Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 11
umfram allt mannréttindakrafa, þar sem að svo mörgum þáttum þarf að huga [...] Ég nefni það aðeins að við höfum kynnt ráðherra hógværa kröfu okkar um hækkun ráðstöfunartekna fólks á dvalarstofnunum, meðan engin breyting verður á fjárræði fólks þar, vel tekið í hvívetna, kostar sáralítið fyrir ríkissjóð, en ekkert gerist." „Gamalt fólk er afgangur í þjóðfélaginu," segir í Dagblaðinu 25. október 2005 (Gamalt fólk mætir afgangi, 2005). „Á Sólvangi eru sums staðar 20 sentimetrar milli rúma. Þangað kemur fólk úr íbúðum og húsum og fær bara til ráðstöfunar rúm og hillu [...] Við erum nógu rík til að brúa bilið fyrir fólk, sem ekki hefur safnað í sjóði eða á erfitt með að nálgast hjálp, sem stendur til boða. Við erum líka nógu fá til að samþykkja, að hver einstaklingur komi okkur við, þótt hann sé utangátta." „Skorturinn á dvalarstofnunum er geig- vænlegur," segir í sama blaði 27. október 2005. „Fjölskyldur verða að horfa á eftir foreldrum og ættmennum inn f troðfullar vistarverur í löngu úreltum húsum. Starfsfólki er víða boðið upp á aðstæður sem eru fyrir neðan allar hellur. Að komast í slíkt pláss þegar einstaklingar eru ekki lengur sjálfbjarga eða sjúkir byggist á persónulegum samböndum, aðstöðu og klíkuskap eða hreinni frekju við embættismenn. Um allt land skrimta aldraðir við skammarleg kjör, í félagslegri einangrun, bæði á eigin heimilum og stofnunum" (Um aldraða útburði nútímans, 2005). Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldri borgara, segir f viðtali í DV að helmingur eldri borgara búi við bág kjör. „Ég tel það skerðingu á mannréttindum hvernig farið er með eldri borgara á íslandi. Á landinu eru rúmlega 33 þúsund ellilífeyrisþegar og helmingurinn af þeim hefur það ekki gott," segir Margrét (Flelmingur ellilífeyrisþega hefur það skítt, 2005). „Flestir sem vistast á stofnun missa að einhverju eða öllu leyti fjárhagslegt sjálfstæði sitt. Þettafyrirkomulag stangast á við hugmyndafræðina um sjálfræði og sjálfstæði. Þetta er niðurlægjandi fyrir viðkomandi einstakling." í leiðara Morgunblaðsins 31. mars segir m.a.: „Að veita öldruðu fólki þá þjónustu, sem það þarf á að halda, er erfitt starf, á stundum mjög erfitt, og þótt sumir þættir þessara starfa séu mjög gefandi eru aðrir þættir þannig að fæstir mundu telja þá eftirsóknarverða. Launakjör þessa fólks eru óviðunandi með öllu. Það þýðir ekkert fyrir stjórnvöld að reyna að loka augunum fyrir þeim veruleika. Það þýðir heldur ekkert að vísa til gildandi kjarasamninga. Það þýðir heldur ekkert fyrir fjármálaráðuneytið að vísa til þess að gerðir hafi verið þjónustusamningar við þessar stofnanir og ekki standi til að breyta þeim. Það þýðir heldur ekki fyrir ráðuneytið að vísa til þess, að það sé ekki aðili að þessari Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.