á Landakoti sem kemurfram
í sínum eigin hlutverkum. Öll hlutverkin
eru vei leikin á framúrskarandi hátt. Ég
held ekki að hallað sé á neinn þó ég
segi að Kristbjörg sé stjarna myndarinnar
ásamt handritshöfundunum. Svipbrigðin í
andliti hennar dofna, stirðleiki kemur fram
og það dregur úr allri líkamstjáningu.
Þetta lýsir vel hvernig sjúklingurinn lokast
inni, ófær um að tjá sig og minna og
mínna sést í upphaflegu pe'rsónuna sem
ástvinirnir þekktu.
Myndin er byggð upp af stuttum lýsandi
myndskeíðum, með stígandaallantímann.
Hún er falleg, vel gerð og hafði sterk áhrif
á mig og ég hugsaði: „Já, nú mun fólk
skilja betur hvernig þetta er.‘‘ Ástæða
þess er að myndin sýnir persónuna Elsu,
væntumþykju ástvini hennar og nærgætni
og stuðning fagfólks að störfum. Væmni
kemur ekki fyrir og myndskeiðin tala sínu
máli sjálf. Það er notaleg ró yfir myndinni
og tónlist Barða Jóhannessonar eykur
áhrifin en ég kannaðist við óþolinmæði
mína þegar reyndi á þolrifin í Andrési.
Ég er full aðdáunar yfir framtakínu og
óska höfundum og leikurum til hamingju
með afraksturinn. Ég er ekki í nokkurum
vafa um að Hugarhvarf- lífið heldur áfram
með heilabilun mun auka skilning á líðan
og aðstæðum heilabilaðra, aðstandenda
þeirra og umönnunaraðila. Ég skora á
stjórnendur í heilbrigðisþjónustu að taka
á móti nýju starfsfólki strax í vor með
sýningu þessarar myndar. Ég tel myndina
munu geta leiðrétt fyrirframgefnar
hugmyndir sumra og dregíð úr óöryggi
starfsfólks sem stundum er hrætt við
heilabilaða sjúklinga að ástæðulausu. Því
míður hefur stundum verið horft meira
til sjúkdómsgreiningarinnar heldur en til
persónuleika og styrkleika hvers og eins.
Á heimasíður LSH kemur fram að hægt
er að panta myndina í síma 5439898 eða
á netfanginu: halldbj@landspitali.is. Verð
DVD-dísksins er 4000 kr.
Ingibjörg H. Elíasdóttir, hjúkrunarfræðingur á
móður sem greindist með alzheimersjúkdóminn
fyrir rúmlega 8 árum og býr nú á Hrafnistu í
Hafnarfirði.
40
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006