Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 7
RITSTJORASPJALL GÓÐ HEILSA = FULLKOMIN ANDLEG OG FÉLAGSLEG VELFERÐ Flestir kannast við söguna um óhreinu börnin hennar Evu, þau börn sem hún vildi ekki sýna skaparanum er hann kom að sækja hana heim. Þessari dæmisögu er eflaust ætlað að minnast þess að öll erum við bræður og systur þó við séum ekki öll eins, þó sumir séu karlar, aðrir konur, sumir gamlir, sumir fatlaðir, sumir dökkir á hörund, aðrir gulir eða hvítir. Öll eigum við rétt á að lifa heilbrigðu lífi en góð heilsa hefurverið skilgreind af Alþjóðaheilbrigðismálastofn- uninni (World Health Organisation, WHO) sem „fullkomin andleg og félagsleg velferð en ekki einungis það að vera laus við sjúkdóma og vanheilindi". Málefni aldraðra hafa verið mikið til umfjöllunar nú á síðustu mánuðum. Þó aldraðir séu ekki allir í sömu stöðu þá býr stór hluti þeirra við kröpp kjör. í þessu tölublaði er samantekt á stöðu þeirra í samfélaginu í dag og nokkrir aðilar, sem þekkja vel til þessa málaflokks, spurðir hvað unnt sé að gera til að bæta stöðu þeirra. Trúlega fara fæstir í gegnum lífið án þess að finna einhvern tímann fyrir tilfinningalegri vanlíðan eða vandamálum hvort sem þeir eru ungir eða gamlir og spurning hvort það sé eftirsóknarvert að lifa algjörlega vandamálalausu lífi. Það er oft við erfiðleika og vandamál sem fólk fær tækifæri til að þroskast ef það nýtir sér þau verkefni á jákvæðan hátt. Hjúkrunarfræðingar geta unnið heilmikið forvarnarstarf og það var ánægjulegt að sjá átak Lýðheilsustöðvar til að efla geðheilsu sem birtist m.a. í geðorðunum 10 og mátti sjá víða, t.d. á strætisvögnum og segulspjöldum á haust- og vetrarmánuðum. í þessu tölublaði eru fjórir geðhjúkrunarfræðingar fengnir til að tjá sig um fyrstu fjögur geðorðin og hin fylgja í þeim næstu. Vaigerður Katrín Jónsdóttir Sumir segja að það sé ekki spurning hvort fuglaflensa eða afbrigði hennar, sem leggst á menn, komi til landsins heldur hvenær. Ása Atladóttir hjá landlæknisembættinu segirfrá þeim viðbúnaði sem gerður hefur verið hér á landi til að bregðast við þessum faraldri. Ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga hefur undanfarin ár tekið þátt í samstarfi við ritstjóra hjúkrunartímarita í Evrópu. Á tveimur fundum, sem haldnir voru sl. haust og nú í maí, var ákveðið að efla samvinnu tímaritanna hvað varðar efni og umfjöllun og er fengur að því, einkum þar sem mörg þessara tímarita hafa fjölmarga starfsmenn sem sjá um efnisöflun. Tímaritið fékk leyfi sænska tímaritsins Várdfacket til að birta grein sem rituð var um reynslu kanadískra hjúkrunarfræðinga af því að vinna með sjúklingum sem höfðu smitast af HABL en hjúkrunarfræðingar munu þurfa að fara í gegnum svipaða reynslu ef smitsjúkdómur á borð við fuglaflensu kemur til landsins. Óska öllum lesendum gleðilegs sumarsl valgerdur@hjukrun.is /" ....... A Útskriftargjöfin fæst hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Gefðu góða gjöf, gefðu einkennisnælu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Félag islenskra hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavik, simi 540 6400, hjukrun@hjukrun.is vefsiða: www.hjukrun.is V_______________________/ Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.