Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Síða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Síða 39
Dana Evans Ljósmynd: Símon Wilson þegar HABL braust út á ný eftir að yfirvöid slökuðu á öryggiskröfunum í maí 2003. Starfsfólkið er mjög stolt af þessu og dr. Hy Dwosh, forstjóri gjörgæsludeildarinnar, segir að deildin sé nú tilbúin til þess að takast á við öll hugsanleg minni háttar og miðlungsstór neyðartilvik. „Við erum margfalt betur undirbúin nú en þá. í kjölfar HABL varð fimm daga rafmagnsleysi og skömmu síðar hrapaði flugvél. Þannig neyðartilvik hleypa ekki lengur öllu upp í loft, við hefjum bara neyðarundirbúninginn.'' En jafnvel þótt skipulagið hafi sýnt að það dugir, allar geymslur séu fullar af hlífðarfatnaði og nýjar einangrunarstofur verði brátt teknar í notkun gæti reynst erfitt að takast á við nýjan smitfaraldur. Málið er hvort starfsfólkið er tilbúið til þess að takast enn á ný á við lífshættulegan smitsjúkdóm á hverjum degí, sjúkdóm sem gæti grandað bæði starfsmönnunum og fjölskyldum þeirra ef slakað er á ströngustu öryggiskröfum eitt einasta andartak. Sumum fannst það ögrandi verkefni að takast á við HABL en aðrir voru á báðum áttum yfir því að lífshættulegur sjúkdómur gæti hvenær sem er legið í leyni á vinnustaðnum. Allir sjúklingar eru skimaðir Gripið hefur verið til varúðarráðstafana af ýmsu tagi eftir að HABL kom upp á sjúkrahúsunum í Toronto: 1. allir sjúklingar eru skimaðir með aðstoð spurningalista, 2. ekki má flytja sjúklinga á önnur sjúkrahús eða annað án þess að þeir hafi verið skimaðir fyrst og flutningur samþykktur, 3. allirgestiríöllumheilsugæslustofnunum verða að þvo sér um hendurnar með sótthreinsunarefni, 4. gestir eru beðnir um að halda sig heima ef þeir eru með hósta eða hita eða finna til veikinda, 5. starfsfólki standa til boða grímur af ýmsum stærðum og gerðum. Það erfiðasta var að geta ekki stutt sjúklinga og aðstandendur þeirra „Þegar ég hugsa til sumra HABL-sjúkl- inganna finnst mér að ég hefði getað Tímarit hjúkrunaríræöinga - 2. tbl. 82. árg. 2006 37

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.