Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 38
sjúkdómínum. Hjúkrunarfræðingar reyndu að koma þeím skilaboðum áleiðis að svo virtist sem ekki hefði enn tekist að hemja útbreiðslu HABL. 26. maí var Toronto að nýju sett á HABL-listann en þá lék grunur á að átta ný tilfelli hefðu komið fram. Hjúkrunarfræðingar voru miður sín og reiðir yfir því að yfirvöld og stjórnir sjúkrahúsanna höfðu ekki gefið viðvörunum þeirra gaum. í lok júní höfðu alls 44 manns látist, þar af voru tvær hjúkrunarkonur. Þetta er fært í letur haustið 2005 en þá hafði ekki allt hjúkrunarfólkið komið til vinnu á ný. Það óttast það sem gæti beðið þess í vinnunni og margir glíma enn við heilsubrest vegna sjúkdómsins. „barrier“-hjúkrun og hepafilter-síur voru settar á alla sjúkrastofuglugga til þess að hreinsa smitað loft. Dana Evans sýnir okkur hefðbundið starfsumhverfi sitt. Mér gefst aðeíns ör- skömm stund til þess að líta í kringum mig þvi' gestir hafa mjög takmarkaðan aðgang að gjörgæsludeildinni. Sjúklingarnir liggja hlið við hlið með fram veggjunum og einungis tjald skilur þá að. Hjúkrunarstöðin er í miðri stofunni við fótagafl rúmanna og er afmörkuð með plexígleri. Það er auðvelt að ímynda sér hvernig smit getur borist á milli manna. Eftir ’ fáein ár verður þó tekin í notkun ný og stærri gjörgæsludeild með fleiri einangrunarstofum og sérhannaðri loftræstingu til þess að mynda neikvæðan loftþrýsting. 799 manns höfðu látist. Þessar tölur ná til heimsins alls en ástandið var þó verst í Ki'na. Heimildir: Dr. Hy Dwosh, forstöðumaður gjör- gæsludeildar við York Central sjúkrahúsið í Toronto; sænska eftirlitsstofnunin með smitsjúkdómum, www.smittskyddsinstitutet.se. Hvernig smitið breiddist út í febrúar 2003 sneri kona nokkur heim úr heimsókn til Hong Kong. Hún veiktist af berklum að því er talið var og lést 5. mars. Fjölskylda hennar veiktist og allír fimm leítuðu til læknis. Þá veiktist læknirinn. Einn sonur konunnar var færður á sjúkrahús en ekki settur í einangrun því talið var að hann væri með lungnabólgu. Hann var þess í stað settur ó þriggja manna stofu. Stofufélagar hans veikjast báðir og einnig kona annars þeirra. 14 starfsmenn sjúkrahússins eru nú komnir með einkenni veikinnar. Eiginkonan, sem veiktist, situr hjá presti og sonum hans tveimur á biðstofunni og þeir smitast líka. Þresturinn deyr og annar sona hans fer veikur í jarðarförina. Þar smitast 30 manns og þrír þeirra deyja. Ekki hefur tekist að sýna fram á hve marga hinn sonurinn smitaði. Hinn stofufélagi smitaða sonarins fer á annað sjúkrahús. Þar li'ða 13 dagar áður en í Ijós kemur að hann er með HABL. Maðurinn deyr en áður smitar hann allmarga starfsmenn og tvo meðsjúklinga. Þeir deyja báðir. Þegar hér er komið sögu hefur sjúkdómurinn borist til margra sjúkrahúsa og heilbrigðisyfirvöld í Toronto horfast í augu við eitt stærsta verkefni sögunnar. Heimild: Tímaritið „Registered Nurse Journal". Þróun mála frá mars til júní 2003 Allt frá lokum mars 2003 og næstu sjö vikurnar ríkti neyðarástand á öllum sjúkrahúsunum í Toronto. Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin (WHO) setti Toronto á HABL-listann og bannaði ferðir fólks til og frá svæðinu. Sett var á laggirnar nefnd sérfræðinga til þess að samhæfa ákvarðanatöku á sviði heilbrigðismála. Um miðjan maí var ferðabanni og öðrum takmörkunum aflétt. Þá höfðu 24 látist af Enginn fær aðgang nema sótthreinsa hendurnar Þegar ég heimsæki York Central sjúkrahúsið verð ég líkt og allir aðrir að þvo mér um hendur með sótthreinsunarefni í dælu á borði við innganginn. Það þarf að gæta fyllsta hreinlætis á fleiri sviðum. Judy Cooper-Froud er hjúkr- unarfræðingur að mennt og yfirmaður á gjörgæsludeildinní við York Central sjúkrahúsið í útjaðri Toronto. Hún segir mér að tölvur og símar séu líka þrifnir þar sem við sitjum saman við gríðarstórt fundarborð sem er þrefalt stærra en algengast er. Sú regla var þó komin áður en fólk hafði almennt gert sér grein fyrir smithættunni. Fyrsti neyðarfundurinn þar var símafundur sem haldinn var þegar HABL greindist fyrst á sjúkrahúsinu. Það gerðist 28. mars 2003 og heilbrigðis- ráðuneytið skipaði fyrir um 20 daga einangrun sjúkrahússins alls og um 1.700 starfsmanna þess. Ekki var tekið á móti neinum nýjum sjúklingum, allar heimsóknir voru bannaðar og starfsliðið fór í tímabundna sóttkví. Meðgöngutími HABL er tíu dagar og á þeim tíma urðu allir starfsmenn sjúkrahússins að ganga með grímu sem huldi nef og munn, jafnt á vinnustað sem heima. „Ég tók þá ákvörðun að gera aldrei neitt glæpsamlegt því ég vil aldrei aftur fara í einangrun,“ segir Dana Evans, hjúkrunarfræðingur á gjörgæslunni. Hún var í hópi þeirra sem störfuðu á HABL- deildinni allt frá upphafi. Þar var beitt I Toronto og.öllu Ontario-fylki er skimað eftir HABL í öllum sjúklingum á öllum sjúkrahúsum. Þeir verða einnig að svara spurningum um hvort þeir hafi verið í Asíulandi, hvort þeir hafi hósta, öndunarerfiðleika, hita og svo framvegis. „Nú orðið set ég alla sjúklinga í einangrun ef minnsti grunur leikur á að þeir hafi hósta eða önnur einkenni," segir Judy Cooper-Froud. Allt frá því að HABL kom fyrst fram á sjúkrahúsinu hefur hún tamið sér að búast alltaf við því óvænta. „Þótt við setjum fleiri sjúklinga í einangrun í nokkra daga þýðir það ekki að þörf sé fyrir meira starfslið eða fleiri stofur heldur að minni líkur verða á óþægilegum uppákomum," bætir hún við. Það er líka orðin föst venja að nota hanska, gn'mur og sloppa í öllum samskiptum við sjúklinga þar sem hætta er á smiti. Þannig búnaður er fastur hluti af starfinu þó hann geti til dæmis haft það í för með sér að uppörvandi bros til sjúklingsins hverfi að baki gn'munni. HABL-faraldurinn leiddi meðal annars í Ijós að þörf er fyrir grímur af mismunandi tagi fyrir mismunandi smit og að máta þarf grímur sérstaklega á hvern og einn. Þess vegna ráða sjúkrahúsin nú orðið yfir grímum af ýmsum tegundum og stærðum. HABL-faraldurinn var umfangsmikil „generalprufa" fyrir starfsfólkið á því hvernig starfinu yrði háttað við alvarlegar neyðaraðstæður. í Ijós kom að York Central sjúkrahúsið réð við verkefnið og að engin ný tilfelli komu þar upp 36 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.