Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 31
Inflúensuveirur - fuglaflensu- veirur, hver er munurinn? Inflúensuveirur eru af hópi svokallaðra orthomyxoveira og eru þrír meginstofnar veirunnar þekktir; inflúensuveira A, sem er sameiginlegur sjúkdómsvaldur í mönnum og dýrum, inflúensuveira B, sem sýkir eingöngu menn, og inflúensuveira C sem veldur mun vægari sýkingum í mönnum en A- og B-stofnarnir. Inflúensa A og B valda árlega flensufaröldrum en orsök þess er m.a. að stöðugt eiga sér stað lítilsháttar breytingar á erfðaefni veiranna og það leiðir til þess að mótefnavakar utan á veirunni breyta sér lítillega ár frá ári og kallast það mótefnavakaflökt (antigenic drift) (Upplýsingar um inflúensu, 2006). Mótefnavakar á yfirborði inflúensuveira kallast hemagglútínín (HA) og nevramíníðasi (NA) en undirflokkun inflúensuveira byggist á þeim og nöfn hvers undirflokks dregin af upphafs- stöfunum og númerum sem hverjum undirflokki eru gefin. Hver undirflokkur inflúensuveiru A sýkir að öllu jöfnu ákveðnar dýrategundir, t.d. menn, ákveðnar fuglategundir, svín, kattardýr, hesta eða seli og er sjaldgæft að sýkingar verði á milli tegunda. Af á annað hundrað undirtegunda fuglainflúensuveiru A eru aðeins fjórar tegundir, að undanskildum H 1-3 og N 1-2 sem vitað er að hafi sýkt menn, þ.e. H5N1, H7N3, H7N7 og H9N2 og hafa sýkingarnar valdið vægum einkennum að undanskilinni H5N1 veirunni (WHO, 2006). Villtir vatnafuglar, s.s. endur og gæsir, eru náttúrulegir hýslar veirunnar og geta borið hana í görnunum án þess að bera einkenni sýkingar en aðrar fuglategundir, s.s. alifuglar, geta verið viðkæmir fyrir henni (Haraldur Briem, 2005). Ekki er að fullu Ijóst hverjar smitleiðir H5N1-afbrigðisins hafa verið hjá mönnum sem tekið hafa 4veikina en allt bendir til að það sé mikil nánd við dauða og sýkta hænsnfugla og hafa tilfellin flest verið í afskekktum héruðum þar sem fátækt er mikil og upplýsingastreymi af skornum skammti. Fuglainflúensa er fyrst og fremst fuglasjúkdómur en Ijóst er að því lengur sem faraldurinn varir í fuglum því meiri líkur eru á að breytingar verði á erfðaefni H5N1-veirunnar sem geta leitt til heimsfaraldurs inflúensusýkinga í mönnum (Haraldur Briem, 2006). Heimsfaraldur inflúensu Heimsfaraldur inflúensu verður þegar meiri háttar breytingar verða á erfðaefni inflúensu A veirunnar, kallað uppstokkun mótefnavaka (antigenetic shift), en þá veita mótefni, sem menn hafa myndað við inflúensusýkingar undanfarinna ára eða fengið með bólusetningum, enga vörn. Slíkt gerðist þrisvar á síðustu öld: árið 1918 (H1N1), árið 1957 (H2N2) og árið 1968 (H3N2). Faraldurinn 1918, spánska veikin svokallaða, var langmannskæðust en þá er talið að 40-50 milljón manna hafi látist af völdum veikinnar í heiminum. Nú eru liðin um 40 ár frá síðasta faraldri og því óttast menn að stutt sé í þann næsta. Hættunni á að heimsfaraldur inflúensu breiðist út byggist á þremur þáttum: 1) nýr stofn inflúensu birtist í dýraríkinu, 2) þessi nýi stofn fer að sýkja menn og 3) nýi stofninn fer að smitast greiðlega milli manna. Fyrstu tvö skilyrðin fyrir heimsfaraldri inflúensu eru nú þegar fyrir hendi (H5N1) en hvort ástandið kemst á 3. stigið er ekki hægt að segja til um (Haraldur Briem, 2006). Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur hvatt þjóðir heims til að auka viðbúnað og hefur stofnunin sett fram viðbúnaðarstig sem tengjast nýjum inflúensustofni sem ógnað getur heilsu manna á heimsvísu og hvetur til að þjóðir heims endurskoði áætlanir sínar (Viðbúnaðaráætlun heilbrigðisþjónustunnar, 2006). íslenskur viðbúnaður og áætlanagerð um viðbrögð gegn heimsfaraldri Ríkisstjórn íslands skipaði nefnd ráðuneytisstjóra heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytis og dóms- og kirkju- málaráðuneytis í mars 2005 til að gera úttekt á stöðu mála hér á landi. í október 2005 samþykkti ríkisstjórnin tillögur nefndarinnar um viðbrögð og aðgerðir vegna hugsanlegs faraldurs inflúensu. Þar er miðað við að fylgst sé náið með þróun áhættumats og viðbúnaði hjá þjóðum Evrópusambandsins og Alþjóða- heilbrigðisstofnuninni og viðbúnaður hér á landi sniðinn að þeim. Það hlutverk er í höndum heilbrigðismálaráðuneytis, sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Myndaður hefur verið stýrihópur til að kalla til vinnuhópa með fulltrúum allra þeirra stofnana, samtaka og félaga sem koma á einn eða annan hátt að einstökum málaflokkum. Vinnan í vinnuhópunum mun felast í að skilgreina verkferla við afbrigðilegar aðstæður eins og þær eru áætlaðar að verði ef þjóðfélagið lamast vegna útbreidds inflúensufaraldurs. Sóttvarnalæknir hefur lagt fram Yfirlit um viðbúnaðaráætlun heilbrigðisþjónustunnar við heimsfaraldri inflúensu og er hægt að nálgast hana á veraldarvefnum (sjá heimildaskrá, Viðbúnaðaráætlun (2006)). í henni er skilgreint hvaða helstu þætti viðbragðs- áætlun þarf að innihalda og er þar á meðal betri vöktun inflúensutilfella, skipulag heilsugæslu og heimahjúkrunar ef til faraldurs kemur, skipulag sjúkra- hússþjónustu í heimsfaraldri, víðtækt birgðahald veirulyfja og annarra nauðsynlegra lyfja og útdeilingu á hvoru tveggja, birgðahald á hlífðarbúnaði og hjúkrunarvörum o.m.fl. Lögð er áhersla á að vinna viðbragðsáætlunina í góðri samvinnu við faghópa sem í hlut eiga. Þar á meðal eru hjúkrunarfræðingar. Árlegir inflúensufaraldrar og smitleiðir Árlegir faraldrar inflúensu ganga oftast á tímabilinu frá október fram til mars og valda auknu álagi á heilbrigðiskerfið en talið er að 10-15 % þjóðarinnar sýkist ár hvert og fylgir því nokkur umframdauði (HaraldurBriem, 2005). Inflúensuveirurnar sýkja slímhúð í öndunarvegi og geta valdið sýkingu bæði í efri og neðri loftvegum og er meðgöngutími sýkingarinnar 2 dagar en að meðaltali 1-4 dagar. Sýktir einstaklingar, jafnvel með lítil eða engin einkenni, geta gefið frá sér smitefni og þannig smitað aðra. Fullorðnir sýktir einstaklingar dreifa inflúensuveirum að jafnaði með dropasmiti og loftbornu smiti í kjölfar hósta og hnerra í 3-5 daga en ung börn mun lengur, í allt að 3 vikur, og alvarlega ónæmisbældir einstaklingar jafnvel enn lengur. Smit með dropum verður þegar smitandi dropar berast úr öndunarvegi sýkts einstaklings við hósta og hnerra og lenda á slímhúð í augum, nefi eða munni á öðrum einstaklingi. Smágerður svifúði úr öndunarvegi sýkts einstaklings, með ögnum sem eru <5 pm í þvermál, getur svifið með loftstraumum og borist í öndunarveg ósýkts einstaklings. Til að rjúfa slíka smitleið þarf sérstaka Tímarit hjúkrunarfræöinga - 2. tbl. 82. árg. 2006 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.