Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 47
FRÆÐSLUGREIN Áframhaldandi þróuh RAI-MH Samhliða ofangreindu hefur verið unnið að staðfæringu og bakþýðingu mælitækisins í endanlegri útgáfu þess (2.0). Þeirri útgáfu tengjast allir fylgihlutir RAI-MH sem getið var um hér að framan. Útgáfa 2.0 er auk þess umtalsvert styttri en sú upphaflega, og einnig hefur nýjum breytum, sem tengjast oflæti, áfallaröskun, fíkn og átröskun verið bætt við. Nú stendur yfir rannsókn á þremur móttökudeildum geðsviðs þar sem áreiðanleiki og réttmæti mælitækisins í endanlegri útgáfu er metinn. Stefnt er að því að áreiðanleikamælingin verði hluti af stórri alþjóðlegri áreiðanleikamælingu RAI-mælitækjanna sem nú stendur yfir. Þá bíða fylgihlutir mælitækisins þýðingar. Lokaorð Eins og fram kom hér í upphafi eru örar breytingar í geðheil- brigðisþjónustunni sem og í annarri heilbrigðisþjónustu. RAI-MH-mælitækið var upphaflega hannað eingöngu fyrir legusjúklinga. Nú hefur verið þróað mælitækið RAI-CMH (community mental health) sem bíður þýðingar og staðfæringar að íslenskum aðstæðum. Markhópurinn eru einstaklingar 18 ára og eldri með mismunandi þjónustuþarfir, geðrænar, félagslegar og líkamlegar, sem njóta heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Skortur á mælikvörðum I geðheilbrigðisþjónustunni Mikil áhersla er nú lögð á stutta innlögn á sjúkrahúsum og áhersla lögð á forvarnastarf og aukna þjónustu utan stofnana. Skortur er á mælikvörðum til að meta árangur slíks starfs. Eins og þegar hefur komið fram tengjast árangursmælingar, þar sem að baki liggja viðurkenndir kvarðar, öllum RAI-mælitækjunum. Með því að taka í notkun RAI-mælitæki, sem studd eru forritum og gagnagrunni sem geta tengst og „talað við" önnur tölvukerfi, má fá víðtæka yfirsýn og mat yfir þá þjónustu sem veitt er á hinum ýmsu stigum geðheilbrigðisþjónustunnar, þar með talið á dag- og göngudeildum og í öldrunar- og félagsþjónustu. Þannig skapast möguleikar á samanburði á milli mismunandi meðferðarforma, deilda og sviða. Samfella í meðferð og betri þjónusta við geðsjúka Með markvissri notkun RAI-mælitækja er meðferðaraðilum gert kleift að stuðla að samfellu í meðferð einstaklinga og fylgjast með bata og framförum á löngum tíma og á þann hátt að stuðla að meiri gæðum í allri meðferð þeirra. Því má ætla að unnt verði að grípa fyrr inn f breytingar á líðan sjúklinga með viðeigandi meðferð og úrræðum og koma þannig í veg fyrir eða draga úr endurinnlögnum með öllu sem því fylgir fyrir sjúklinga og samfélagið í heild. RAI-MH-mælitækið veldur straumhvörfum Það er bjargföst skoðun höfunda að markviss framtíðarnotkun RAI-MH-mælitækisins muni leiða af sér betri yfirsýn stjórnenda, meðferðaraðila og ráðuneyta við alla skipulagningu sem og fjármögnun geðheilbrigðisþjónustunnar. RAI-MH-mælitækið getur þannig stuðlað að betri þjónustu við þá sem þjást af andlegri vanlíðan eða geðröskun og gert kleift frekar en nú er að mæla gæði þjónustunnar hlutlægt. Þá má ekki láta hjá líða að nefna þá möguleika sem RAI-mælitækin skapa til rannsókna á sviði heilbrigðisvísinda bæði innanlands og milli landa þar sem m.a. er hægt að tengja og bera saman þætti eins og gæði og eðli þjónustu, árangur meðferðar og kostnað við rekstur þjónustunnar. Sóknarfæri fyrir fagfólk á geðdeildum Höfundar eru sannfærðir um að með upptöku RAI-MH á geðdeildum, skapast sóknarfæri fyrir allt fagfólk á geðdeildum, bæði í klínísku sem og akademísku starfi eða námi. Með mælitækinu skapast óteljandi möguleikar. Þannig má hugsa sér notkun mælitækisins í tengslum við alls konar rannsóknarverkefni bæði í klínísku starfi og í tengslum við nám. Að lokum, það er ekkert mælitæki til staðar í geðheilbrigðis- þjónustunni sem mælir það sama og RAI-MH-mælitækið. Þakkir Höfundar vilja færa hjúkrunarfræðingum á geðsviði LSH sérstakar þakkir fyrir jákvæðar og góðar viðtökur og samstarf í tengslum við verkefnið. Styrkir Verkefnið hefur fengið styrk frá eftirtöldum aðilum: Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti Framkvæmdasjóði aldraðra Vísindasjóði Landspítala-háskólasjúkrahúss Heimildaskrá Anna Bírna Jensdóttir, Hlíf Guðmundsdóttir, Hrafn Pálsson, Ingibjörg Hjaltadóttir, Pálmi V. Jónsson og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir (1994). Daglegt líf á hjúkrunarheimili. Heilsufar og hjúkrunarþörf íbúa á öldrunar- stofnunum. Reykjavík: Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Anna Birna Jensdóttir, Fanney Friðbjörnsdóttir, Hlíf Guðmundsdóttir, Hrafn Pálsson, Ingibjörg Hjaltadóttir, Maríanna Haraldsdóttir o.fl. (1999). Heilsufar og hjúkrunarþörf aldraðra sem njóta þjónustu heimahjúkrunar. Reykjavík: Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Guðný Anna Arnþórsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Halldór Kolbeinsson og Rannveig Þöll Þórsdóttir (2003). Könnun notagildis staðlaðs mæli- tækis RAI-MH (Resident Assessment Instrument-Mental Health) hjá hópi sjúklinga á endurhæfingargeðdeildum Landspítala-háskólasjúkrahúss. Reykjavík: Landspítali-háskólasjúkrahús. Hawes, C., Morris, J.N., Philips, C.D., Mor, V., og Fries, B.E. (1995). Reliability estimates for the Minimum Data Set for nursing home resident assessment and care soreening (MDS). The Gerontogist, 172-178 Hirdes, J.P., Fries, B.E., Morris, J.N., Steel, K., Mor,V., Frijters, D., LaBine, S. o.fl., (1999a). Integrated Health Information Systems Based on the RAI/MDS Series of Instruments. Healthcare Management Forum 12, 30-40. Hirdes, J.P., Pérez, E., Curtin-Telegdi, N., Prendergast, P., Morris, J.N., Ikegam, N., o.fl. (1999b). Training Manual and Resource Guide Version 1.0. Toronto: Queen's Printer. Hirdes, J.P., Marhaba, M., Smith, T.F., Clyburn, L., Mithchell, L., Lemick, A.R., o.fl. (2000/2001). Development of the Resident Assessment Instrument - Mental Health (RAI-MH). Hospital Quarterly, 44-53. Hirdes, J.P., Smith, T.F., Rabinowitz, T., Yamauohi, K., Pérez, E., Curtin, T. N., o.fl.(2002). The resident assessment instrument - mental health: Inter-rater reliability and convergent validity. Journal of Behavioral Health Services and Research, 29(4), 419-432. WHO (2005). Mental health: facing the chaiienges, building solutions. Report from the WHO European Ministerial Conference. World Health Organization. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.