Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 10
Valgerður Katrín Jónsdóttir, valgerdur@hjukrun.is
(H)ELDRI BORGARAR EÐA ÓHREINU BÖRNIN HENNAR EVU?
Samkvæmt lögum um málefni aldraðra frá 1999,
1. kafla, 1. grein, segir um markmið laganna
að aldraðir eigi völ á þeirri heilbrigðis- og félags-
þjónustu sem þeir þurfa á að halda og að hún sé
veitt á því þjónustustigi sem er eðlilegast miðað
við þörf og ástand hins aldraða. Markmiðið er enn
fremur að hinir öldruðu geti, eins lengi og unnt er,
búið við eðlilegt heimilislíf en að jafnframt sé tryggð
nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf.
Við framkvæmd laganna skal þess gætt að aldraðir
njóti jafnréttis á við aðra þjóðfélagsþegna og að
sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé virtur.
Eflaust ber flestum samart um að þessi
markmið séu viðunandi en undanfarna
mánuði hefur hulunni verið svipt af þeim
veruleika sem aldraðir samfélagsþegnar
búa við. Þegar þetta er skrifað eru
um 400 manns á biðlista í brýnni þörf
eftir hjukrunarrými víða um land og um
100 manns eru tepptir á sjúkrarúmum
Landspítala-háskólasjúkrahúss þar sem
þeir komast ekki að á hjúkrunarheimilum
þó að í lögum um málefni aldraðra frá
1999 segi í 15. grein: „Hafi aldraður
einstaklingur verið lengur en sex vikur á
sjúkrahúsi án sérstakrar meðferðar skal
meta þörf einstaklingsins fyrir vistun á
öldrunarstofnun eða önnur úrræði."
Fjölmiðlaumræðan hefur undanfarna
mánuði einkennst af lýsingu á því hve
því fer fjarri að aldraðir njóti jafnréttis
á við aðra þjóðfélagsþegna og flestir
virðast sammála í öllu pólitíska litrófinu að
eldri borgarar tilheyri óhreinu börnunum
hennar Evu. Skoðum nokkur dæmi:
í Morgunblaðinu 27. mars skrifar Ólafur
Þór Gunnarsson öldrunarlæknir að
samkvæmt upplýsingum frá hjúkrunar-
heimilum á höfuðborgarsvæðinu séu
tugir plássa lausir en þeim sé lokað
þar sem ekki fáist fólk til að vinna þessi
störf. Hann spyr hvernig verðmætamat
þjóðfélagið sætti sig við ef ekki má
borga mannsæmandi laun fyrir umönnun
þeirra sem búa á hjúkrunarheimili? Ólafur
heldur áfram: „Er mikilvægara að fá
gröfumann til að vinna við Kárahnjúka
heldur en sjúkraliða á hjúkrunarheimili?
Er mikilvægara að fá gjaldkera í banka
heldur en aðhlynningarstarfsmann á
öldrunarstofnun? Er ábyrgð og álag
verkamanns við byggingu verslunar-
miðstöðvar meira en ræstingarmanns
á spítala? [,..]Ef ruðningsáhrif stóriðju-
framkvæmda eru svo mikil að gamalt
fólk og lasburða „liggur óbætt hjá garði"
án þess að við stöldrum við og segjum
„nú er nóg kornið", þá eigum við sem
þjóð ekkert betra skilið. Hér er bæði
við ríki og sveitarfélög að sakast. Ríkið
leggur ekki nægilegt fé í uppbyggingu
heimahjúkrunar, þrátt fyrir fagurgala þar
um, og sveitarfélögin halda launakjörum
í félagsþjónustunni niðri svo ekki fæst
fólk til starfa." Og hann heldur áfram:
„Er ekki tímabært að við hugsum þessi
mál upp á nýtt? Verðmæti liggja í fleiru
en krónum og verðbréfum, virðisauka og
hagnaði. Þau samfélagslegu verðmæti
sem liggja í því að gera fólki kleift að lifa
lífinu með reisn, þrátt fyrir háan aldur eða
fatlanir, eru ómetanleg. Leggjumst á eitt
að taka á í þessum málum“ (Ólafur Þór
Gunnarsson, 2006).
í Morgunblaðinu 1. október á síðasta ári er
sagt frá stjórnarfundi 60+ sem haldinn var
í Hafnarfirði en þar var samþykkt tillaga
þar sem minnt var á bága stöðu aldraðra
og nauðsyn þess að hluta af andvirði
sölu Landsþankans yrði varið til að bæta
lífsskilyrði aldraðra. í ályktuninni segir:
„Með tilliti til hugmynda er fram hafa komið
um ráðstöfun þeirra rúmlega 60 milljarða
er fást fyrir sölu Símans krefst stjórn 60+ í
Hafnarfirði að tillit verði tekið til óska eldri
borgara um að allgóðum hluta þess fjár
verði varið til hagsbóta fyrir eldri borgara
þessa lands. Við minnum á að sárlega
skortir t.d. hjúkrunarheimili fyrir þennan
aldurshóp" (Eldri borgarar í Hafnarfirði vilja
sinn skerf af Landsímasölunni, 2005).
„Nauðsynlegt er að tryggja að framfærslu-
eyrir verði hækkaður fyrir eldri borgara.
Minnum á að fram hefur komið að yfir
10 þúsund eldri borgarar hafa innan
við 110 þúsund til framfærslu sinnar á
mánuði, sem síðan eru greiddir skattar af.
Virðisaukaskatt á lyfjum þarf nauðsynlega
að lækka úr rúmlega 24 prósentum í 14
prósent“ (Eldri borgarar vilja sinn skerf af
Landsímasölunni, 2005).
Helgi Seljan skrifar um málefni aldraðra
í Morgunblaðinu (í efndir skal orðum
breyta, 2005): „Það er hrein óhæfa að
eldra fólki sem skilað hefur sínu og vel
það til samfélagsins skuli af þessu sama
samfélagi vera skammtaðar tekjur sem
eru við hrein fátæktarmörk, en þetta
gildir um þúsundir því miður [...] Krafan
um endurskoðun og í raun uppstokkun
laganna um málefni aldraðra er því
8
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006