Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 13
að á árunum 2002-2007 verði komið á fót 400-450 nýjum hjúkrunarrýmum á landinu, þar af um 350 á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma verði dagvistarrýmum fjölgað um 135 á landinu öllu“ (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2002). Samkvæmt markmiðum heilbrigðis-- áætlunar til ársins 2010 eru aðalmarkmið í sambandi við eldri borgara að bið eftir vistun á hjúkrunarheimili fyrir fólk, sem er hefur mjög brýna þörf fyrir slíka vistun, verði ekki lengri en 90 dagar. Að yfir 75% fólks 80 ára og eldra sé við svo góða heilsu að það geti með viðeigandi stuðningi búið heima. Að dregið verði úr tíðni mjaðma- og hryggbrota um 25%. Að yfir 50% fólks 65 ára og eldra hafi a.m.k. 20 tennur í biti (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2001). Sunnudaginn 26. mars 2006 var haldinn stofnfundur Aðstandendafélags aldraðra, AFA. Eitt af markmiðunum er að efla virðingu fyrir lífi og ævistarfi aldraðra og efla samvinnu og samheldni aðstandenda. Reynir Ingibjartsson, formaður félagsins, sagði á stofnfundinum að menn væru að reyna að fá aðstandendur til að hugsa um og hafa áhrif á stöðu aldraðra í dag og sagði hann það ekki líðandi að hundruð manna væru á biðlistum og að mikill fjöldi fólks sæi ekki fram á neinar úrbætur. Fram til þessa hefði nóg verið unnið af skýrslum og nefndarálitum, það væri komið að framkvæmdum. Hann benti enn fremur á að kjaramál aldraðra væru í miklum ólestri, skattlagning væri á lífeyri aldraðra nú sem ekki hefði verið fyrir 10 árum og það væri þjóðarskömm. Reynir taldi að ef ráðstöfunarfé Framkvæmdasjóðs aldraðra hefði farið í byggingar í stað reksturs væri vandi aldraðra smávægilegur miðað við það sem er í dag. í ályktun frá stofnfundinum segir að mikilvægt sé að stjórnvöld breyti forgangsröð sinni og bjóði öldruðum mannsæmandi kosti í stað biðlista. Meðal hlutverka hins nýja félags verður að styðja við kröfur aldraðra um úrbætur í kjaramálum þeirra, þrýsta á stjórnvöld um átak í búsetumálum, auka skilning stjórnvalda og almennings á stöðu aldraðra, stuðla að betri upplýsingum um stöðu aldraðra og efla virðingu fyrir lífi þeirra og ævistarfi, efla samvinnu og samheldni aðstandenda. Og hvað svo? Ljóst er af fjölmiðlaumræðunni að langflestum ber saman um að gera þurfi átak til að breyta kjörum aldraðra, og sumir bæta við að vilji sé allt sem þarf. Ótal nefndir hafa verið starfandi þar sem lögð eru drög að því sem þarf að gera en engu að síður er staðan sú núna að um 100 manns eru á Landspítala- háskólasjúkrahúsi sem gætu verið á hjúkrunarheimili, og um 400 manns eru á biðlista í brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými víða um land. En hvað þarf að gera? Breyta þarf viðhorfum í samfélaginu til aldraðra, þess hóps sem vann hörðum höndum að því að byggja upp það velferðarsamfélag sem við búum við í dag. Hvað þarf að gera nú þegar og í nánustu framtíð til að aldraðir geti lifað mannsæmandi lífi? Sú spurning var lögð fyrir nokkra einstaklinga sem þekkja ástandið betur en flestir aðrir, eða Vilborgu Ingólfsdóttur, hjúkrunarfræðing skrifstofustjóra öldrunarmála í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Margréti Margeirsdóttur, formann Félags eldri borgara, Elsu B. Friðfinnsdóttur, for- mann FIH og Ingibjörgu H. Elíasdóttur, hjúkrunarfræðing sem á sæti í stjórn Aðstandendafélags aldraðra, AFA. Heimildaskrá Eldri borgarar í Hafnarfirði vilja sinn skerf af Landsímasölunni (2005, 1. október). Morgunblaðið, bls. 28. Gamalt fólk mætir afgangi (2005, 25. október). DV, bls. 2. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið (2000). ímynd ellinnar og þess að starfa með öldruðum. Reykjavík: Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið. Heiibrigðis- og tryggingamálaráðuneytið (2001). Heilbrigðisáætlun til ársins 2010. Reykjavík: Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið (2002). Áætlun um uppbyggingu öldrunarþjónustu 2002-2007, bls. 5. Reykjavík: Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið (2003). Skýrsla stýrihóps í málefnum aldraðra til ársins 2015, bls. 17, 31. Reykjavík: Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Helmingur ellilífeyrisþega hefur það skítt (2005, 28. október). DV, bls. 14. í efndir skal orðum breyta (2005, 4. október). Morgunblaðið, bls. 29. Lög um málefni aldraðra nr. 125/1999. Ólafur Þór Gunnarsson (2006, 27. mars). Laus pláss - vantar starfsfólk: Morgunblaðið, bls. 16. Ríkisendurskoðun (2005). Þjónusta við aldraða, stjórnsýsluúttekt. Reykjavík: Ríkisendurskoðun. Um aldraða útburði nútímans (2005, 27. október). DV, bls. 2. Umönnunarstörf (2006, 31. mars). Morgunblaðið, bls. 34. Ný bók um svefn og svefnvenjur barna Draumaland, svefn og svefnvenjur barna frá fæðingu til tveggja ára aldurs, er komin út. Höfundurinn, Arna Skúladóttir, hlaut sér- fræðingsréttindi í barnahjúkrun með svefn og svefnvandamál sem undirsérgrein. Hún rekur göngudeild fyrir foreldra barna með svefnvanda- mál á Barnaspítala Hringsins, LSH ásamt því að reka fyrirtækið Foreldraskólann, www.foreldra- FRÉTTAPUNKTUR skoli.is. Á bókarkápu segir að bókin sé skrifuð fyrir uppalendur og aðra þá sem annast ung börn með það í huga að veita hagnýtar leiðbeiningar sem reynst hafa vel við íslenskar aðstæður. Bókin er 127 síður, gefin út af Sögum útgáfu, Reykjavík. I tilefni útgáfu bókar- innar var haldið málþing sunnudaginn 19. mars. Tímarit hjúkrunarfræöinga - 2. tbl. 82. árg. 2006 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.