Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 55
Vigdfs Hallgrímsdóttir, alþjóðafulltrúi FÍH, vigdis@hjukrun.is STJÓRNARFUNDUR SSN [ ÞÓRSHÖFN í FÆREYJUM 28. MARS 2006 SSN eru samtök hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum.Aðsamtökunumstanda auk íslands Noregur, Svíþjóð, Finnland, Danmörk og Færeyjar. Samtökin voru stofnuð í Kaupmannahöfn árið 1919 og hafa íslenskir hjúkrunarfræðingar átt aðild að þeim síðan 1923. í stjórn SSN sitja formenn hinna norrænu félaga. Norðmenn fara með formennsku samtakanna fram til ársins 2007. Stjórnarfundur SSN var haldinn í lok mars. Að þessu sinni fór fundurinn fram í Þórshöfn í Færyejum. Farið var yfir ýmis mál sem varða sameiginlegan hag hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum. Staða tímaritsins Várd i Norden var rædd. Tímaritið er rannsóknatímarit sem er gefið út á Norðurlöndunum. Rannsakendur f hjúkrun geta sent inn greinar sínar og fengið þær birtar á ensku eða skandínavísku máli. Um þessar mundir er verið að vinna markaðsátak fyrir Várd í Norden til að kynna fleiri hjúkrunarfræðingum og hjúkrunarfræðinemum blaðið og stuðla að því að þeir nýti sér blaðið í störfum sínum. Daganal 1 ,-13.október2006standaSSN og Félag finnskra hjúkrunarfræðinga fyrir ráðstefnu í Helsingfors. Efni ráðstefnunnar er upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu. Boðið verður upp á hefðbundna ráðstefnu þar sem þekktir fyrirlesarar um málefni upplýsingatækni taka til máls. Einnig verður boðið upp á vinnuhópa. Umræður þeirra miðast við efnið nordisk www, wi will wisioner. Frekari upplýsingar um ráðstefnuna og vinnuhópana má finna á eftirfarandi heimasíðu: http://www. sairaanhoitajaliitto.fi/koulutuskalenteri/ 7x12015=15904. í október 2007 mun Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í samstarfi við SSN standa fyrir ráðstefnu um laun og kjarasamninga. Þar gefst norrænu félögunum sem standa að SSN tækifæri til að bera saman bækur sínar og sjá hvað hin félögin eru að gera í þessum málum. Skipaður hefur verið vinnuhópur innan FÍH sem tekur þátt í skipulagningu ráðstefnunnar í samstarfi við fulltrúa hinna Norðurlandanna. Á fundinum var sagt frá erlendu samstarfi fagdeilda innan hvers félags. Ritari SSN hefur tekið saman upplýsingar um þetta samstarf á Norðurlöndunum. Þessar upplýsingar má nálgast á heimasíðu SSN og á hjukrun.is. Hlutverk hjúkrunarfræðinga í mótun heilbrigðiskerfis Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, doktor í stjórnsýslu- fræðum, flutti fyrirlestur fyrir deild hjúkrunarstjórnenda í húsakynnum FÍH 30. mars sl. Hún fjallaði m.a. um aðdrag- andann að sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík, en sú sameining setur mark sitt á heilbrigðiskerfið í dag, og hlut- verk hjúkrunarfræðinga í því ferli og setti fram hugmyndir um endurskipulagningu íslenska heiibrigðiskerfisins. Dr. Sigurbjörg sagðist á fundinum m.a. hafa fengið áhuga á þróun hjúkrunarstéttarinnar á l’slandi og hvernig staða hennar væri innan heilbrigðiskerfisins. Hún rakti hvernig hjúkrunarfræðingar hefðu þróast í að verða virkir í pólitískum ákvörðunum, hjúkrun hefði flust yfir á háskólastig 1973, sterkir leiðtogar komið fram sem hefðu verið virkirí pólitísku starfi 1990 og árið 1994 sameinuðust FRETTAPUNKTUR hjúkrunarfélögin og höfðu þá hvort um sig öðlast mikla reynslu í stjórn og rekstri. 1997 taka hjúkrunarfræðingar opinbera afstöðu í málefnum sjúkrahúsa í Reykjavík og 1998 kom fram hjá FÍH hugmynd um par-sjúkrahús í Reykjavík. Hún ræddi hvaða viðfangsefni eru fram undan í íslenskri heilbrigðisþjónustu, hugsanlegar breytingar í heilbrigðiskerfinu og hlutverk hjúkrunarfræðinga í þeim breytingum. Hún sagði hjúkrunarfræðinga fjölmenna stétt hámenntaðra heilbrigðisstarfsmanna sem sameinaði klíníska sérfræðiþekkingu hjúkrunar og stjórn umönnunar á öllum stigum umönnunarferlisins og ræddi breytingar sem að öllum líkindum myndu verða á starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga í framtíðinni. Töluverðar umræður voru í lok fundarins og góður rómur gerður að máli Sigurbjargar. Fundarstjóri var Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður FÍH. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.