Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 49
Eygló Ingadóttir, hjúkrunarfræðingur á LSH og stjórnarnnaður í
Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, eygloing@landspitali.is
LSH: ÁLAG
OG ÓLAG
„Hvaöa tal er þetta um skort
á hjúkrunarfræðingum? Ég
sé ekki betur en aö allt gangi
sinn vanagang hér, allir fag-
legir og elskulegir. Umræðan
um sjúkrahúsið er neikvæð
og maður fær hreinlega
samviskubit yfir því að þurfa
að leggjast inn. Hvar komum
við sjúklingar inn í þessa
umræðu?" Eitthvað á þessa
varð einum skjólstæðingi
okkar að orði eftir orrahríð
undanfarinna vikna. Mig setti
hljóða og ég horfði um stund
á ástandið utan frá.
Við heyrum árlega fréttir af afkomu LSH.
Þær eru jákvæðar og fjalla um minrti halla
og styttri biðlista. Yfirleitt er svo sagt
að þennan góða árangur megi þakka
sameiningu spítalanna.
Upp á síðkastið hefur verið mikið álag á
starfsfólki LSH. Það er svo sem ekkert
nýtt, en nú hefur þetta þunga álag varað
lengi. Á þeim deildum, sem ég þekki
til, hefur verið mikið aukavaktaálag á
hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum.
Þegar enginn fæst til vinnu lenda
aukavaktirnar á stjórnendum deildarinnar.
Maður spyr sig hvernig hægt sé að vinna
12 til 16 tíma á sólarhring nokkra daga
í röð. Slíkt gerist - því miður - allt of
oft. Á meðan sitjum við föst í vítahring
vinnuálagsins, einstaklingar gera meira
en þeir geta og vilja, þeir gefast upp og
þunginn á hina eykst. Ég veit um frábæra
hjúkrunarfræðinga sem hafa gefist upp á
ástandinu og farið annað.
Að auki skynjar . maður ástandið
annars staðar á spítalanum. Ónefndur
hjúkrunarfræðingur sagði mér að hún
væri svo uppgefin á álaginu að hún hefði
minnkað vinnuhlutfall sitt í 50% og kviði
fyrir hverri vakt. Hún sýndi greinileg merki
um kulnun í starfi. Nú leitar hún sér að
nýrri vinnu, vonandi samt við hjúkrun.
Fyrir nokkru birtist lesendabréf í Morgun-
blaðinu en þar segir sjúklingur frá því að
skurðaðgerð á honum hafi verið frestað
í tvígang. í bæði skiptin þurfti hann að
koma utan af landi, til einskis. Koma
slíkar tölur fram í árangursmælingu LSH?
Ég er hrædd um ekki. Þar er heldur ekki
fjallað um fjölda mistaka, um svokallaða
hjúkrunarþyngd á hvern hjúkrunarfræðing
eða aukavaktaálag.
í fjölmiðlum er yfirmönnum á spítalanum
gjarnt að rekja orsök allra vandamála á
LSH til gamla fólksins. Ég hugsa oft um
það hvernig sé að vera gamall og lasinn
og teppa „dýrmætu" plássin á LSH.
Heyra þetta aftur og aftur í fréttum. Getur
verið að búið sé að fækka of mörgum
sjúkraplássum á sjúkrahúsinu án þess
að nokkuð annað hafi komið í staðinn?
Að það sé ein ástæða gangainnlagna
og álags?
Eigum við að tjá okkur um ástandið
innan LSH? Eigum við að láta sjúklinga,
almenning og stjórnvöld halda að allt sé í
lagi þegar svo er ekki? Eru vandamál innan
LSH einkamál stjórnenda þar? Nei, við
höfum þagað of lengi yfir ástandinu eins
og meðvirkir aðstandendur alkóhólista.
Það þarf breitt bak til þess að segja frá.
Það sannaðist þegar þessi mál komust
í hámæli. Hjúkrunarfræðingur talaði opin-
skátt um málið og hlaut misjafnar undirtektir
yfirmanna spítalans, ekki síst lækna.
Á Landspítala-háskólasjúkrahúsi starfar
afbragðsstarfsfólk með miklafagþekkingu.
Það þarf að hlúa að því og gera þvf kleift
að sinna starfi sínu þannig að því líði vel
að loknum vinnudegi. Það þarf líka að
geta notið þess að eiga frí án þess að hafa
áhyggjur af sjúklingum og samstarfsfólki.
Með því að tjá okkur nú tekst okkur
kannski að rjúfa þennan vítahring.
Það er mjög erfitt að draga þjóðina inn
í þessa umræðu. Hún má ekki leiða
til þess að fólk missi trúna á sjálfu
háskólasjúkrahúsinu. Umræðan núna
verður að leiða til þess að vandamálin
leysist og að starfsskilyrðin batni. Til
þess þarf sameiginlegt átak allra í
samfélaginu.
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006
47