Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 33
Inflúensa er skráningarskyldur smitsjúkdómur skv. reglugerð og ber að tilkynna til sóttvarnalæknis fjölda tilfella mánaðarlega á 1. og 2. skeiði milli heimssótta. Þegar komið er á viðvörunarskeið, 3. stig, verður sjúkdómur, sem orsakast af nýjum stofni veirunnar, tilkynningaskyldur og ber læknum að tilkynna ný tilfelli með persónugreinanlegum upplýsingum til sóttvarnalæknis án tafar. Bólusetning gegn inflúensu í heföbundnum inflúensufaraldri er árleg bólusetning besta vörn gegn sjúkdómnum og gefur 60-90% vörn gegn sýkingu hjá einstaklingum yngri en 65 ára (þ.m.t. hjá börnum sem eru eldri en 6 mánaða) en eitthvað minni hjá þeim sem eru eldri en 65 ára. Þeir sem eru bólusettir en sýkjast þó fá síður alvarlega fylgikvilla og dánartala meðal þeirra er mun lægri en meðal óbólusettra (Upplýsingar af heimasíðu, 2006) Við bólusetningu gegn inflúensu eru meginmarkhóparnir: þeir sem eru eldri en 60 ára; allir sem haldnir eru langvinnum sjúkdómum og allir þeir sem geta sýkt þá sem eru í áhættuhópum, þ.e.a.s. aðstandendur sjúkra og starfsfólk heilbrigðisþjónustu. Smitverndandí áhrif bólusetningar varir frá tveim vikum eftir að bólusett var og endist í um sex mánuði eða lengur (Kanadískar leiðbeiningar, 1998). Mjög mikilvægt er að starfsfólk í heilbrigðisþjónustu láti bólusetja sig árlega til að draga úr smíthættu sinna skjólstæðinga með því að koma þannig í veg fyrir að þeir beri ekki í sér smitefni inn á stofnanir. En því miður virðist algengt að starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar láti ekki bólusetja sig gegn inflúensu þrátt fyrir tilmæli og virðist sem oft sé vantrú á árangri og nauðsyn um að kenna (Tapiainen o.fi., 2005). Ekki liggja fyrir íslenskar upplýsingar um hversu stórt hlutfall starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni lætur bólusetja sig. Sýkingavarnir Eins og að framan er rakið getur verið erfitt að hefta útbreiðslu inflúensu milli manna vegna þess hve sjúkdómurinn getur verið bráðsmitandi og vegna þess að sýktir einstaklingar eru orðnir smitandi áður en vitað er að þeir eru sýktir. Þetta ætti að minna heilbrigðisstarfsmenn á mikilvægi þess að öll vinnubrögð séu vönduð og að grundvallarvarúð gegn sýkingum sé alltaf viðhöfð. Til grundvallarvarúðar gegn sýkingum teljast t.d. handhreinsun, notkun hlífðarbúnaðar (s.s. hanska, grímu, augnhlífa, hlífðarslopps), örugg hreinsun á áhöldum og umhverfi, rétt staðsetning sjúklings, rétt meðferð á sorpi og óhreinu líni og varúð gegn stunguóhöppum (CDC, 1996). Þó ekki liggi fyrir rannsóknir sem geta sýnt gagnsemi eða mikilvægi eins þáttar umfram annan er eftirtalið ráðlagt til að rjúfa smitleiðir frá sjúklingum á sjúkrahúsum þar sem grunur er um inflúensusmit eða það hefur verið staðfest (Tablan o.fl., 1994): • Hafa sjúkling í einangrun á einbýlisstofu eða með öðrum inflúensusjúklingi, meðan sjúkdómur stendur. • Æskilegast er að hafa sjúklinginn í einangrunarstofu með neikvæðum loftþrýstingi en annars í herbergi þar sem loftræsting er fullnægjandi. • Starfsfólk beri fínagnagrímu (veirugrímu með síunarhæfni FF2) við umönnun. • Starfsfólk viðhafi vandað hreinlæti (noti handspritt með alkóhóli (Boyce og Pittet (2002)), noti hlífðarbúnað ef fyrirséð er að það verði í snertingu við hvers kyns líkamsvessa og gangi frá menguðum hlutum á viðeigandi hátt. í umræðum íslenskra sýkingavarnasér- fræðinga og dýralækna (fyrripart árs 2006) um hlífðarbúnað til nota ef til heimsfaraldrs kemur er gert ráð fyrir að sýkingavarnaviðbúnaður verði efldur í takt við meðferðarleiðbeiningar WHO (2006) og miðað við að í meðferð og umönnun mikið veikra inflúensusjúklinga með nýtt afbrigði inflúensuveiru sé auk einbýlisstofu miðað við að nota eftirtalinn hlífðarbúnað: • fínagnagrímu (með síunarhæfni FFP 2 (95% síun) eða FFP 3 (99% síun)) • hlífðargleraugu • einnota latexhanska • einnota langerma hlífðarslopp. Afar mikilvægt er að þeir sem sinna meðferð og umönnun kunni meðferð slíks búnaðar, einkum að fara úr honum. Vísbendingar eru um að starfsmenn hafa orðið fyrir smiti af notuðum hlífðarbúnaði (Puro og Nicastri, 2004). Nú (í maí 2006) stendur yfir útboð vegna kaupa á birgðum hlífðarfatnaðar til nota á íslenskum heilbrigðisstofnunum í heimsfaraldri. Vonandi hefur umfjöllunin í þessari grein opnað augu hjúkrunarfræðinga fyrir mikilvægi þess að vera vakandi gagnvart inflúensunni og því að hættan á að nýtt afbrigði inflúensuveirunnar fari að berast milli manna og valda heimsfaraldri er vaxandi. Sérfræðingar eru sammála um að það sé ekki spurning hvort heldur hvenær heimsfaraldur verður, hvort sem það verður veiran H5N1 sem veldur eða einhver önnur veira sem við þekkjum ekki í dag. í slíkum faraldri er áætlað að mjög mikið muni mæða á heilbrigðisþjónustunni, ekki hvað síst hjúkrunarfræðingum. Nú er að hefjast viðamikil vinna ailra heilbrigðisstétta Lokaorð Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.