Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 26
1
wmvmm j I Hi 11
ff- km, i
Á undanförnum áratug hafa átt sér stað efnahagslegar, pólitískar og félagslegar
breytingar sem hafa haft áhrif á ferðir hjúkrunarfræðinga. Heimurinn er orðinn
eitt markaðssvæði og alþjóðasamningar gera hjúkrunarfræðingum kleift að
ferðast á milli landa. í mörgum löndum er stefna heilbrigðisstofnana sú að ráða
hjúkrunarfræðinga frá öðrum löndum til þess að bregðast við þeim skorti sem
þær standa frammi fyrir. Áhrif þessa á heilbrigðiskerfið, gæði þjónustunnar,
öryggi sjúklinga og hjúkrunarstéttina eru bæði jákvæð og neikvæð og er því
mikilvægt að skoða þetta vel (Adams og Kennedy, 2006).
Margar ástæður eru fyrir því að
hjúkrunarfræðingar sækjast eftír vínnu
í öðru landi. Þeir geta verið að leita
að meiri lífsgæðum, vilja fá ný tækifæri
í starfi, öðlast frekari þekkingu eða
menntun, tryggja sér betri tekjur eða
fullnægja kröfum fjölskyldunnar og fá
tækifærí tíl að kynnast nýju landi og
annarri menningu. Það gleymist oft að
margir þessara hjúkrunarfræðinga hafa
þurft að færa fórnir tíl þess að geta
flutt til annars lands. Stjórnvöld og
vinnuveitendur hafa verið gagnrýnd fyrir
að ráða erlenda hjúkrunarfræðinga til
starfa án þess að gera sér grein fyrir
af hverju ílla gengur að ráða og halda
innlendum hjúkrunarfræðingum í starfi
(Adams og Kennedy, 2006).
Hvernig stuðla má að jákvæðu
starfsumhverfi fyrir erlenda
hjúkrunarfræðinga?
í febrúar sótti ég ráðstefnu sem bar
yfirskriftina How to Create a Positive
Practice Environment for the International
Nurse. Ráðstefnuna sóttu fulitrúar
fagfélaga, stofnana og ráðningarskrifstofa
víðs vegar úr heiminum.
Heílbrigðiskerfi heímsbyggðarinnar glíma
flest við þann vanda að hafa ekki nóg
af hjúkrunarfræðingum til þess að sinna
þeim störfum sem þarf að sinna. Þar
af leíðandí hafa mörg lönd leitað eftir
hjúkrunarfræðíngum frá öðrum löndum. f
dag eru 25% hjúkrunarfræðinga og lækna
í Bretlandi og Bandaríkjunum menntaðir í
öðrum löndum.
Á ráðstefnunni var leitað svara við
spurningum eins og: Þegar erlendir
hjúkrunarfræðingar hafa verið ráðnir til
starfa eru þeir þá fullgildir meðlimir í
þeim hóp sem þeir starfa í? Eru gæði
24
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006