Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 28
Valgerður Katrín Jónsdóttir, valgerdurOhjukrunds FJÖLMENNI Á MÁLÞINGI UM SÓKNARFÆRI í HJÚKRUN Um 100 hjúKrunarfræðingar á höfuðborgarsvæðinu mættu á málþing sem haldið var á vegum FIH áGrand hóteli 26. apríl undir kjörorðunum „sóknarfæri í hjúkrun?" Að auki var fundurinn sendur út með fjarfundarbúnaði á heilbrigðisstofnanir á Egilsstöðum, Isafirði, Siglufirði, Akureyri, Sauðárkróki, Seyðisfirði, Húsavík og Neskaupstað. Fyrirlesararar voru: Anna Björg Ara- dóttir, yfirhjúkrunarfræðingur hjá land- læknisembættinu, en hún fjallaði um sérþekkingu f hjúkrun í heilbrigðis- þjónustunni, Anna Gyða Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun á LSH, fjallaði um lyfjaávísanir hjúkrunarfræðinga, og Sigrún Sveinbjörnsdóttir, MS, hjúkrunarfræðingur á LSH, fjallaði um hlutverk „nurse practitioner" í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Gestafyrirlesari var Jackie Green sem fjallaði um lyfja- ávísanir hjúkrunarfræðinga og rekstur hjúkrunarstofa og áhrif á heilbrigðiskerfið í Bretlandi. Að loknum fyrirlestrum fóru fram pallborðsumræður. Fundarstjóri var Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður FÍH. I fyrirlestri Önnu Bjargar Aradóttur kom fram að skoða þyrfti þörf fyrir sérþekkingu í samræmi í við þær breytingar sem eiga sér stað nú í samfélaginu. Þar nefndi hún t.d. aldurssamsetningu þjóðarinnar, fjölskyldustærð og -gerð, hærri meðalaldur kvenna sem eignast börn í fyrsta sinn, aukna menntun og hagsæld þjóðarinnar, flutning úr dreifbýli í þéttbýli, fjölgun fátækra á íslandi og aukið bil milli ríkra og fátækra og aukinn fjölda barna með erlent móðurmál. Þessa þætti þyrfti að sköða varðandi þörf fyrir sérþekkingu í hjúkrun. Þá ræddi hún um helstu ógnir við heilsufar í dag en það eru geðheilsuvandamál, offita, vímuefnavandi, streita, ofbeldi og smitsjúkdómar. Offita meðal skólabarna hefði t.d. aukist mjög á síðustu árum og gætu hjúkrunarfræðingar aðstoðað við að snúa þeirri þróun við. Heilbrigðiskerfið væri flókið og síbreytilegt og gætu hjúkrunarfræðingar verið leiðsögumenn og málsvarar þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Hún sagði heilsugæsluna gott dæmi um hvar sóknarfæri hjúkrunarfræðinga gætu legið, þar þyrftu hjúkrunarfræðingar að láta rödd sína hljóma betur og láta gott af sér leiða. Sérþekking í hjúkrun þyrfti 26 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.