Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 16
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður FIH, elsa@hjukrun.is OLDRUNARÞJONUSTA í BRENNIDEPLI Þjónusta við aldraða á stofnunum og utan stofnana hefur verið mikið til umræðu síðustu vikur og mánuði. Umræðan hefur snúist um þau búsetuúrræði sem öldruðum standa til boða, biðlista eftir hjúkrunarrými, framboð á heimaþjónustu, launakjör starfsmanna öldrunarstofnana, samsetningu þess mannafla, sem starfar á öldrunarstofnunum, og síðast en ekki síst gæði þeirrar þjónustu sem öldruðum stendur til boða. bestan árangur í umönnun miðað við eðlilega nýtingu mannafia og hagkvæmni í rekstri" (bls. 6). Bent er á að almennt sé miðað við að hlutfall hjúkrunarfræðinga sé um það bil 30% af heildarfjölda stöðugiida á hjúkrunarheimilum. Sem dæmi um ábendingar um mönnun má nefna hjúkrunarrými þar sem 18 einstaklingar búa. Þar er áætlaður fjöldi hjúkrunarklukkustunda á heimilismann á sólarhring 5,08. Til að tryggja viðeigandi þjónustu þarf tvo hjúkrunarfræðinga á morgunvakt, einn hjúkrunarfræðing á kvöldvakt og einn hjúkrunarfræðing á næturvakt vírka daga. Fjöldi stöðugilda hjúkrunarfræðinga á 18 íbúa hjúkrunar- rými þarf að vera 5,2 og fjöldi stöðugilda sjúkraliða 10,8 eða samtals 16 stöðugildí. Bent er á að ef ekki tekst að manna ofantalin stöðugildi með faglærðu fólki þurfi hlutfallslega fleiri stöðugildi ófag- lærðra. í aprílmánuði var spurt á vefsvæði Félags íslenskra hjúkrunarfræðínga: „Skv. ábendíngum landlæknis um hjúkrunar- mönnun á öldrunarstofnunum er almennt miðað við að hlutfall hjúkrunarfræðinga sé um það bil 30% af heildarfjölda stöðugílda. - Uppfyllir þinn vinnustaður þessi skilyrði?" Yfir 80% þeirra sem þátt tóku í könnunínní svöruðu spurningunni neitandi. Þetta er verulegt áhyggjuefní ekki síst frá sjónarhóli þjónustuþeganna og aðstandenda þeirra sem gera ráð fyrir og eiga tilkall til bestu mögulegu þjónustu. Gæðaráð landlæknísembættisins bendir Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðínga ályktaði eftirfarandi á fundi sínum 10. apríl sl.: Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetur stjórnvöld og stjórnendur öldrunarstofnana til að gera nú þegar sérstaka þjónustusamninga um rekstur stofnananna þar sem skýrt verðí kveðið á um gæði og magn þjónustunnar, og þann mannafla sem krafist er til að tryggja viðeigandi þjónustu hverju sinni. Starfsemi öldrunarstofnana er ein mikílvægasta þjónusta samfélagsins og stjórnvöidum ber siðferðileg skylda til að tryggja fullnægjandi og viðeigandi hjúkrun þeirra einstaklinga sem þar búa. Það verður aðeins gert með skýrum samningum um þjónustuna og eftirlití með rekstri stofnananna og gæðum þeirrar þjónustu sem þar er veitt. Markmiðíð með þessari ályktun var ekkí síst að vekja athygli á þeím skorti á vel skilgreindum þjónustusamningum sem hér er víð lýði. Úr ríkissjóði fara margír milljarðar árlega til öldrunarstofnana sem reknar eru sem sjálfseignarstofnanír án þess að vel sé skilgreint hvað ríkið er að kaupa fyrir allt þetta fé. Vissulega má segja að lágmarksskílgreining á þjónustu felist í RAI-matinu og því greiðslukerfi daggjalda sem því fylgir. Forstöðumenn umræddra sjálfseignarstofnana hafa þó kallað eftir frekari skilgreiningum á þeirri þjónustu, sem þeim ber að veita, og nákvæmari kostnaðargreiningu á einstökum þáttum þjónustunnar. Vel skilgreindir þjónustusamningar leggja ekki aðeins þeim sem þjónustuna veita skyldur á herðar um að mannafli og gæði þjónustunnar séu í samræmi við samning hverju sinni, heldur ieggur slíkur samningur einnig ríkinu, sem verkkaupa, skyldur á herðar að greiða á hverjum tíma til heimilanna það fjármagn sem til þarf til að þeim sé kleíft að uppfylla samninginn. Aðeins hjúkrunarheimilið Sóltún hefur slíkan fullburða þjónustusamning við ríkið þar sem vel er skilgreínt hvernig búið skuli að heimilisfólki, hvernig gæðamati skuli háttað og hvernig samsetning mannaflans skuli vera. Hjúkrunarmönnun á öldrunarstofnunum í ágúst 2001 gaf landlæknisembættíð út bækling þar sem fram eru settar ábendingar embættisins um hjúkrunar- mönnun á öldrunarstofnunum. Ábending- arnar voru unnar af gæðaráði landlæknis- embættisins í öldrunarhjúkrun. Þar er vitnað f lög um málefni aldraðra nr. 125/1999 þar sem segir að aldraðir skuli eiga völ á þeirri heilbrigðis- og félagsþjónustu sem þeir þurfa á að halda og að hún sé veitt á því þjónustustigi sem er eðlilegast miðað við þörf og ástand hins aldraða. Gæðaráðíð leggur áherslu á að fullnægjandi hjúkrun á hjúkrunarheimilum verði fyrst og fremst tryggð með viðeigandi mönnun. Sá mönnunarstuðull, sem settur er fram í bæklingnum, er byggður á því „sem reynsla og þekking hefur sýnt að gefur 14 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.